Alvogen heitir á landsliðið og skorar á fleiri fyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 13. júní 2018 15:45 Bergsteinn Jónsson og Róbert Wessman. Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur heitið milljón króna til UNICEF á Íslandi fyrir hvert mark sem karlalandslið Íslands skorar á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. Þá hefur fyrirtækið skorað á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama og hafa fyrirtækin Norðurál, Vörður og Alvotech svarað kallinu. Norðurál heitir 500 þúsund krónum yfir hvert mark og Vörður og Alvotech 250 þúsund krónum. Fyrsta mark Íslands á HM mun því leiða til þess að tvær milljónir króna renna í barnvæn svæði UNICEF. UNICEF á Íslandi mun nýta áheitin til að útvega leikjakassa (e. Recreational kits) sem notaðir eru á barnvænum svæðum í flóttamannabúðum og á hamfarasvæðum víða um heim. Áður en flautað verður til leiks á laugardaginn hefur Alvogen heitið að lágmarki þremur milljónum króna á landsliðið. Fyrir eina milljón er hægt að útvega 50 leikjakassa sem nýtast munu fyrir þúsundir barna.UNICEF á Íslandi mun nýta áheitin til að útvega leikjakassa (e. Recreational kits) sem notaðir eru á barnvænum svæðum í flóttamannabúðum og á hamfarasvæðum víða um heim.„Alvogen vill með þessu leggja sitt af mörkum við að tryggja að börn fái að vera börn. Öll börn eiga rétt á að þroskast og læra í gegnum leik og tómstundir og barnvænu svæðin eru mikilvægur staður þar sem börn geta fundið öryggi og stuðning á erfiðum tímum,“, segir Róbert Wessman, forstjóri Alvogen í tilkynningu. Leikjakassinn inniheldur fótbolta, ýmis leikföng, skólatöskur og námsgögn. Slíkir kassar eru notaðir á barnvænum svæðum UNICEF um allan heim, meðal annars í flóttamannabúðum fyrir Rohyngja í Bangladess, fyrir börn á flótta frá Sýrlandi og í Jemen. Á barnvænu svæðunum geta börn haldið menntun sinni áfram, leikið sér og fengið sálrænan stuðning til að vinna úr áföllum sínum. „Þetta samstarf mun hafa jákvæð áhrif á líf þúsunda barna og styðja við réttindi þeirra til að stunda íþróttir og tómstundir og gera þeim kleift að fá að vera börn. UNICEF vinnur að velferð og réttindum barna í öllum þeim löndum sem eiga fulltrúa á HM,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur heitið milljón króna til UNICEF á Íslandi fyrir hvert mark sem karlalandslið Íslands skorar á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. Þá hefur fyrirtækið skorað á önnur fyrirtæki að gera slíkt hið sama og hafa fyrirtækin Norðurál, Vörður og Alvotech svarað kallinu. Norðurál heitir 500 þúsund krónum yfir hvert mark og Vörður og Alvotech 250 þúsund krónum. Fyrsta mark Íslands á HM mun því leiða til þess að tvær milljónir króna renna í barnvæn svæði UNICEF. UNICEF á Íslandi mun nýta áheitin til að útvega leikjakassa (e. Recreational kits) sem notaðir eru á barnvænum svæðum í flóttamannabúðum og á hamfarasvæðum víða um heim. Áður en flautað verður til leiks á laugardaginn hefur Alvogen heitið að lágmarki þremur milljónum króna á landsliðið. Fyrir eina milljón er hægt að útvega 50 leikjakassa sem nýtast munu fyrir þúsundir barna.UNICEF á Íslandi mun nýta áheitin til að útvega leikjakassa (e. Recreational kits) sem notaðir eru á barnvænum svæðum í flóttamannabúðum og á hamfarasvæðum víða um heim.„Alvogen vill með þessu leggja sitt af mörkum við að tryggja að börn fái að vera börn. Öll börn eiga rétt á að þroskast og læra í gegnum leik og tómstundir og barnvænu svæðin eru mikilvægur staður þar sem börn geta fundið öryggi og stuðning á erfiðum tímum,“, segir Róbert Wessman, forstjóri Alvogen í tilkynningu. Leikjakassinn inniheldur fótbolta, ýmis leikföng, skólatöskur og námsgögn. Slíkir kassar eru notaðir á barnvænum svæðum UNICEF um allan heim, meðal annars í flóttamannabúðum fyrir Rohyngja í Bangladess, fyrir börn á flótta frá Sýrlandi og í Jemen. Á barnvænu svæðunum geta börn haldið menntun sinni áfram, leikið sér og fengið sálrænan stuðning til að vinna úr áföllum sínum. „Þetta samstarf mun hafa jákvæð áhrif á líf þúsunda barna og styðja við réttindi þeirra til að stunda íþróttir og tómstundir og gera þeim kleift að fá að vera börn. UNICEF vinnur að velferð og réttindum barna í öllum þeim löndum sem eiga fulltrúa á HM,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Sjá meira