Oddvitaáskorunin: Plataður til að beygja upp Laugarveginn Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2018 13:00 Sigurjón og félagar í Áfram Árborg. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sigurjón Vídalín Guðmundsson leiðir lista Áfram Árborg í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Sigurjón Vídalín Guðmundsson, er 43 ára, fæddur og uppalinn á Eyrarbakka og bý núna á Selfossi með sambýliskonu minni. Saman eigum við tvær dætur 4 og 7 ára, en fyrir á ég eina dóttir sem er á 19. ári og býr hún einnig hjá okkur. Ég er stúdent frá F.Su 1994. Ég er með BS-próf í jarðfræði frá Háskóla Íslands síðan 2005 og núna er ég að ljúka fyrra árinu í MBA-námi frá sama skóla. Undanfarin 5 ár hef ég starfað við gerð Vaðlaheiðarganga en þar á undan sem mælingamaður og jarðfræðingur við ýmis verkefni eftir útskrift frá Hí 2005. Málefni sveitarfélagsins eru mér hugleikinn. Ég vill sjá Árborg verða fyrirmyndar sveitarfélag þegar kemur að þjónustu við íbúana en einnig sem fyrirmyndarvinnustað þeirra sem starfa hjá sveitarfélaginu. Sérstaklega tel ég og við í Áfram Árborg að lengja verði opnunartíma leikskólana og bjóða upp á meiri sveigjanleika í dvalartíma, en auk þess þarf að breyta núverandi fyrirkomulagi varðandi sumarlokanir á leikskólunum enda koma þær illa við marga. Á móti viljum við stytta vinnuviku leik- og grunnskólakennara og bjóða þeim upp á sveigjanlegra vinnufyrirkomulag með það að markmiði að auka vellíðan þeirra og starfsánægju.Sigurjón Vídalín Guðmundsson.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru margir fallegir en ef ég þarf að tiltaka einn þá eru það Þingvellir í mínum huga.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Væri alveg til í að búa í Ölfusinu eða við Hafravatn.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Góð kjötsúpa kemur alltaf sterk inn.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Þegar ég var 8 ára þótti ég mjög flinkur pönnukökubakari.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Song 2 með Blur, fáránlega einfalt en kemur mér alltaf í gott skap.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ég er mjög lélegur á skíðum en var að reyna á mínum yngri árum að fara með félögunum í Bláfjöll. Einu sinni var ég að skíða niður og gat eiginlega bara farið beint því ég kunni varla að beygja. Er þá ekki gamall maður að sviga í rólegheitunum í brekkunni fyrir neðan mig og ég sé mér til skelfingar að ég muni klessa á hann. Mér tekst samt á einhvern ótrúlegan hátt að sveigja aðeins af leið þannig að ég þýt yfir skíðin hjá honum, rétt við nefið á honum, og um leið sný ég mér að honum að segi „fyrirgefðu“...Aumingja manninum brá svo mikið að hann dettur og þar sem ég er að fylgjast með hvernig honum reiðir af rúllandi um í brekkunni klessi ég á snjótroðara. Ég hef ekki farið á skíði síðan.Draumaferðalagið? Heimsreisa með konunni, bara við tvö.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já ég trúi því að það taki eitthvað við.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég var einu sinni plataður til að beygja upp Laugarveginn þegar ég var nýkominn með bílpróf. Það þótti mjög fyndið.Hundar eða kettir? Hundar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Love Actually, „feel good“ mynd sem ég horfi reglulega á.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Val Kilmer.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Stark ættinni. Sé bara fyrir mér að ég væri eitursvalur með úlf mér við hlið.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, einu sinni fyrir of hraðan akstur þann 5. okt. 1993 . Var að flýta mér á fæðingardeildina að sjá litlu systir mína nýfædda.Uppáhalds tónlistarmaður? U2 hefur alltaf verið í uppáhaldi en annars hlusta ég á alla tónlist, allt frá klassískri og uppí þungarokk.Uppáhalds bókin? Sjálfstætt fólk e. Halldór Laxnes.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Kók, eins og alla hina dagana.Uppáhalds þynnkumatur? Snakk og Malt og AppelsínÞegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Sólarströnd með menningarlegu ívafiHefur þú pissað í sundlaug? Stundaði það grimmt í skólasundinu í 1. og 2. bekk....sorrý krakkar.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Það er misjafnt en þessa dagana er það Niflheimur með Skálmöld.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, þarf að rýmka opnunartíma gámasvæðisins og/eða setja upp grendarstöðvar fyrir rusl.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Jón Daði Böðvarsson, þekki fólkið hans af góðu einu og hann er frábær fyrirmynd fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu Árborg.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sigurjón Vídalín Guðmundsson leiðir lista Áfram Árborg í Árborg í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Sigurjón Vídalín Guðmundsson, er 43 ára, fæddur og uppalinn á Eyrarbakka og bý núna á Selfossi með sambýliskonu minni. Saman eigum við tvær dætur 4 og 7 ára, en fyrir á ég eina dóttir sem er á 19. ári og býr hún einnig hjá okkur. Ég er stúdent frá F.Su 1994. Ég er með BS-próf í jarðfræði frá Háskóla Íslands síðan 2005 og núna er ég að ljúka fyrra árinu í MBA-námi frá sama skóla. Undanfarin 5 ár hef ég starfað við gerð Vaðlaheiðarganga en þar á undan sem mælingamaður og jarðfræðingur við ýmis verkefni eftir útskrift frá Hí 2005. Málefni sveitarfélagsins eru mér hugleikinn. Ég vill sjá Árborg verða fyrirmyndar sveitarfélag þegar kemur að þjónustu við íbúana en einnig sem fyrirmyndarvinnustað þeirra sem starfa hjá sveitarfélaginu. Sérstaklega tel ég og við í Áfram Árborg að lengja verði opnunartíma leikskólana og bjóða upp á meiri sveigjanleika í dvalartíma, en auk þess þarf að breyta núverandi fyrirkomulagi varðandi sumarlokanir á leikskólunum enda koma þær illa við marga. Á móti viljum við stytta vinnuviku leik- og grunnskólakennara og bjóða þeim upp á sveigjanlegra vinnufyrirkomulag með það að markmiði að auka vellíðan þeirra og starfsánægju.Sigurjón Vídalín Guðmundsson.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Það eru margir fallegir en ef ég þarf að tiltaka einn þá eru það Þingvellir í mínum huga.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Væri alveg til í að búa í Ölfusinu eða við Hafravatn.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Góð kjötsúpa kemur alltaf sterk inn.Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Þegar ég var 8 ára þótti ég mjög flinkur pönnukökubakari.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Song 2 með Blur, fáránlega einfalt en kemur mér alltaf í gott skap.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ég er mjög lélegur á skíðum en var að reyna á mínum yngri árum að fara með félögunum í Bláfjöll. Einu sinni var ég að skíða niður og gat eiginlega bara farið beint því ég kunni varla að beygja. Er þá ekki gamall maður að sviga í rólegheitunum í brekkunni fyrir neðan mig og ég sé mér til skelfingar að ég muni klessa á hann. Mér tekst samt á einhvern ótrúlegan hátt að sveigja aðeins af leið þannig að ég þýt yfir skíðin hjá honum, rétt við nefið á honum, og um leið sný ég mér að honum að segi „fyrirgefðu“...Aumingja manninum brá svo mikið að hann dettur og þar sem ég er að fylgjast með hvernig honum reiðir af rúllandi um í brekkunni klessi ég á snjótroðara. Ég hef ekki farið á skíði síðan.Draumaferðalagið? Heimsreisa með konunni, bara við tvö.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já ég trúi því að það taki eitthvað við.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég var einu sinni plataður til að beygja upp Laugarveginn þegar ég var nýkominn með bílpróf. Það þótti mjög fyndið.Hundar eða kettir? Hundar.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Love Actually, „feel good“ mynd sem ég horfi reglulega á.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Val Kilmer.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Stark ættinni. Sé bara fyrir mér að ég væri eitursvalur með úlf mér við hlið.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, einu sinni fyrir of hraðan akstur þann 5. okt. 1993 . Var að flýta mér á fæðingardeildina að sjá litlu systir mína nýfædda.Uppáhalds tónlistarmaður? U2 hefur alltaf verið í uppáhaldi en annars hlusta ég á alla tónlist, allt frá klassískri og uppí þungarokk.Uppáhalds bókin? Sjálfstætt fólk e. Halldór Laxnes.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Kók, eins og alla hina dagana.Uppáhalds þynnkumatur? Snakk og Malt og AppelsínÞegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Sólarströnd með menningarlegu ívafiHefur þú pissað í sundlaug? Stundaði það grimmt í skólasundinu í 1. og 2. bekk....sorrý krakkar.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Það er misjafnt en þessa dagana er það Niflheimur með Skálmöld.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Já, þarf að rýmka opnunartíma gámasvæðisins og/eða setja upp grendarstöðvar fyrir rusl.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Jón Daði Böðvarsson, þekki fólkið hans af góðu einu og hann er frábær fyrirmynd fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu Árborg.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira