Stefán Hilmarsson bæjarlistamaður Kópavogs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2018 17:00 Stefán Hilmarsson er einn af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar enda hefur hann starfað við tónlist meira og minna frá tvítugsaldri. Hér sést hann á tónleikum árið 1993 með hljómsveitinni Pláhnetan. vísir/hmr Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður, var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs 2018 við athöfn í Gerðasafni í dag. Stefán er landsmönnum að góðu kunnur enda hefur hann starfað við tónlist meira og minna frá tvítugsaldri og verið í þrjátíu ár í einni vinsælustu hljómsveit landsins, Sálinni hans Jóns míns. Í samtali við Vísi segist Stefán ekki vera innfæddur Kópavogsbúi en hann hefur búið í Kópavogi í ríflega 20 ár. Og kannt vel við þig? „Já, virkilega vel. Þetta kom nú ekki til af góðu að við fluttum hingað. Við hjónin vorum Reykvíkingar og fundum ekkert í Reykjavík en það var nóg framboð hér á þeim tíma, en þessi staða er að mörgu leyti svipuð í dag. Uppbyggingin hefur náttúrulega verið mjög mikil og það hefur verið gaman að fylgjast með Kópavogi stækka og styrkjast síðan við fluttum hingað,“ segir Stefán. Aðspurður hvort það komi honum á óvart að vera útnefndur bæjarlistamaður segir hann svo vera. „Já, svona kemur manni alltaf á óvart. Maður gerir nú aldrei ráð fyrir neinu svona en þetta kemur skemmtilega á óvart og maður verður að reyna að standa undir nafnbótinni. Vonandi gengur það.“ Á meðal þess sem Stefán hyggst gera í tengslum við það að vera bæjarlistamaður Kópavogs er að sinna eldri borgurum í bænum og eiga svo samstarf við æskuna. „Mig langar að sinna eldri borgurum og gera þeim glaðan dag með ókeypis tónleikum í Salnum. Svo er hugmyndin að eiga samstarf við þá yngri og eiga þá skapandi samstarf með nemendum úr Tónlistarskóla Kópavogs, jafnvel fá þá til að spila með mér á tónleikum. Ein hugmyndin er líka að standa fyrir einhvers konar sönglagakeppni og græja út eitt lag úr ranni nemenda sem ég myndi þá flytja á þessum tónleikum,“ segir Stefán. Sálin hans Jóns míns fagnar síðan 30 ára afmæli í ár. Stefán segir að í sumar verði tónleikar í tilefni afmælisins á Græna hattinum á Akureyri og síðan verða viðhafnartónleikar þann 20. október næstkomandi í Hörpu. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður, var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs 2018 við athöfn í Gerðasafni í dag. Stefán er landsmönnum að góðu kunnur enda hefur hann starfað við tónlist meira og minna frá tvítugsaldri og verið í þrjátíu ár í einni vinsælustu hljómsveit landsins, Sálinni hans Jóns míns. Í samtali við Vísi segist Stefán ekki vera innfæddur Kópavogsbúi en hann hefur búið í Kópavogi í ríflega 20 ár. Og kannt vel við þig? „Já, virkilega vel. Þetta kom nú ekki til af góðu að við fluttum hingað. Við hjónin vorum Reykvíkingar og fundum ekkert í Reykjavík en það var nóg framboð hér á þeim tíma, en þessi staða er að mörgu leyti svipuð í dag. Uppbyggingin hefur náttúrulega verið mjög mikil og það hefur verið gaman að fylgjast með Kópavogi stækka og styrkjast síðan við fluttum hingað,“ segir Stefán. Aðspurður hvort það komi honum á óvart að vera útnefndur bæjarlistamaður segir hann svo vera. „Já, svona kemur manni alltaf á óvart. Maður gerir nú aldrei ráð fyrir neinu svona en þetta kemur skemmtilega á óvart og maður verður að reyna að standa undir nafnbótinni. Vonandi gengur það.“ Á meðal þess sem Stefán hyggst gera í tengslum við það að vera bæjarlistamaður Kópavogs er að sinna eldri borgurum í bænum og eiga svo samstarf við æskuna. „Mig langar að sinna eldri borgurum og gera þeim glaðan dag með ókeypis tónleikum í Salnum. Svo er hugmyndin að eiga samstarf við þá yngri og eiga þá skapandi samstarf með nemendum úr Tónlistarskóla Kópavogs, jafnvel fá þá til að spila með mér á tónleikum. Ein hugmyndin er líka að standa fyrir einhvers konar sönglagakeppni og græja út eitt lag úr ranni nemenda sem ég myndi þá flytja á þessum tónleikum,“ segir Stefán. Sálin hans Jóns míns fagnar síðan 30 ára afmæli í ár. Stefán segir að í sumar verði tónleikar í tilefni afmælisins á Græna hattinum á Akureyri og síðan verða viðhafnartónleikar þann 20. október næstkomandi í Hörpu.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira