„Borgarbúar geta treyst því að þær ganga vel og örugglega“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 10:41 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segist vera í góðu yfirlæti í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Vísir/vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að viðræður um myndun meirihluta miði vel áfram. „Borgarbúar geta treyst því að þær [viðræðurnar] ganga vel og örugglega. Við erum bara að þræða okkur í gegnum málefnin. Það í rauninni bara gengur mjög vel. Við fórum af stað í þessar formlegu viðræður eftir að við vorum búin að heyra í öllum oddvitum flestra flokka á báðum vængjum og átta okkur á stöðunni. Við höfðum mikla trú á því hvar samleiðin lægi og hvar ekki áður en við fórum af stað. Þetta gengur bara vel.“ Þórdís Lóa segir að hún hafi rætt við oddvita flestra flokka á báðum vængjum áður en hún ákvað að ganga til viðræðna með Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum.Vísir/vilhelmÞetta sagði Þórdís Lóa sem var í símaviðtali í Bítínu í morgun. Flokkarnir sem eiga í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavík funda áfram í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en Þórdís Lóa segir að þau séu í góðu yfirlæti í skólanum. Fundur hófst klukkan níu í morgun. Í gær voru velferðar-og menntamál á dagskrá auk þess sem þjónustu-og lýðræðismál voru rædd. Þegar Þórdís Lóa er spurð hvort myndun meirihluta með þeim flokkum sem ræða nú saman hafi verið í samræmi við úrslit sveitarstjórnarkosninga svarar Þórdís Lóa:Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Þórhallsdóttir, oddviti Pírata og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm„Já, ég segi nú svo sem ekkert við því annað en bara að þetta er niðurstaðan. Þetta var nú líka niðurstaðan í alþingiskosningunum, við skulum nú ekki gleyma því, það er hálft ár síðan þær voru, og þá var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fór niður um 3,4% og Framsóknarflokkurinn líka en nú eru þessir flokkar í ríkisstjórn,“ segir Þórdís Lóa og bætir við: „Þetta er náttúrulega bara þannig að það er kosið og koma niðurstöður. Við vorum í oddastöðu og fórum yfir þetta landslag allt. Þetta var niðurstaðan að þarna væri málefnunum best varið. Það er niðurstaðan og þá er það væntanlega niðurstaða kosninganna líka.“ Þórdís Lóa segir að flokkarnir ætli að halda áfram að vinna í þeim málaflokkum sem þeir unnu að í gær og halda áfram á þeirri vegferð; „svo leiðir þetta nú bara eitt af öðru en viðræðurnar sjálfar eru algjört trúnaðarmál.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Meirihlutaviðræður halda áfram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Pírata um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg halda áfram í dag og fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 1. júní 2018 10:45 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að viðræður um myndun meirihluta miði vel áfram. „Borgarbúar geta treyst því að þær [viðræðurnar] ganga vel og örugglega. Við erum bara að þræða okkur í gegnum málefnin. Það í rauninni bara gengur mjög vel. Við fórum af stað í þessar formlegu viðræður eftir að við vorum búin að heyra í öllum oddvitum flestra flokka á báðum vængjum og átta okkur á stöðunni. Við höfðum mikla trú á því hvar samleiðin lægi og hvar ekki áður en við fórum af stað. Þetta gengur bara vel.“ Þórdís Lóa segir að hún hafi rætt við oddvita flestra flokka á báðum vængjum áður en hún ákvað að ganga til viðræðna með Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum.Vísir/vilhelmÞetta sagði Þórdís Lóa sem var í símaviðtali í Bítínu í morgun. Flokkarnir sem eiga í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavík funda áfram í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en Þórdís Lóa segir að þau séu í góðu yfirlæti í skólanum. Fundur hófst klukkan níu í morgun. Í gær voru velferðar-og menntamál á dagskrá auk þess sem þjónustu-og lýðræðismál voru rædd. Þegar Þórdís Lóa er spurð hvort myndun meirihluta með þeim flokkum sem ræða nú saman hafi verið í samræmi við úrslit sveitarstjórnarkosninga svarar Þórdís Lóa:Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Þórhallsdóttir, oddviti Pírata og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm„Já, ég segi nú svo sem ekkert við því annað en bara að þetta er niðurstaðan. Þetta var nú líka niðurstaðan í alþingiskosningunum, við skulum nú ekki gleyma því, það er hálft ár síðan þær voru, og þá var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fór niður um 3,4% og Framsóknarflokkurinn líka en nú eru þessir flokkar í ríkisstjórn,“ segir Þórdís Lóa og bætir við: „Þetta er náttúrulega bara þannig að það er kosið og koma niðurstöður. Við vorum í oddastöðu og fórum yfir þetta landslag allt. Þetta var niðurstaðan að þarna væri málefnunum best varið. Það er niðurstaðan og þá er það væntanlega niðurstaða kosninganna líka.“ Þórdís Lóa segir að flokkarnir ætli að halda áfram að vinna í þeim málaflokkum sem þeir unnu að í gær og halda áfram á þeirri vegferð; „svo leiðir þetta nú bara eitt af öðru en viðræðurnar sjálfar eru algjört trúnaðarmál.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Meirihlutaviðræður halda áfram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Pírata um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg halda áfram í dag og fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 1. júní 2018 10:45 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50
Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08
Meirihlutaviðræður halda áfram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Pírata um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg halda áfram í dag og fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 1. júní 2018 10:45