Nýr meirihluti þarf að sameina tvö sveitarfélög í eitt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2018 10:14 Bæjarfulltrúar meirihlutans undirrita málefnasamning. Frá vinstri: Katrín Pétursdóttir, Laufey Erlendsdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir og Haraldur Helgason. Hilmar Bragi Bárðarson Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og óháðra og Jákvæðs samfélags hafa undirritað málefnasamning um meirihlutasamstarf í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðisbæjar. Nýr meirihluti á ærin verkefni fyrir höndum því auk þess að starfa saman í meirihluta þurfa flokkarnir að sameina tvö rótgróin sveitarfélög í eitt. Stóra verkefnið sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum. Efst á blaði eru leikskólamál og að tengja byggðarkjarnana tvo betur saman. Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og óháðra í Garði og Sandgerði, verður forseti bæjarstjórnar og Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Jákvæðs samfélags í Garði og Sandgerði, verður formaður bæjarráðs. Flokkarnir hafa ákveðið að staða bæjarstjóra verði auglýst og ráðið í hana út frá faglegum forsendum. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi hefst miðvikudaginn 20. júní. Flokkarnir í meirihluta eru tveir stærstu flokkarnir í Sandgerði og Garði en Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir hlaut alls 34,54% atkvæða og fékk 3 menn kjörna. Jákvætt samfélag fékk 29,25% atkvæða og 3 menn kjörna, líkt og D-listi. Það er kannski táknrænt fyrir sameiningu sveitarfélaganna að flokksleiðtogarnir tveir hafa aðsetur hvor í sínum bænum. Einar Jón Pálsson, oddviti sjálfstæðisflokksins og óháðra, býr í Garði og Ólafur, oddviti Jákvæðs samfélags, býr í Sandgerði.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2018 Suðurnesjabær Tengdar fréttir Reyna að mynda meirihluta við óvenjulegar aðstæður Ólafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. 5. júní 2018 14:09 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og óháðra og Jákvæðs samfélags hafa undirritað málefnasamning um meirihlutasamstarf í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðisbæjar. Nýr meirihluti á ærin verkefni fyrir höndum því auk þess að starfa saman í meirihluta þurfa flokkarnir að sameina tvö rótgróin sveitarfélög í eitt. Stóra verkefnið sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum. Efst á blaði eru leikskólamál og að tengja byggðarkjarnana tvo betur saman. Einar Jón Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og óháðra í Garði og Sandgerði, verður forseti bæjarstjórnar og Ólafur Þór Ólafsson, oddviti Jákvæðs samfélags í Garði og Sandgerði, verður formaður bæjarráðs. Flokkarnir hafa ákveðið að staða bæjarstjóra verði auglýst og ráðið í hana út frá faglegum forsendum. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi hefst miðvikudaginn 20. júní. Flokkarnir í meirihluta eru tveir stærstu flokkarnir í Sandgerði og Garði en Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir hlaut alls 34,54% atkvæða og fékk 3 menn kjörna. Jákvætt samfélag fékk 29,25% atkvæða og 3 menn kjörna, líkt og D-listi. Það er kannski táknrænt fyrir sameiningu sveitarfélaganna að flokksleiðtogarnir tveir hafa aðsetur hvor í sínum bænum. Einar Jón Pálsson, oddviti sjálfstæðisflokksins og óháðra, býr í Garði og Ólafur, oddviti Jákvæðs samfélags, býr í Sandgerði.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2018 Suðurnesjabær Tengdar fréttir Reyna að mynda meirihluta við óvenjulegar aðstæður Ólafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. 5. júní 2018 14:09 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Reyna að mynda meirihluta við óvenjulegar aðstæður Ólafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. 5. júní 2018 14:09