Mannekla veldur kvíða Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. júní 2018 07:00 Anna Kristine Magnúsdóttir, blaðamaður og kattavinur, segir stöðuna í manneklu heimahjúkrunar alvarlega fyrir fólk eins og hana. Fréttablaðið/Anton Brink Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. „Þetta er skelfileg aðstaða og ég kvíði mjög sumrinu,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir um fyrirsjáanlegan samdrátt í þjónustu við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í Reykjavík í sumar. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hefur illa gengið að manna stöður og skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum með tilheyrandi lokunum á deildum á borð við Hjartagáttina geri ástandið illt verra. Anna kveðst hafa fengið bréf frá þjónustumiðstöð sinni, Laugardal og Háaleiti, í gær þar sem boðað var að dregið yrði úr þjónustu. Hún eigi að vera í hjartabilunareftirliti en nú sé svo komið að hún fái ekki heimahjúkrun daglega, aðeins hjúkrunarfræðing á föstudögum og ófaglærðir félagsliðar taki til lyfin hennar. „Ég þurfti að fá lánaðan súrefnismettunarmæli, og þeir geta bara ómögulega mannað stöðurnar. Fólk á örorku- og ellilífeyri hefur ekki efni á að skipta við Sinnum. Þetta er alvarleg staða, og mun alvarlegri en forsvarsmenn hafa látið í veðri vaka. Hjartagáttin verður lokuð í sumar þannig að maður verður skilinn eftir í lausu lofti,“ segir Anna. Hún krefst þess að ríkið fari að greiða fólki mannsæmandi laun svo hægt verði að manna þessar mikilvægu stöður. „Staðan er slæm alls staðar í borginni, eins og á spítölum þar sem fást ekki starfsmenn í sumarafleysingar,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis. Sigtryggur bendir á, líkt og Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sagði í Fréttablaðinu í vikunni, að þetta sé ekki fyrsta sumarið þar sem svona staða hafi komið upp. Sigtryggur bendir á að þetta hafi verið svona í fyrrasumar einnig. Aðspurður um það að ófaglærðir félagsliðar skuli sjá um lyfjaskömmtun segir Sigtryggur að allt sé gert til að reyna að halda uppi þjónustu. „Þó svo að þetta sé staðan er brugðist við akút þörf og það er fólk úti um allan bæ sem þarf aðstoð við lyfjaskömmtun. Ef svo er þá er þessu stýrt af fagfólki og ég geri fastlega ráð fyrir að farið hafi verið í gegnum hvernig að þessu er staðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Alvarleg staða er komin upp í heimahjúkrun í Reykjavík þar sem illa hefur gengið að manna stöður fyrir sumarið. Fólki tilkynnt um minni stuðning. „Þetta er skelfileg aðstaða og ég kvíði mjög sumrinu,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir um fyrirsjáanlegan samdrátt í þjónustu við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu í Reykjavík í sumar. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um hefur illa gengið að manna stöður og skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum með tilheyrandi lokunum á deildum á borð við Hjartagáttina geri ástandið illt verra. Anna kveðst hafa fengið bréf frá þjónustumiðstöð sinni, Laugardal og Háaleiti, í gær þar sem boðað var að dregið yrði úr þjónustu. Hún eigi að vera í hjartabilunareftirliti en nú sé svo komið að hún fái ekki heimahjúkrun daglega, aðeins hjúkrunarfræðing á föstudögum og ófaglærðir félagsliðar taki til lyfin hennar. „Ég þurfti að fá lánaðan súrefnismettunarmæli, og þeir geta bara ómögulega mannað stöðurnar. Fólk á örorku- og ellilífeyri hefur ekki efni á að skipta við Sinnum. Þetta er alvarleg staða, og mun alvarlegri en forsvarsmenn hafa látið í veðri vaka. Hjartagáttin verður lokuð í sumar þannig að maður verður skilinn eftir í lausu lofti,“ segir Anna. Hún krefst þess að ríkið fari að greiða fólki mannsæmandi laun svo hægt verði að manna þessar mikilvægu stöður. „Staðan er slæm alls staðar í borginni, eins og á spítölum þar sem fást ekki starfsmenn í sumarafleysingar,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis. Sigtryggur bendir á, líkt og Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, sagði í Fréttablaðinu í vikunni, að þetta sé ekki fyrsta sumarið þar sem svona staða hafi komið upp. Sigtryggur bendir á að þetta hafi verið svona í fyrrasumar einnig. Aðspurður um það að ófaglærðir félagsliðar skuli sjá um lyfjaskömmtun segir Sigtryggur að allt sé gert til að reyna að halda uppi þjónustu. „Þó svo að þetta sé staðan er brugðist við akút þörf og það er fólk úti um allan bæ sem þarf aðstoð við lyfjaskömmtun. Ef svo er þá er þessu stýrt af fagfólki og ég geri fastlega ráð fyrir að farið hafi verið í gegnum hvernig að þessu er staðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira