Óttast ekki að upp úr slitni þótt einn fari í fýlu Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. júní 2018 12:28 Oddvitarnir fjórir sjást hér fremst á myndinni sem tekin var í morgun þegar nýr meirihluti í Reykjavík var kynntur. vísir/jóhann k. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri nýs meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar í Reykjavík, óttast ekki að það slitni upp úr meirihlutasamstarfinu þó einn fari í fýlu en flokkarnir fjórir eru aðeins með eins manns meirihluta í borgarstjórn. Í samtali við fréttastofu í morgun eftir að flokkarnir kynntu nýja meirihluta sagði Dagur að vel hefði gengið að setja saman málefnasamninginn. Þá hefði í viðræðunum verið farið yfir allt sem gæti komið upp og flokkarnir gefið sér góðan tíma í viðræðurnar þar sem um væri að ræða ólíka flokka og fólk þyrfti að kynnast. „En það hefur verið mjög mikill og góður samhljómur alveg frá fyrsta degi og þar sem að áherslurnar eru ólíkar þar hefur verið ríkur vilji til að finna út úr því,“ sagði Dagur. Spurður út í fyrir hvað hinn nýi meirihluti mun standa sagði hann: „Góða, græna borgarþróun, sóknarbolta, af því það er nú að koma HM, sóknarbolta eiginlega á öllum sviðum. Ég held að samstarfsyfirlýsingin beri það með sér. Við ætlum að sækja fram í skólamálum, velferðarmálum, lýðræðismálum, gegnsæismálum og á mjög mörgum sviðum, en húsnæðismálin og málefni Borgarlínu og þessi stóru mál verða áfram mjög fyrirferðarmikil í verkefninu.“Svona samstarf eins og þetta þegar svona flokkar eru í samningaviðræðum, það kostar alltaf eitthvað, hvað þurftu þið að gefa eftir? „Ég held að það sé hægt að nálgast það þannig eins og allir tapi þegar einhver vinnur en í góðu samstarfi, bara eins og í góðum samböndum eða vinasamböndum, þá getur fólk líka nálgast það þannig að það séu allir að gefa eitthvað og bæta hvert annað upp og þannig finnst mér þessi hópur vera. Viðreisn sem kemur ný inn kemur með nýja hluti sem bætast við. Píratar sannarlega líka og Vinstri græn og síðan erum við auðvitað með mikla breidd í Samfylkingunni og reynslumikið fólk og saman. Saman held ég að þetta myndi alveg feiknarsterka heild sem er sterkari heldur en einstakir hlutar,“ sagði Dagur.En með eins tæpan meirihluta og hugsast getur, aðeins einn mann, er þá engin hræðsla við að ef einn fari í fýlu þá sé þetta búið? „Nei. Við gáfum okkar góðan tíma í þetta og fórum yfir allt sem gæti komið upp, ekki bara það sem við erum að setja á blað og það gefur og það gefur okkur styrk og sjálfstraust og áræðni í framhaldinu.“Og hver verða svo fyrstu verkefni nýs meirihluta? „Þau eru reyndar fjöldamörg. Þau tengjast húsnæðismálum, þau tengjast skipulagsmálum, velferðarmálum, skólamálum og næsta kjörtímabil er bara að bresta á.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri nýs meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Viðreisnar í Reykjavík, óttast ekki að það slitni upp úr meirihlutasamstarfinu þó einn fari í fýlu en flokkarnir fjórir eru aðeins með eins manns meirihluta í borgarstjórn. Í samtali við fréttastofu í morgun eftir að flokkarnir kynntu nýja meirihluta sagði Dagur að vel hefði gengið að setja saman málefnasamninginn. Þá hefði í viðræðunum verið farið yfir allt sem gæti komið upp og flokkarnir gefið sér góðan tíma í viðræðurnar þar sem um væri að ræða ólíka flokka og fólk þyrfti að kynnast. „En það hefur verið mjög mikill og góður samhljómur alveg frá fyrsta degi og þar sem að áherslurnar eru ólíkar þar hefur verið ríkur vilji til að finna út úr því,“ sagði Dagur. Spurður út í fyrir hvað hinn nýi meirihluti mun standa sagði hann: „Góða, græna borgarþróun, sóknarbolta, af því það er nú að koma HM, sóknarbolta eiginlega á öllum sviðum. Ég held að samstarfsyfirlýsingin beri það með sér. Við ætlum að sækja fram í skólamálum, velferðarmálum, lýðræðismálum, gegnsæismálum og á mjög mörgum sviðum, en húsnæðismálin og málefni Borgarlínu og þessi stóru mál verða áfram mjög fyrirferðarmikil í verkefninu.“Svona samstarf eins og þetta þegar svona flokkar eru í samningaviðræðum, það kostar alltaf eitthvað, hvað þurftu þið að gefa eftir? „Ég held að það sé hægt að nálgast það þannig eins og allir tapi þegar einhver vinnur en í góðu samstarfi, bara eins og í góðum samböndum eða vinasamböndum, þá getur fólk líka nálgast það þannig að það séu allir að gefa eitthvað og bæta hvert annað upp og þannig finnst mér þessi hópur vera. Viðreisn sem kemur ný inn kemur með nýja hluti sem bætast við. Píratar sannarlega líka og Vinstri græn og síðan erum við auðvitað með mikla breidd í Samfylkingunni og reynslumikið fólk og saman. Saman held ég að þetta myndi alveg feiknarsterka heild sem er sterkari heldur en einstakir hlutar,“ sagði Dagur.En með eins tæpan meirihluta og hugsast getur, aðeins einn mann, er þá engin hræðsla við að ef einn fari í fýlu þá sé þetta búið? „Nei. Við gáfum okkar góðan tíma í þetta og fórum yfir allt sem gæti komið upp, ekki bara það sem við erum að setja á blað og það gefur og það gefur okkur styrk og sjálfstraust og áræðni í framhaldinu.“Og hver verða svo fyrstu verkefni nýs meirihluta? „Þau eru reyndar fjöldamörg. Þau tengjast húsnæðismálum, þau tengjast skipulagsmálum, velferðarmálum, skólamálum og næsta kjörtímabil er bara að bresta á.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45 Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys á Suðurlandsvegi Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Dagur áfram borgarstjóri í Reykjavík Dagur segir að þrátt fyrir að ákveðnir fulltrúar veljist til forystu þá sé markmiðið að vinna sem ein heild. 12. júní 2018 10:45
Borgarlína, húsnæðismál og leikskólamál í aðalhlutverkum sáttmála nýs meirihluta Skrifað var undir meirihlutasáttmála nýs meirihluta í dag. 12. júní 2018 12:00