Sönggleði í afleitum hljómburði Jónas Sen skrifar 10. maí 2018 16:15 Það ríkir jafnan fjör á tónleikum Söngfjelagsins, segir í gagnrýni. Korpúlfsstaðir eru að öllu jöfnu ekki notaðir fyrir lifandi tónlistarflutning. Ég man ekki eftir að hafa farið þar á tónleika fyrr en nú. Á laugardaginn hélt kammerkórinn Söngfjelagið þar vortónleika sína. Dagskráin var nokkuð óvenjuleg, sem hæfði á vissan hátt staðsetningunni. Tónlistin var nánast öll frá Suður-Ameríku. Þau örfáu íslensku lög sem heyra mátti voru með kraftmiklu latnesku yfirbragði. Sterkur þjóðlagaandi sveif yfir vötnunum og hann rímaði í sjálfu sér við hið hráa útlit sýningarsalarins á Korpúlfsstöðum. Með Söngfjelaginu lék hljómsveitin INTI Fusion, sem samanstendur af hljóðfæraleikurum frá ýmsum löndum Suður-Ameríku. Þeir er þó allir búsettir í Noregi. Með hljómsveitinni spilaði Hjörleifur Valsson á fiðlu og Guðmundur Steingrímsson á trommur. Hilmar Örn Agnarsson stjórnaði. Fyrst eru það vondu fréttirnar. Hljómburðurinn á svæðinu var ægilegur. Kassalaga salurinn er mjög stór og allt miðsvæðið var girt af fyrir skúlpúra sem voru til sýnis. Áheyrendur máttu gera sér að góðu að sitja meðfram veggjum. Þeir sem staðsettir voru hinum megin við afgirta rýmið voru svo langt frá að þeir geta varla hafa greint almennilega það sem fram fór. Ég sjálfur sat á besta stað, en meira að segja þar var útkoman ekki fullnægjandi. Kórinn var að hluta til undir súð og í fyrri parti dagskrárinnar heyrðist lítið í honum. Hljómsveitin spilaði m.a. of sterkt; sérstaklega var slagverksleikur tveggja hljóðfæraleikara yfirgnæfandi. Kórinn var auk þess í fremur slæmu standi fyrst framan af, ýmsar raddir voru ekki hreinar. Styrkleikahlutföllin voru ekki nægilega góð og heildarhljómurinn gruggugur. Einn liðsmaður INTI Fusion, Edgar Albitres, söng einsöng. Bæði í hápunkti dagskráinnar, Kreólamessunni eftir Ariel Ramirez, en einnig í nokkrum lögum þar á undan. Hann var nokkuð lengi að komast í gang. Til allrar hamingju óx honum ásmegin og í Kreólamessunni í lokin var rödd hans fagurhljómandi og gædd miklum sjarma. Góðu fréttirnar eru þær að fjör ríkti á tónleikunum, eins og oft er þegar Söngfjelagið er annars vegar. Sönggleðin var smitandi og þó að hljómurinn hafi ekki verið ásættanlegur í byrjun lagaðist hann. Er á leið fór að heyrast meira í kórnum en minna í hljómsveitinni og í Kreólamessunni var kórsöngurinn afar fallegur. Höfundur messunnar, Ramirez, var argentínskur og verkið tekur aðeins um korter í flutningi. Kaflarnir eru þessir hefðbundnu, Kyrie, Gloria, o.s.frv. Andrúmsloftið er þrungið andakt, en þó mun afslappaðra en maður á að venjast. Suðuramerískir rytmar eru áberandi. Laglínurnar eru seiðandi, með þýðingarmiklum liggjandi hljómum undir sem kórinn framkallar. Þeir voru prýðilega mótaðir á tónleikunum, og heildarhljómur einsöngs, kórs og hljóðfæraleiks var glæsilegur. Jónas SenNiðurstaða: Tónleikarnir byrjuðu illa, kórinn var ekki í jafnvægi og hljómburður afleitur, en svo lagaðist þetta og seinni hluti dagskrárinnar var skemmtilegur. Birtist í Fréttablaðinu Tónlistargagnrýni Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Korpúlfsstaðir eru að öllu jöfnu ekki notaðir fyrir lifandi tónlistarflutning. Ég man ekki eftir að hafa farið þar á tónleika fyrr en nú. Á laugardaginn hélt kammerkórinn Söngfjelagið þar vortónleika sína. Dagskráin var nokkuð óvenjuleg, sem hæfði á vissan hátt staðsetningunni. Tónlistin var nánast öll frá Suður-Ameríku. Þau örfáu íslensku lög sem heyra mátti voru með kraftmiklu latnesku yfirbragði. Sterkur þjóðlagaandi sveif yfir vötnunum og hann rímaði í sjálfu sér við hið hráa útlit sýningarsalarins á Korpúlfsstöðum. Með Söngfjelaginu lék hljómsveitin INTI Fusion, sem samanstendur af hljóðfæraleikurum frá ýmsum löndum Suður-Ameríku. Þeir er þó allir búsettir í Noregi. Með hljómsveitinni spilaði Hjörleifur Valsson á fiðlu og Guðmundur Steingrímsson á trommur. Hilmar Örn Agnarsson stjórnaði. Fyrst eru það vondu fréttirnar. Hljómburðurinn á svæðinu var ægilegur. Kassalaga salurinn er mjög stór og allt miðsvæðið var girt af fyrir skúlpúra sem voru til sýnis. Áheyrendur máttu gera sér að góðu að sitja meðfram veggjum. Þeir sem staðsettir voru hinum megin við afgirta rýmið voru svo langt frá að þeir geta varla hafa greint almennilega það sem fram fór. Ég sjálfur sat á besta stað, en meira að segja þar var útkoman ekki fullnægjandi. Kórinn var að hluta til undir súð og í fyrri parti dagskrárinnar heyrðist lítið í honum. Hljómsveitin spilaði m.a. of sterkt; sérstaklega var slagverksleikur tveggja hljóðfæraleikara yfirgnæfandi. Kórinn var auk þess í fremur slæmu standi fyrst framan af, ýmsar raddir voru ekki hreinar. Styrkleikahlutföllin voru ekki nægilega góð og heildarhljómurinn gruggugur. Einn liðsmaður INTI Fusion, Edgar Albitres, söng einsöng. Bæði í hápunkti dagskráinnar, Kreólamessunni eftir Ariel Ramirez, en einnig í nokkrum lögum þar á undan. Hann var nokkuð lengi að komast í gang. Til allrar hamingju óx honum ásmegin og í Kreólamessunni í lokin var rödd hans fagurhljómandi og gædd miklum sjarma. Góðu fréttirnar eru þær að fjör ríkti á tónleikunum, eins og oft er þegar Söngfjelagið er annars vegar. Sönggleðin var smitandi og þó að hljómurinn hafi ekki verið ásættanlegur í byrjun lagaðist hann. Er á leið fór að heyrast meira í kórnum en minna í hljómsveitinni og í Kreólamessunni var kórsöngurinn afar fallegur. Höfundur messunnar, Ramirez, var argentínskur og verkið tekur aðeins um korter í flutningi. Kaflarnir eru þessir hefðbundnu, Kyrie, Gloria, o.s.frv. Andrúmsloftið er þrungið andakt, en þó mun afslappaðra en maður á að venjast. Suðuramerískir rytmar eru áberandi. Laglínurnar eru seiðandi, með þýðingarmiklum liggjandi hljómum undir sem kórinn framkallar. Þeir voru prýðilega mótaðir á tónleikunum, og heildarhljómur einsöngs, kórs og hljóðfæraleiks var glæsilegur. Jónas SenNiðurstaða: Tónleikarnir byrjuðu illa, kórinn var ekki í jafnvægi og hljómburður afleitur, en svo lagaðist þetta og seinni hluti dagskrárinnar var skemmtilegur.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlistargagnrýni Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira