Skemmtilegt stuð að sýna í vondu veðri Benedikt Bóas skrifar 23. maí 2018 06:00 Leikhópurinn samankominn. Þarna má sjá meðal annars Ósk sem nefnd hefur verið Garðabrúða í íslenskum ævintýrum af einhverjum ástæðum. Anna Bergljót, leikstjóri og höfundur verksins um Gosa, er þriðja frá vinstri. „Maður hlakkar aldrei til að sýna í vondu veðri en það er alltaf gaman þegar það er búið,“ segir Anna Bergljót Thorarensen höfundur og leikstjóri nýjasta verks, leikhópsins Lottu, sem nefnist Gosi. Leikhópurinn frumsýnir í dag en veðurspáin er þokkaleg. Betri en síðustu daga allavega. „Við erum ánægð. Það stefnir í sól og blíðu. Þetta lítur allavega ansi vel út. Þjóðin er búin að vera að býsnast yfir veðrinu undanfarinn mánuð og við getum því ekki annað en verið hress með veðrið sem verður,“ segir hún. Þetta er tólfta sumarið í röð sem leikhópurinn leggur land undir fót og ferðast með glænýja fjölskyldusýningu um landið þvert og endilangt. „Það hefur komið haglél á okkar sýningum. Við erum öllu vön en þetta er auðveldast fyrir okkur leikarana því við hlaupum og hoppum, syngjum og tröllum til að halda á okkur hita. Áhorfendur þurfa svolítið að klæða sig eftir veðri. Það er stundum skemmtilegra að vera á vondaveðurs-sýningum. Það eru færri og stemningin breytist. Áhorfendur þjappa sér meira saman en það er erfitt að útskýra hvað það er sem gerir slíkar sýningar betri.“ Sagan um Gosa gerist inni í Ævintýraskóginum en eins og Lottu er von og vísa blandast fleiri þekkt ævintýri inn í verkið. Heyrst hefur að það beri okkur inn í háan turn þar sem við hittum skemmtilega stelpu með afskaplega langa fléttu og að á öðrum stað í Ævintýraskóginum verðum við vitni að því þegar þrjár óskir valda miklum vandræðagangi.Anna Bergljót þegar sýningin í fyrra, Litli ljóti andarunginn, var frumsýnindur.Þetta er áttunda verkið sem Anna Bergljót skrifar fyrir hópinn. Hún semur einnig lagatexta ásamt þeim Baldri Ragnarssyni og Stefáni Benedikt Vilhelmssyni. Í Gosa eru samtals 10 glæný lög sem eru samin af fyrrnefndum Baldri, Birni Thorarensen og Rósu Ásgeirsdóttur. „Við erum að fjalla um Gosa en það er ekkert mikið meira úr hans ævintýri annað en nafnið heldur gerðum við nýja sögu með blöndu úr Garðabrúðu og Óskunum þremur. Garðabrúða heitir reyndar Ósk í okkar útgáfu. Börn þessa lands tengja meira held ég við Ósk frekar en Garðabrúðu. Síðan er þriðja ævintýrið Óskirnar þrjár sem margir eru búnir að gleyma.“ Sýningarplanið er einfalt. Það verða um 100 sýningar á um 50 stöðum víðsvegar um landið en sýningarplanið er á Facebook síðu hópsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Maður hlakkar aldrei til að sýna í vondu veðri en það er alltaf gaman þegar það er búið,“ segir Anna Bergljót Thorarensen höfundur og leikstjóri nýjasta verks, leikhópsins Lottu, sem nefnist Gosi. Leikhópurinn frumsýnir í dag en veðurspáin er þokkaleg. Betri en síðustu daga allavega. „Við erum ánægð. Það stefnir í sól og blíðu. Þetta lítur allavega ansi vel út. Þjóðin er búin að vera að býsnast yfir veðrinu undanfarinn mánuð og við getum því ekki annað en verið hress með veðrið sem verður,“ segir hún. Þetta er tólfta sumarið í röð sem leikhópurinn leggur land undir fót og ferðast með glænýja fjölskyldusýningu um landið þvert og endilangt. „Það hefur komið haglél á okkar sýningum. Við erum öllu vön en þetta er auðveldast fyrir okkur leikarana því við hlaupum og hoppum, syngjum og tröllum til að halda á okkur hita. Áhorfendur þurfa svolítið að klæða sig eftir veðri. Það er stundum skemmtilegra að vera á vondaveðurs-sýningum. Það eru færri og stemningin breytist. Áhorfendur þjappa sér meira saman en það er erfitt að útskýra hvað það er sem gerir slíkar sýningar betri.“ Sagan um Gosa gerist inni í Ævintýraskóginum en eins og Lottu er von og vísa blandast fleiri þekkt ævintýri inn í verkið. Heyrst hefur að það beri okkur inn í háan turn þar sem við hittum skemmtilega stelpu með afskaplega langa fléttu og að á öðrum stað í Ævintýraskóginum verðum við vitni að því þegar þrjár óskir valda miklum vandræðagangi.Anna Bergljót þegar sýningin í fyrra, Litli ljóti andarunginn, var frumsýnindur.Þetta er áttunda verkið sem Anna Bergljót skrifar fyrir hópinn. Hún semur einnig lagatexta ásamt þeim Baldri Ragnarssyni og Stefáni Benedikt Vilhelmssyni. Í Gosa eru samtals 10 glæný lög sem eru samin af fyrrnefndum Baldri, Birni Thorarensen og Rósu Ásgeirsdóttur. „Við erum að fjalla um Gosa en það er ekkert mikið meira úr hans ævintýri annað en nafnið heldur gerðum við nýja sögu með blöndu úr Garðabrúðu og Óskunum þremur. Garðabrúða heitir reyndar Ósk í okkar útgáfu. Börn þessa lands tengja meira held ég við Ósk frekar en Garðabrúðu. Síðan er þriðja ævintýrið Óskirnar þrjár sem margir eru búnir að gleyma.“ Sýningarplanið er einfalt. Það verða um 100 sýningar á um 50 stöðum víðsvegar um landið en sýningarplanið er á Facebook síðu hópsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira