Sjúklingur í lífshættu segist hafa gleymst Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Sjúklingur í lífshættu upplifði sig afskiptan og fastan í glundroða álags og skipulagsleysis á Hjartagátt landspítalans við Hringbraut í síðustu viku. Fréttablaðið/GVA „Ég hefði þess vegna getað dottið niður dauður hvenær sem var,“ segir hugbúnaðarsérfræðingurinn Birgir Gunnlaugsson, sem kveðst hafa gleymst í lífshættulegu ástandi á hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í síðustu viku. Birgir segir álag og samskiptaleysi starfsfólks vel hafa getað kostað hann lífið. Mál hans er nú til skoðunar innan spítalans en sjálfur hefur hann sent kvörtun til Landlæknis. Birgir var fluttur með sjúkrabíl á hjartagáttina á miðvikudag eftir að hafa leitað á bráðadeild með brjóstverki og mæði en hann hefur glímt við hjartveiki um árabil. Þar var hann tengdur við tæki og tól allan daginn en sendur heim um kvöldið vegna álags og beðinn um að koma daginn eftir í ómskoðun og hugsanlega þræðingu. Á fimmtudagsmorgun kveðst Birgir hafa beðið í eina og hálfa klukkustund eftir ómskoðun en síðan hafi hann setið svo klukkutímum skipti á ganginum að henni lokinni, afskiptur. „Ég fékk hvorki vott né þurrt, ekki meðöl og engar mælingar gerðar. Enginn spurði um líðan mína. Ég gafst upp klukkan 14 og skildi eftir símanúmerið mitt og bað þau um að hringja þegar ákvörðun lægi fyrir um þræðingu.“Sjá einnig: Mannekla veldur kvíða Það var ekki fyrr en hálf tíu um kvöldið sem hringt var í Birgi og hann að sögn beðinn afsökunar á meðferðinni og honum tjáð að hann þyrfti að fara í hjartaþræðingu strax daginn eftir. Í aðgerðinni á föstudagsmorgun kom í ljós að ein slagæðin var 90 prósent lokuð. Ljóst má því vera að tæpt hafi staðið. „Ég held að það sé ekki nokkur leið að útskýra að hverju maður verður vitni að inni á svona deild, hvílíkur glundroði ríkir vegna manneklu og yfirálags. Það er skelfilegt að upplifa þetta,“ segir Birgir sem telur álagið komið úr böndunum. Ólíðandi sé að sjúklingur í lífshættu gleymist vegna skorts á samskiptum starfsfólks og álags. Yfirlæknir hjartagáttarinnar, Karl Andersen, kvaðst í samtali við Fréttablaðið í gær ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Málinu væri ekki lokið innan spítalans en vissulega væri mikið álag á deildinni. Greint var frá því í vikunni að hjartagáttinni verður lokað í mánuð í sumar, fyrst og fremst vegna skorts á hjúkrunarfræðingum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
„Ég hefði þess vegna getað dottið niður dauður hvenær sem var,“ segir hugbúnaðarsérfræðingurinn Birgir Gunnlaugsson, sem kveðst hafa gleymst í lífshættulegu ástandi á hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í síðustu viku. Birgir segir álag og samskiptaleysi starfsfólks vel hafa getað kostað hann lífið. Mál hans er nú til skoðunar innan spítalans en sjálfur hefur hann sent kvörtun til Landlæknis. Birgir var fluttur með sjúkrabíl á hjartagáttina á miðvikudag eftir að hafa leitað á bráðadeild með brjóstverki og mæði en hann hefur glímt við hjartveiki um árabil. Þar var hann tengdur við tæki og tól allan daginn en sendur heim um kvöldið vegna álags og beðinn um að koma daginn eftir í ómskoðun og hugsanlega þræðingu. Á fimmtudagsmorgun kveðst Birgir hafa beðið í eina og hálfa klukkustund eftir ómskoðun en síðan hafi hann setið svo klukkutímum skipti á ganginum að henni lokinni, afskiptur. „Ég fékk hvorki vott né þurrt, ekki meðöl og engar mælingar gerðar. Enginn spurði um líðan mína. Ég gafst upp klukkan 14 og skildi eftir símanúmerið mitt og bað þau um að hringja þegar ákvörðun lægi fyrir um þræðingu.“Sjá einnig: Mannekla veldur kvíða Það var ekki fyrr en hálf tíu um kvöldið sem hringt var í Birgi og hann að sögn beðinn afsökunar á meðferðinni og honum tjáð að hann þyrfti að fara í hjartaþræðingu strax daginn eftir. Í aðgerðinni á föstudagsmorgun kom í ljós að ein slagæðin var 90 prósent lokuð. Ljóst má því vera að tæpt hafi staðið. „Ég held að það sé ekki nokkur leið að útskýra að hverju maður verður vitni að inni á svona deild, hvílíkur glundroði ríkir vegna manneklu og yfirálags. Það er skelfilegt að upplifa þetta,“ segir Birgir sem telur álagið komið úr böndunum. Ólíðandi sé að sjúklingur í lífshættu gleymist vegna skorts á samskiptum starfsfólks og álags. Yfirlæknir hjartagáttarinnar, Karl Andersen, kvaðst í samtali við Fréttablaðið í gær ekki geta tjáð sig um einstaka mál. Málinu væri ekki lokið innan spítalans en vissulega væri mikið álag á deildinni. Greint var frá því í vikunni að hjartagáttinni verður lokað í mánuð í sumar, fyrst og fremst vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Mannekla veldur kvíða Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. 2. júní 2018 07:00