Kvarta undan herferð Félags garðyrkjumanna Sveinn Arnarsson skrifar 15. júní 2018 06:00 Skjáskot úr umtalaðri auglýsingu Félags garðyrkjumanna. Innfluttu grænmeti var ekki gert hátt undir höfði. auglýsing félags garðyrkjumanna Innnes hefur sent inn kvörtun til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Félags garðyrkjumanna þar sem borið er saman innflutt grænmeti og innlent. Telur Innnes auglýsingarnar brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Félag garðyrkjumanna hóf auglýsingaherferð sína um svipað leyti og landsmenn sátu límdir við sjónvarpstækin uppteknir af því að horfa á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Auglýsingarnar vöktu nokkra athygli þar sem kona sést ganga í kjörbúð og taka upp innflutta agúrku. Þegar konan bar agúrkuna að eyra sínu mátti heyra sturtað niður úr klósetti. Síðar bar konan íslenska agúrku að eyra sér og heyrði þá í íslenskri náttúru. Við þetta er Innnes ekki sátt. „Þarna er verið að bera saman innflutt og innlent grænmeti og ýjað að því að allt innflutt grænmeti sé ræktað með óheilnæmu vatni og á versta veg en mikil gæði séu á bak við það innlenda,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness. „Þegar samanburðarauglýsingar eru annars vegar verða menn að hafa rökstuðning fyrir samanburðinum. Í þessu dæmi er ekki hægt að benda á neitt.“ Innnes kaupir mikið af grænmeti frá Félagi garðyrkjumanna en flytur einnig inn grænmeti og ávexti. „Við kaupum innlenda framleiðslu af því að við vitum að hún er góð. Einnig flytjum við inn mikið magn frá framleiðendum sem við skoðum og tökum út gæðin hjá,“ segir Magnús Óli.Hvað með Ara Eldjárn? Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjumanna, segir það hafa komið sér og félaginu á óvart að kvörtun hafi borist. „Við lögðum upp með nokkra lykilþætti sem er aðgengi að hreinu vatni, nálægð við markaðinn og kolefnisfótspor matvælanna sem og vinnuréttarsjónarmið. Hér eru greidd rétt laun fyrir vinnuna,“ segir Gunnlaugur. „Við vildum hafa þetta skemmtilegt og húmor í þessu. En samkvæmt þessu hafa ekki allir húmor fyrir þessu. Erum við komin á þann stað að ekkert megi segja? Við erum ekki að skaða neinn heldur aðeins vekja umræðu um mikilvæga þætti.“ Gunnlaugur bætir við að húmor sé nú ekki refsiverður. „Ef við megum ekki hafa húmor á þá að henda Mið-Íslandi og Ara Eldjárn í fangelsi?“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Innnes hefur sent inn kvörtun til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Félags garðyrkjumanna þar sem borið er saman innflutt grænmeti og innlent. Telur Innnes auglýsingarnar brjóta í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Félag garðyrkjumanna hóf auglýsingaherferð sína um svipað leyti og landsmenn sátu límdir við sjónvarpstækin uppteknir af því að horfa á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Auglýsingarnar vöktu nokkra athygli þar sem kona sést ganga í kjörbúð og taka upp innflutta agúrku. Þegar konan bar agúrkuna að eyra sínu mátti heyra sturtað niður úr klósetti. Síðar bar konan íslenska agúrku að eyra sér og heyrði þá í íslenskri náttúru. Við þetta er Innnes ekki sátt. „Þarna er verið að bera saman innflutt og innlent grænmeti og ýjað að því að allt innflutt grænmeti sé ræktað með óheilnæmu vatni og á versta veg en mikil gæði séu á bak við það innlenda,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness. „Þegar samanburðarauglýsingar eru annars vegar verða menn að hafa rökstuðning fyrir samanburðinum. Í þessu dæmi er ekki hægt að benda á neitt.“ Innnes kaupir mikið af grænmeti frá Félagi garðyrkjumanna en flytur einnig inn grænmeti og ávexti. „Við kaupum innlenda framleiðslu af því að við vitum að hún er góð. Einnig flytjum við inn mikið magn frá framleiðendum sem við skoðum og tökum út gæðin hjá,“ segir Magnús Óli.Hvað með Ara Eldjárn? Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Félags garðyrkjumanna, segir það hafa komið sér og félaginu á óvart að kvörtun hafi borist. „Við lögðum upp með nokkra lykilþætti sem er aðgengi að hreinu vatni, nálægð við markaðinn og kolefnisfótspor matvælanna sem og vinnuréttarsjónarmið. Hér eru greidd rétt laun fyrir vinnuna,“ segir Gunnlaugur. „Við vildum hafa þetta skemmtilegt og húmor í þessu. En samkvæmt þessu hafa ekki allir húmor fyrir þessu. Erum við komin á þann stað að ekkert megi segja? Við erum ekki að skaða neinn heldur aðeins vekja umræðu um mikilvæga þætti.“ Gunnlaugur bætir við að húmor sé nú ekki refsiverður. „Ef við megum ekki hafa húmor á þá að henda Mið-Íslandi og Ara Eldjárn í fangelsi?“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira