Niðurlægður í Krónunni og krefst betra aðgengis að salerni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júní 2018 06:00 Maðurinn fékk ekki aðgang að salerni Krónunnar. Vísir/heiða Karlmaður með sjúkdóminn sáraristilbólgu (e. colitis) kallar eftir því að stjórnvöld útbúi skírteini fyrir þá sem glíma við hann eða sambærilega kvilla. Skírteinið myndi veita sjúklingum forgang á salerni hvar sem þeir eru staddir. Maðurinn lenti í því í vikunni að kúka á sig eftir að starfsfólk Krónunnar í Nóatúni neitaði honum um aðgang að salerni í húsinu. „Þetta var eins niðurlægjandi og það getur orðið. Þegar svona gerist verður maður alveg pínulítill,“ segir maðurinn við Fréttablaðið en í ljósi atvika málsins kaus hann að segja ekki frá atvikinu undir nafni. Einkenni sáraristilbólgu og Crohn’s sjúkdómsins eru um margt lík. Sjúkdómarnir eru langvinnir og herja yfirleitt á neðri hluta þarmanna og ristilsins. Einkennin eru tíðar og óvæntar salernisferðir. Oft valda bólgurnar blæðingum og því vill vallgangurinn oft verða blandaður blóði. Í alvarlegustu tilfellunum skilar líkaminn nær eingöngu blóði af sér. Sjúkdómarnir eru ólæknandi en möguleiki getur verið að draga úr einkennum með breyttu mataræði. „Sem stendur er ég meðhöndlaður með sex tegundum lyfja sem halda þessu örlítið í skefjum. Þegar ég var sem verstur var ég að fara á klósettið upp undir tuttugu sinnum á dag. Blóð og alls konar viðbjóður fylgdi þessu,“ segir maðurinn. Það sem hafi verkað best á hann sé hampolía en hún sé ólögleg hér á landi. Þau skipti sem hann hafi reynt að útvega sér slíka hafi sendingarnar verið stöðvaðar af tollyfirvöldum. Hann segir sögu sína ekki vera einsdæmi. Fleiri en hann hafi lent í því að verða brátt í brók á almannafæri eða í verslun. Í einhverjum tilfellum hafi umráðamenn salerna neitað fólki um notkun þeirra og þá sé lítið við því að gera. Náttúran og sjúkdómurinn hafi sinn gang.„Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég hef lent í sambærilegum aðstæðum. Niðurlægingin og reiðin er slík að maður krypplast eiginlega.“ „En hlutirnir lagast ekki nema þeir séu ræddir svo það verður einhver að taka það á sig,“ segir maðurinn. Að sögn mannsins eru samtök þeirra sem sambærilega sjúkdóma hafa frekar máttlaus. Flestir starfi þar í sjálfboðavinnu. „Í Bretlandi hefur sú leið verið farin að prenta út skírteini fyrir fólk í þessari aðstöðu. Skírteinið veitir því í raun forgang á salerni og biður umráðamann þeirra, til að mynda í verslunum, vinsamlegast um að hleypa viðkomandi á klósettið. Það ætti ekki að vera mikið mál að framkvæma slíkt hér á landi,“ segir maðurinn Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
Karlmaður með sjúkdóminn sáraristilbólgu (e. colitis) kallar eftir því að stjórnvöld útbúi skírteini fyrir þá sem glíma við hann eða sambærilega kvilla. Skírteinið myndi veita sjúklingum forgang á salerni hvar sem þeir eru staddir. Maðurinn lenti í því í vikunni að kúka á sig eftir að starfsfólk Krónunnar í Nóatúni neitaði honum um aðgang að salerni í húsinu. „Þetta var eins niðurlægjandi og það getur orðið. Þegar svona gerist verður maður alveg pínulítill,“ segir maðurinn við Fréttablaðið en í ljósi atvika málsins kaus hann að segja ekki frá atvikinu undir nafni. Einkenni sáraristilbólgu og Crohn’s sjúkdómsins eru um margt lík. Sjúkdómarnir eru langvinnir og herja yfirleitt á neðri hluta þarmanna og ristilsins. Einkennin eru tíðar og óvæntar salernisferðir. Oft valda bólgurnar blæðingum og því vill vallgangurinn oft verða blandaður blóði. Í alvarlegustu tilfellunum skilar líkaminn nær eingöngu blóði af sér. Sjúkdómarnir eru ólæknandi en möguleiki getur verið að draga úr einkennum með breyttu mataræði. „Sem stendur er ég meðhöndlaður með sex tegundum lyfja sem halda þessu örlítið í skefjum. Þegar ég var sem verstur var ég að fara á klósettið upp undir tuttugu sinnum á dag. Blóð og alls konar viðbjóður fylgdi þessu,“ segir maðurinn. Það sem hafi verkað best á hann sé hampolía en hún sé ólögleg hér á landi. Þau skipti sem hann hafi reynt að útvega sér slíka hafi sendingarnar verið stöðvaðar af tollyfirvöldum. Hann segir sögu sína ekki vera einsdæmi. Fleiri en hann hafi lent í því að verða brátt í brók á almannafæri eða í verslun. Í einhverjum tilfellum hafi umráðamenn salerna neitað fólki um notkun þeirra og þá sé lítið við því að gera. Náttúran og sjúkdómurinn hafi sinn gang.„Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég hef lent í sambærilegum aðstæðum. Niðurlægingin og reiðin er slík að maður krypplast eiginlega.“ „En hlutirnir lagast ekki nema þeir séu ræddir svo það verður einhver að taka það á sig,“ segir maðurinn. Að sögn mannsins eru samtök þeirra sem sambærilega sjúkdóma hafa frekar máttlaus. Flestir starfi þar í sjálfboðavinnu. „Í Bretlandi hefur sú leið verið farin að prenta út skírteini fyrir fólk í þessari aðstöðu. Skírteinið veitir því í raun forgang á salerni og biður umráðamann þeirra, til að mynda í verslunum, vinsamlegast um að hleypa viðkomandi á klósettið. Það ætti ekki að vera mikið mál að framkvæma slíkt hér á landi,“ segir maðurinn
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hljóp á sig Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira