Er betra að tapa en að vinna í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2018 11:30 Thierry Henry, aðstoðarþjálfari belgíska landsliðsins, vakir yfir sínum leikmanni á æfingu liðsins. Vísir/Getty Landslið Englands og Belgíu spila í kvöld hreinan úrslitaleik um efsta sæti G-riðils á HM í fótbolta. Liðin eru bæði komin áfram en toppsætið í riðlinum er í boði. En er kannski bara verra að enda í fyrsta sæti riðilsins upp á framhaldið? BBC veltir þessu fyrir sér í frétt á heimasíðu sinni þar sem er farið nánar yfir það sem bíður liðanna tveggja í sextán liða úrslitunum. Liðin þurfa eins og áður sagði ekki að hafa neinar áhygjur af því að komast í sextán liða úrslitin en nú þarf að finna út hvort liðið fer á hægri vænginn og hvort liðið fer á vinstri væng í útsláttarkeppni HM 2018. BBC tekur fyrir þá staðreynd að leiðin gæti orðið talvert erfiðari í úrslitaleikinn í Moskvu fyrir það lið sem vinnur riðilinn sinn. Liðin sem vinnur riðilinn mætir liðinu í öðru sæti í H-riðli sem gæti verið Japan, Senegal eða Kólumbía. Í átta liða úrslitunum bíður síðan sigurvegarinn úr leik Brasilíu og Mexíkó og í undanúrslitunum gæti mótherjinn orðið Frakkland, Argentína, Portúgal eða Úrúgvæ. Liðið sem tapar leiknum og lendir í öðru sæti í sínum riðli fær það hlutskipti að mæta liðinu í fyrsta sæti í H-riðli sem gæti verið Japan, Senegal eða Kólumbía. Í átta liða úrslitunum bíður aftur á móti sigurvegarinn úr leik Svíþjóðar og Sviss og í undanúrslitunum gæti mótherji liðsins orðið Spánn, Króatía, Danmörk eða Rússland. Tölfræðiþjónustan Gracenote hefur tekið saman líkur enska landsliðsins að komast í undanúrslitin eftir því hvorum megin liðið lendir. Þar er mikill munur og samkvæmt því væri mun betra að enda í öðru sæti riðilsins. Vinni enska landsliðið riðilinn þá segir Gracenote að það séu 24 prósent líkur á því að enska liðið komist í undanúrslit og 12 prósent líkur að liðið fari alla leið í úrslitaleikinn. Tapi enska landsliðið leiknum í kvöld og endi í öðru sæti þá segja útreikningar Gracenote að það séu 35 prósent líkur á því að enska liðið komist í undanúrslit og 18 prósent líkur að liðið fari alla leið í úrslitaleikinn. Það er því ekki nema von að margir velti því fyrir sér hvort að það væri betra að tapa en vinna leikinn í Kaliningrad í kvöld. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Landslið Englands og Belgíu spila í kvöld hreinan úrslitaleik um efsta sæti G-riðils á HM í fótbolta. Liðin eru bæði komin áfram en toppsætið í riðlinum er í boði. En er kannski bara verra að enda í fyrsta sæti riðilsins upp á framhaldið? BBC veltir þessu fyrir sér í frétt á heimasíðu sinni þar sem er farið nánar yfir það sem bíður liðanna tveggja í sextán liða úrslitunum. Liðin þurfa eins og áður sagði ekki að hafa neinar áhygjur af því að komast í sextán liða úrslitin en nú þarf að finna út hvort liðið fer á hægri vænginn og hvort liðið fer á vinstri væng í útsláttarkeppni HM 2018. BBC tekur fyrir þá staðreynd að leiðin gæti orðið talvert erfiðari í úrslitaleikinn í Moskvu fyrir það lið sem vinnur riðilinn sinn. Liðin sem vinnur riðilinn mætir liðinu í öðru sæti í H-riðli sem gæti verið Japan, Senegal eða Kólumbía. Í átta liða úrslitunum bíður síðan sigurvegarinn úr leik Brasilíu og Mexíkó og í undanúrslitunum gæti mótherjinn orðið Frakkland, Argentína, Portúgal eða Úrúgvæ. Liðið sem tapar leiknum og lendir í öðru sæti í sínum riðli fær það hlutskipti að mæta liðinu í fyrsta sæti í H-riðli sem gæti verið Japan, Senegal eða Kólumbía. Í átta liða úrslitunum bíður aftur á móti sigurvegarinn úr leik Svíþjóðar og Sviss og í undanúrslitunum gæti mótherji liðsins orðið Spánn, Króatía, Danmörk eða Rússland. Tölfræðiþjónustan Gracenote hefur tekið saman líkur enska landsliðsins að komast í undanúrslitin eftir því hvorum megin liðið lendir. Þar er mikill munur og samkvæmt því væri mun betra að enda í öðru sæti riðilsins. Vinni enska landsliðið riðilinn þá segir Gracenote að það séu 24 prósent líkur á því að enska liðið komist í undanúrslit og 12 prósent líkur að liðið fari alla leið í úrslitaleikinn. Tapi enska landsliðið leiknum í kvöld og endi í öðru sæti þá segja útreikningar Gracenote að það séu 35 prósent líkur á því að enska liðið komist í undanúrslit og 18 prósent líkur að liðið fari alla leið í úrslitaleikinn. Það er því ekki nema von að margir velti því fyrir sér hvort að það væri betra að tapa en vinna leikinn í Kaliningrad í kvöld.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira