„Ég veit ekkert um hvað sýningin fjallar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júní 2018 16:45 Murray velti fyrir sér fatavali kvöldsins þar sem hann kynnti sér aðstæður í Eldborg í kvöld en hvort hann verði með Íslandshúfuna er óljóst. vísir/egill Það er óhætt að segja að kvikmyndaleikarinn Bill Murray fari sínar eigin leiðir. Hann heldur sýningu í Hörpu í kvöld í tengslum við Listahátíð í Reykjavík ásamt hópi klassískra tónlistarmanna úr fremstu röð á heimsvísu. „Ég veit ekkert um hvað sýningin fjallar, ég get eiginlega ekki svarað því hvernig sýning þetta er,“ segir Murray, spurður við hverju áhorfendur megi búast. „Þeir sem halda að þeir viti við hverju þeir eigi að búast munu hafa rangt fyrir sér,“ bætir hann við en lofar þó góðri skemmtun enda um áhugaverða blöndu klassískrar tónlistar, leikhúss og kvikmyndaleiks að ræða og bókmenntir tvinnast með vissum hætti einnig inn í sýninguna. Þegar fréttamann bar að garði á æfingu í Eldborgarsal Hörpu í dag var Murray að kynna sér aðstæður í salnum og spígsporaði um svalir tónleikasalsins og kannaði hljómburðinn og velti fyrir sér fatavali fyrir sýningu kvöldsins. Hann kveðst hrifinn af Íslandi en hingað til hefur staðið upp úr að smakka hval að sögn Murray. Nánar verður rætt við Bill Murray og sellóleikarann Jan Vogler í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Það er óhætt að segja að kvikmyndaleikarinn Bill Murray fari sínar eigin leiðir. Hann heldur sýningu í Hörpu í kvöld í tengslum við Listahátíð í Reykjavík ásamt hópi klassískra tónlistarmanna úr fremstu röð á heimsvísu. „Ég veit ekkert um hvað sýningin fjallar, ég get eiginlega ekki svarað því hvernig sýning þetta er,“ segir Murray, spurður við hverju áhorfendur megi búast. „Þeir sem halda að þeir viti við hverju þeir eigi að búast munu hafa rangt fyrir sér,“ bætir hann við en lofar þó góðri skemmtun enda um áhugaverða blöndu klassískrar tónlistar, leikhúss og kvikmyndaleiks að ræða og bókmenntir tvinnast með vissum hætti einnig inn í sýninguna. Þegar fréttamann bar að garði á æfingu í Eldborgarsal Hörpu í dag var Murray að kynna sér aðstæður í salnum og spígsporaði um svalir tónleikasalsins og kannaði hljómburðinn og velti fyrir sér fatavali fyrir sýningu kvöldsins. Hann kveðst hrifinn af Íslandi en hingað til hefur staðið upp úr að smakka hval að sögn Murray. Nánar verður rætt við Bill Murray og sellóleikarann Jan Vogler í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bill Murray í Reykjavík að undirbúa sig fyrir kvöldið Kvikmyndaleikarinn Bill Murrey kemur fram á Listahátíð í Reykjavík. 14. júní 2018 11:30