Ferð Elizu Reid til Rússlands greidd af skrifstofu forseta Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. júní 2018 11:54 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú á góðri stundu. vísir/ernir Ferð Elizu Reid forsetafrúar til Moskvu á leik Íslands gegn Argentínu á morgun er kostuð af embætti forseta Íslands. Ferðin er hluti af verkefni og verksviði hennar sem forsetafrú. Þrátt fyrir það lítur forsetaembættið svo á að hún sé ekki á leiknum sem opinber embættismaður. Þetta kemur fram í skriflegu svari skrifstofu foretans við fyrirspurn fréttastofu. „Eliza Reid er ekki embættismaður, fer ekki til Rússlands í opinberum erindagjörðum og mun ekki eiga fundi með þarlendum ráðamönnum. Ferð hennar fellur hins vegar undir verkefni hennar og verksvið sem forsetafrú, meðal annars átakið “Team Iceland”. För hennar er því greidd af skrifstofu forseta Íslands eins og gildir um aðrar utanlandsferðir af svipuðu tagi,“ segir í svari skrifstofu forseta vði fyrirspurn fréttastofu. Þá er tekið fram að tveir eldri drengir forsetahjónanna munu einnig fylgjast með leik Íslands og Argentínu í Moskvu og greiða forsetahjónin kostnað af ferð þeirra.Forsetinn fer ekki að gamni sínu Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun sniðganga HM líkt og aðrir ráðamenn. Hann sagði í viðtali við Vísi fyrir skemmstu að þó hann njóti ferðafrelsis þegar um íþróttaviðburði er að ræða, þá gangi hann ekki gegn vilja ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis að gamni sínu með því að mæta á HM í Rússlandi. Í tilkynningu frá ríkisstjórn Íslands í mars síðastliðnum kom fram að sú afstaða að íslenskir ráðamenn yrðu ekki viðstaddir HM í Rússlandi væri liður í þátttöku í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásarinnar sem er talin alvarlegt brot á alþjóðlögum og ógnun við öryggi og frið í Evrópu. Er það gert til að mótmæla eiturárás Rússa í breska bænum Salisbury en árásin beindist gegn Sergei Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum, og dóttur hans. HM 2018 í Rússlandi Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Eliza verður á leik Íslands og Argentínu á meðan Guðni verður á Hrafnseyri Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heldur hátíðarræðu á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands laugardaginn 16. júní næstkomandi. 14. júní 2018 16:08 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Guðni forseti horfir á leikinn gegn Argentínu á Hrafnseyri Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, spáir Íslandi góðu gengi á HM í sumar og mun horfa á fyrsta leikinn á Hrafnseyri. 4. júní 2018 18:15 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Ferð Elizu Reid forsetafrúar til Moskvu á leik Íslands gegn Argentínu á morgun er kostuð af embætti forseta Íslands. Ferðin er hluti af verkefni og verksviði hennar sem forsetafrú. Þrátt fyrir það lítur forsetaembættið svo á að hún sé ekki á leiknum sem opinber embættismaður. Þetta kemur fram í skriflegu svari skrifstofu foretans við fyrirspurn fréttastofu. „Eliza Reid er ekki embættismaður, fer ekki til Rússlands í opinberum erindagjörðum og mun ekki eiga fundi með þarlendum ráðamönnum. Ferð hennar fellur hins vegar undir verkefni hennar og verksvið sem forsetafrú, meðal annars átakið “Team Iceland”. För hennar er því greidd af skrifstofu forseta Íslands eins og gildir um aðrar utanlandsferðir af svipuðu tagi,“ segir í svari skrifstofu forseta vði fyrirspurn fréttastofu. Þá er tekið fram að tveir eldri drengir forsetahjónanna munu einnig fylgjast með leik Íslands og Argentínu í Moskvu og greiða forsetahjónin kostnað af ferð þeirra.Forsetinn fer ekki að gamni sínu Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun sniðganga HM líkt og aðrir ráðamenn. Hann sagði í viðtali við Vísi fyrir skemmstu að þó hann njóti ferðafrelsis þegar um íþróttaviðburði er að ræða, þá gangi hann ekki gegn vilja ríkisstjórnar og meirihluta Alþingis að gamni sínu með því að mæta á HM í Rússlandi. Í tilkynningu frá ríkisstjórn Íslands í mars síðastliðnum kom fram að sú afstaða að íslenskir ráðamenn yrðu ekki viðstaddir HM í Rússlandi væri liður í þátttöku í samstilltum aðgerðum vestrænna ríkja vegna efnavopnaárásarinnar sem er talin alvarlegt brot á alþjóðlögum og ógnun við öryggi og frið í Evrópu. Er það gert til að mótmæla eiturárás Rússa í breska bænum Salisbury en árásin beindist gegn Sergei Skrípal, rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum, og dóttur hans.
HM 2018 í Rússlandi Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Eliza verður á leik Íslands og Argentínu á meðan Guðni verður á Hrafnseyri Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heldur hátíðarræðu á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands laugardaginn 16. júní næstkomandi. 14. júní 2018 16:08 Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00 Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45 Guðni forseti horfir á leikinn gegn Argentínu á Hrafnseyri Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, spáir Íslandi góðu gengi á HM í sumar og mun horfa á fyrsta leikinn á Hrafnseyri. 4. júní 2018 18:15 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Eliza verður á leik Íslands og Argentínu á meðan Guðni verður á Hrafnseyri Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heldur hátíðarræðu á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar forseta, í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands laugardaginn 16. júní næstkomandi. 14. júní 2018 16:08
Aðgerðir Íslendinga gegn Rússum í samræmi við stærð ríkisins Tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum hefur verið slegið á frest ótímabundið og íslenskir ráðamenn munu ekki ferðast á heimsmeistaramótið í Rússlandi á sumri komanda. 27. mars 2018 06:00
Engum vísað úr landi en ráðamenn fara ekki á HM í Rússlandi Íslensk stjórnvöld hafa frestað um óákveðinn tíma öllum tvíhliða fundum með rússneskum ráðamönnum og háttsettum embættismönnum. Þá munu íslenskir ráðamenn ekki sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu Rússlandi á komandi sumri. 26. mars 2018 17:45
Guðni forseti horfir á leikinn gegn Argentínu á Hrafnseyri Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, spáir Íslandi góðu gengi á HM í sumar og mun horfa á fyrsta leikinn á Hrafnseyri. 4. júní 2018 18:15