HM 2026 verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. júní 2018 10:59 Vísir/getty Heimsmeistaramótið árið 2026 verður haldið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Kosið var á þingi FIFA í Moskvu í dag. Valið var á milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada eða Morokkó og vann sameiginlegt framboð Norður-Ameríku örugglega með 67 prósent atkvæðanna eða 134 af 203. Morokkó fékk 65 atkvæði. 48 þáttökuþjóðir munu taka þátt í lokakeppni HM 2026 og munu leikirnir fara fram í 16 borgum í löndunum þremur. Þjóðirnar þrjár ætla í fyrsta skipti að skipta út einum opnunarleik fyrir þrjá, einn í hverju landi. Framboð þeirra var undir slagorðinu „fótbolti fyrir alla“ og snérist mikið um sameiningu allra þjóðflokka og þjóðerna og allir væru velkomnir saman til Norður-Ameríku. Þá var spáð að HM 2026 skili 11 milljörðum dollara í gróða fyrir alþjóða knattspyrnusambandið. Áhættan við lokakeppni í Norður-Ameríku var mun minni en í Morokkó og þarf til dæmis ekki að byggja einn einasta leikvang frá grunni heldur aðeins endurgera sjö þeirra. Þegar árið 2026 gengur í garð verða 32 ár síðan HM var síðast í Norður-Ameríku, í Bandaríkjunum 1994. Í millitíðinni hefur HM verið haldið í öllum öðrum heimsálfum, í sumum oftar en einu sinni. Fulltrúar KSÍ á þinginu kusu sameinaða framboð Norður-Ameríku þjóðarinnar. Íran var eina þjóðin sem kaus hvorugt framboðið. Allar Norðurlandaþjóðirnar völdu sameinaða framboðið. Niðurstöður kosningarinnar má sjá í heild sinni hér. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir 48 liða HM í Katar 2022? Suður-ameríska knattspyrnusambandið sendi í vikunni fyrirspurn á FIFA um að taka upp 48 liða HM í Katar 2022 en áætlun FIFA um að stækka mótið átti að taka gildi síðar. 13. apríl 2018 07:00 Umsókn Morokkó um HM 2026 staðfest │Kosið 13. júní Umsókn Morokkó um að halda HM 2026 í fótbolta hefur staðist skoðun FIFA og mun keppa við umsókn Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó þrátt fyrir að teljast áhættusöm í þremur flokkum mats FIFA. 2. júní 2018 09:45 Skora á KSÍ að greiða ekki atkvæði með HM í Marokkó Vinafélag Vestur-Sahara hvetur Knattspyrnusamband Íslands til þess að styðja ekki umsókn Marokkó um að halda HM í knattspyrnu árið 2026. 4. maí 2018 08:26 Er Trump að skemma fyrir HM-umsókn Bandaríkjamanna? Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í umræðuna um HM 2026 í gærkvöld en Bandaríkjamenn vilja halda keppnina með Kanada og Mexíkó. 27. apríl 2018 11:00 Blatter: HM á að vera í einu landi Þó svo Sepp Blatter sé horfinn á braut frá FIFA þá er hann enn duglegur við að koma sínum hugmyndum á framfæri við knattspyrnuheiminn. 9. maí 2018 14:30 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Heimsmeistaramótið árið 2026 verður haldið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Kosið var á þingi FIFA í Moskvu í dag. Valið var á milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada eða Morokkó og vann sameiginlegt framboð Norður-Ameríku örugglega með 67 prósent atkvæðanna eða 134 af 203. Morokkó fékk 65 atkvæði. 48 þáttökuþjóðir munu taka þátt í lokakeppni HM 2026 og munu leikirnir fara fram í 16 borgum í löndunum þremur. Þjóðirnar þrjár ætla í fyrsta skipti að skipta út einum opnunarleik fyrir þrjá, einn í hverju landi. Framboð þeirra var undir slagorðinu „fótbolti fyrir alla“ og snérist mikið um sameiningu allra þjóðflokka og þjóðerna og allir væru velkomnir saman til Norður-Ameríku. Þá var spáð að HM 2026 skili 11 milljörðum dollara í gróða fyrir alþjóða knattspyrnusambandið. Áhættan við lokakeppni í Norður-Ameríku var mun minni en í Morokkó og þarf til dæmis ekki að byggja einn einasta leikvang frá grunni heldur aðeins endurgera sjö þeirra. Þegar árið 2026 gengur í garð verða 32 ár síðan HM var síðast í Norður-Ameríku, í Bandaríkjunum 1994. Í millitíðinni hefur HM verið haldið í öllum öðrum heimsálfum, í sumum oftar en einu sinni. Fulltrúar KSÍ á þinginu kusu sameinaða framboð Norður-Ameríku þjóðarinnar. Íran var eina þjóðin sem kaus hvorugt framboðið. Allar Norðurlandaþjóðirnar völdu sameinaða framboðið. Niðurstöður kosningarinnar má sjá í heild sinni hér.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir 48 liða HM í Katar 2022? Suður-ameríska knattspyrnusambandið sendi í vikunni fyrirspurn á FIFA um að taka upp 48 liða HM í Katar 2022 en áætlun FIFA um að stækka mótið átti að taka gildi síðar. 13. apríl 2018 07:00 Umsókn Morokkó um HM 2026 staðfest │Kosið 13. júní Umsókn Morokkó um að halda HM 2026 í fótbolta hefur staðist skoðun FIFA og mun keppa við umsókn Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó þrátt fyrir að teljast áhættusöm í þremur flokkum mats FIFA. 2. júní 2018 09:45 Skora á KSÍ að greiða ekki atkvæði með HM í Marokkó Vinafélag Vestur-Sahara hvetur Knattspyrnusamband Íslands til þess að styðja ekki umsókn Marokkó um að halda HM í knattspyrnu árið 2026. 4. maí 2018 08:26 Er Trump að skemma fyrir HM-umsókn Bandaríkjamanna? Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í umræðuna um HM 2026 í gærkvöld en Bandaríkjamenn vilja halda keppnina með Kanada og Mexíkó. 27. apríl 2018 11:00 Blatter: HM á að vera í einu landi Þó svo Sepp Blatter sé horfinn á braut frá FIFA þá er hann enn duglegur við að koma sínum hugmyndum á framfæri við knattspyrnuheiminn. 9. maí 2018 14:30 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
48 liða HM í Katar 2022? Suður-ameríska knattspyrnusambandið sendi í vikunni fyrirspurn á FIFA um að taka upp 48 liða HM í Katar 2022 en áætlun FIFA um að stækka mótið átti að taka gildi síðar. 13. apríl 2018 07:00
Umsókn Morokkó um HM 2026 staðfest │Kosið 13. júní Umsókn Morokkó um að halda HM 2026 í fótbolta hefur staðist skoðun FIFA og mun keppa við umsókn Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó þrátt fyrir að teljast áhættusöm í þremur flokkum mats FIFA. 2. júní 2018 09:45
Skora á KSÍ að greiða ekki atkvæði með HM í Marokkó Vinafélag Vestur-Sahara hvetur Knattspyrnusamband Íslands til þess að styðja ekki umsókn Marokkó um að halda HM í knattspyrnu árið 2026. 4. maí 2018 08:26
Er Trump að skemma fyrir HM-umsókn Bandaríkjamanna? Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í umræðuna um HM 2026 í gærkvöld en Bandaríkjamenn vilja halda keppnina með Kanada og Mexíkó. 27. apríl 2018 11:00
Blatter: HM á að vera í einu landi Þó svo Sepp Blatter sé horfinn á braut frá FIFA þá er hann enn duglegur við að koma sínum hugmyndum á framfæri við knattspyrnuheiminn. 9. maí 2018 14:30