Þriðja skiptið sem Kristján sendir yngsta leikmann allra tíma inn á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2018 10:30 Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV og fyrrum þjálfari Keflavíkur. Vísir/Daníel Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, sendi fjórtán ára strák inná í Pepsi-deild karla í gær og hjálpaði drengnum með því að setja nýtt met. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem Kristján sér til þess að þetta ágæta met fellur. Eyjastrákurinn Eyþór Orri Ómarsson hjá ÍBV var aðeins 14 ára, 10 mánaða og 26 daga gamall þegar hann kom inn á móti KR á Hásteinsvellinum í gærkvöldi. ÍBV vann þá 2-0 sigur á Vesturbæjarliðinu. Eyþór er nú yngsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi. Eyþór Orri bætti þarna met Hilmars Andrew McShane frá árinu 2014 en Hilmar var 15 ára og 56 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir tæpum fjórum árum síðan. Þjálfari Keflavíkurliðsins í þessum leik var einmitt Kristján Guðmundsson. Hilmar sett sitt met í 2-0 sigri Keflavíkur á Víkingi en hann kom inná völlinn á 84. mínútu leiksins. Eyþór Orri kom inná í uppbótartíma í gær. Kristján Guðmundsson átti einnig gamla metið sem Hilmar sló haustið 2014. Sjö árum fyrr hafði Kristján nefnilega sent Sigurberg Elísson inná í leik Keflavíkur og Fylkis. Sigurbergur var þá aðeins 15 ára og 105 daga gamall og bætti um leið þrettán ára met KR-ingsins Árna Inga Pjeturssonar frá 1994. Árni Ingi var 44 dögum eldri en Sigurbergur. Þessir þrír leikmenn Kristjáns, Eyþór Orri, Hilmar og Sigurbergur, sitja nú í þremur efstu sætunum á listanum yfir yngstu leikmenn allra tíma í efstu deild karla í knattspyrnu á Íslandi. Yngstu leikmenn allra tíma í efstu deild karla:14 ára og 330 daga Eyþór Orri Ómarsson ÍBV á móti KR 2018 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 56 daga Hilmar Andrew McShane, Keflavík á móti Víkingi 2014 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 105 daga Sigurbergur Elísson Keflavík á móti Fylki 2007 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 109 daga Sævar Atli Magnússon, Leikni á móti Keflavík 2015 Þjálfarar: Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónsson15 ára og 141 dags Bjartur Bjarni Barkarson, Víkingi Ó. á móti Víkingi R. 2017 Þjálfari: Ejub Purisevic15 ára og 149 daga Árni Ingi Pjetursson, KR á móti Val 1994 Þjálfari: Guðjón Þórðarson Pepsi Max-deild karla Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, sendi fjórtán ára strák inná í Pepsi-deild karla í gær og hjálpaði drengnum með því að setja nýtt met. Þetta var aftur á móti ekki í fyrsta sinn sem Kristján sér til þess að þetta ágæta met fellur. Eyjastrákurinn Eyþór Orri Ómarsson hjá ÍBV var aðeins 14 ára, 10 mánaða og 26 daga gamall þegar hann kom inn á móti KR á Hásteinsvellinum í gærkvöldi. ÍBV vann þá 2-0 sigur á Vesturbæjarliðinu. Eyþór er nú yngsti leikmaður efstu deildar karla frá upphafi. Eyþór Orri bætti þarna met Hilmars Andrew McShane frá árinu 2014 en Hilmar var 15 ára og 56 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir tæpum fjórum árum síðan. Þjálfari Keflavíkurliðsins í þessum leik var einmitt Kristján Guðmundsson. Hilmar sett sitt met í 2-0 sigri Keflavíkur á Víkingi en hann kom inná völlinn á 84. mínútu leiksins. Eyþór Orri kom inná í uppbótartíma í gær. Kristján Guðmundsson átti einnig gamla metið sem Hilmar sló haustið 2014. Sjö árum fyrr hafði Kristján nefnilega sent Sigurberg Elísson inná í leik Keflavíkur og Fylkis. Sigurbergur var þá aðeins 15 ára og 105 daga gamall og bætti um leið þrettán ára met KR-ingsins Árna Inga Pjeturssonar frá 1994. Árni Ingi var 44 dögum eldri en Sigurbergur. Þessir þrír leikmenn Kristjáns, Eyþór Orri, Hilmar og Sigurbergur, sitja nú í þremur efstu sætunum á listanum yfir yngstu leikmenn allra tíma í efstu deild karla í knattspyrnu á Íslandi. Yngstu leikmenn allra tíma í efstu deild karla:14 ára og 330 daga Eyþór Orri Ómarsson ÍBV á móti KR 2018 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 56 daga Hilmar Andrew McShane, Keflavík á móti Víkingi 2014 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 105 daga Sigurbergur Elísson Keflavík á móti Fylki 2007 Þjálfari: Kristján Guðmundsson15 ára og 109 daga Sævar Atli Magnússon, Leikni á móti Keflavík 2015 Þjálfarar: Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónsson15 ára og 141 dags Bjartur Bjarni Barkarson, Víkingi Ó. á móti Víkingi R. 2017 Þjálfari: Ejub Purisevic15 ára og 149 daga Árni Ingi Pjetursson, KR á móti Val 1994 Þjálfari: Guðjón Þórðarson
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira