Illa gengur að bera kennsl á lík í Gvatemala Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 15:52 Mörg fórnarlamba eldgossins hafa fundist nærri heimilum þeirra. Vísir/AP Íbúar þorpa í hlíðum eldfjallsins Fuego eru byrjaðir að syrgja þá sem dóu á dögunum vegna mikils eldgoss í fjallinu. Eldgosið sendi baneitrað gusthlaup og aurskriður niður fjallið sem umlykti heilu þorpin. Illa gengur að bera kennsl á þau lík sem hafa fundist. Embættismenn í Gvatemala segja 69 hafa látið lífið. Hins vegar er einungis búið að bera kennsl á sautján lík. Það mun vera vegna þess mikla hita sem fylgdi gusthlaupum og hrauni yfir hlíðar eldfjallsins Fuego. Flest líkin eru svo illa brennd að þau eru óþekkjanleg. Hitinn náði allt að 700 gráðum og geta gusthlaup náð allt að 700 kílómetra hraða. Eldgosið kom íbúum héraðsins í opna skjöldu og höfðu flestir lítinn sem engan tíma til að flýja. Í samtali við AP segir Hilda Lopez að móðir hennar og systir séu enn týndar. Þær hafi verið í veislu þar sem verið var að fagna fæðingu barns. Þá hafi nágranni hlaupið inn og sagt þeim að koma út og sjá hraunið sem væri á leið niður fjallið.Móðir hennar komst ekki úr húsinu og hafa margir íbúar svipaðar sögur að segja. Íbúar á svæðinu eru vanir smáum eldgosum, en eldgosið á sunnudaginn kom öllum í opna skjöldu. Þegar yfirvöld gáfu skipun um brottflutning var gusthlaupið þegar búið að ná til fyrstu þorpanna. Samkvæmt BBC hafa mörg fórnarlömb fundist nærri heimilum þeirra, sem gefur til kynna að þau hafi ekki haft tíma til að flýja.Yfirvöld Gvatemala segja að minnst 1,7 milljón manna hafi orðið fyrir áhrifum eldgossins og eru stór landsvæði þakin ösku. Gvatemala Tengdar fréttir Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34 Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Tugir fórust í mannskæðasta eldgosi undanfarinna hundrað ára í Gvatemala. Hundruð hafa slasast og margra er saknað. Forsetinn lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og neyðarástandi í nágrenni við eldfjallið. 5. júní 2018 06:00 Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43 Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Íbúar þorpa í hlíðum eldfjallsins Fuego eru byrjaðir að syrgja þá sem dóu á dögunum vegna mikils eldgoss í fjallinu. Eldgosið sendi baneitrað gusthlaup og aurskriður niður fjallið sem umlykti heilu þorpin. Illa gengur að bera kennsl á þau lík sem hafa fundist. Embættismenn í Gvatemala segja 69 hafa látið lífið. Hins vegar er einungis búið að bera kennsl á sautján lík. Það mun vera vegna þess mikla hita sem fylgdi gusthlaupum og hrauni yfir hlíðar eldfjallsins Fuego. Flest líkin eru svo illa brennd að þau eru óþekkjanleg. Hitinn náði allt að 700 gráðum og geta gusthlaup náð allt að 700 kílómetra hraða. Eldgosið kom íbúum héraðsins í opna skjöldu og höfðu flestir lítinn sem engan tíma til að flýja. Í samtali við AP segir Hilda Lopez að móðir hennar og systir séu enn týndar. Þær hafi verið í veislu þar sem verið var að fagna fæðingu barns. Þá hafi nágranni hlaupið inn og sagt þeim að koma út og sjá hraunið sem væri á leið niður fjallið.Móðir hennar komst ekki úr húsinu og hafa margir íbúar svipaðar sögur að segja. Íbúar á svæðinu eru vanir smáum eldgosum, en eldgosið á sunnudaginn kom öllum í opna skjöldu. Þegar yfirvöld gáfu skipun um brottflutning var gusthlaupið þegar búið að ná til fyrstu þorpanna. Samkvæmt BBC hafa mörg fórnarlömb fundist nærri heimilum þeirra, sem gefur til kynna að þau hafi ekki haft tíma til að flýja.Yfirvöld Gvatemala segja að minnst 1,7 milljón manna hafi orðið fyrir áhrifum eldgossins og eru stór landsvæði þakin ösku.
Gvatemala Tengdar fréttir Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34 Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Tugir fórust í mannskæðasta eldgosi undanfarinna hundrað ára í Gvatemala. Hundruð hafa slasast og margra er saknað. Forsetinn lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og neyðarástandi í nágrenni við eldfjallið. 5. júní 2018 06:00 Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43 Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Hundruð saknað í Gvatemala Ekki er vitað til þess að fleiri hafi dáið í eldgosi í Gvatemala síðan 1912 og hefur Jimmy Morales, forseti landsins, lýst yfir þriggja daga sorgartímabili. 4. júní 2018 10:34
Líklegt að tala látinna hækki eftir versta gosið í rúma öld Tugir fórust í mannskæðasta eldgosi undanfarinna hundrað ára í Gvatemala. Hundruð hafa slasast og margra er saknað. Forsetinn lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og neyðarástandi í nágrenni við eldfjallið. 5. júní 2018 06:00
Minnst 62 látnir eftir eldgos í Gvatemala Í það minnsta 62 eru látnir eftir eldgos í Fuego-fjalli í Gvatemala í nótt, en fjallið er eitt það virkasta í Mið-Ameríku. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu. 4. júní 2018 23:43
Öflugasta eldgos í áratugi Hið minnsta 25 eru látnir eftir eldgos í fjallinu Fuego í Gvatemala. 4. júní 2018 05:43
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“