Walesverjinn Gareth Bale var bjartsýnn á að vinna bikara er hann gekk í raðir Real Madrid en velgengni liðsins í Meistaradeildinni hefur komið honum á óvart.
Hinn 28 ára gamli Bale varð dýrasti leikmaður heims er Real keypti hann á 85 milljónir punda frá Tottenham árið 2013.
„Við erum að skrifa söguna. Ég kom til þessa félags til þess að vinna titla og þetta verður sérstakur dagur,“ segir Bale en Real mætir Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar um næstu helgi.
Real er búið að vinna keppnina þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum og þar af síðustu tvö ár. Liverpool vann Meistaradeildina síðast árið 2005.
„Mér líður vel og er tilbúinn í slaginn. Við erum enn hungraðir. Ég átti aldrei von á því að spila í svona mörgum úrslitaleikjum í Meistaradeildinni en þetta verður minn fjórði úrslitaleikur. Það er langt fram úr mínum björtustu vonum.“
Bale: Átti aldrei von á þessu
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn




United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn

Merino aftur hetja Arsenal
Enski boltinn

Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
