WHO hvetur til minni greiðsluþátttöku sjúklinga Heimir Már Pétursson skrifar 27. júní 2018 20:30 Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu segir áberandi meiri áherslu lagða á jafnrétti og málefni ungu kynslóðarinnar í smærri ríkjum álfunnar og almennt sé heilsufar þar gott. Stofnunin hvetur til þess að greiðsluþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en fimmtán prósent en íslensk stjórnvöld stefna að sextán prósentum. Samráðsfundur heilbrigðisyfirvalda í átta Evrópuríkjum sem eiga það sameiginlegt að íbúarnir eru undir milljón í hverju þeirra fór fram í Reykjavík í gær og í dag en ríkin vinna saman að ýmsum verkefnum til að bæta lýðheilsu. Zsuzanna Jakob, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, segir þessi ríki eigi það meðal annars sameiginlegt að þar sé almennt heilsufar gott. „Það vekur athygli mína að fólk í þessum ríkjum hefur meira fé milli handanna. Þar er meiri jöfnuður og meiri fjárfesting í ungu fólki og framtíðarkynslóðum og jafnrétti kynjanna en líklegt er að finna í stærri ríkjum,“ segir Jakob. Þetta sé mikilvægur hluti félagslegs jöfnuðar. Þá greiði þessi ríki yfirleitt hærra hlutfall af kostnaði sjúklinga við heilbrigðisþjónustu en stærri ríki. En WHO hvetur til þess að kostnaðarþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en 15 prósent en í flestum ríkjum ætti það hlutfall ekki að ýta fólki út í fátækt. „En viðhalda á sama tíma sjálfbærni heilbrigðiskerfisins. Vegna þess að kostnaður í heilbrigðiskerfinu hefur verið vaxandi og heldur áfram að vaxa. Þannig að fjárhagsleg sjálfbærni er lykilatriði fyrir allar ríkisstjórnir,“ segir Jakob. Þótt í hverju landi þurfi að horfa til þess að fyrir suma hópa séu fimmtán prósent jafnvel of mikið. Í síðustu viku var kynnt Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úttekt Sjúkratrygginga Íslands á greiðsluþátttökukerfi sem tekið var í notkun í maí í fyrra sem lækkað hefur hámarkskostnað sjúklinga úr um 400 þúsundum í 71 þúsund á ári. En stjórnvöld stefna að því að kostnaður sjúklinga lækki almennt úr 17 prósentum í sextán prósent á næstu árum og verði þá svipaður og á Norðurlöndunum. „Mitt pólitíska markmið fyrir mig persónulega og okkur í VG er náttúrlega engin kostnaðarþátttaka. Að heilbrigðisþjónusta kosti ekkert fyrir einstaklinga. Þannig að enginn þurfi að greiða úr eigin vasa,“ segir Svandís. Þrátt fyrir ólíka menningu eigi þessi átta smáríki margt sameiginlegt eins og stuttar boðleiðir. Samvinna þeirra komi öllum ríkjunum til góða. „Ég minnist sérstaklega átaksverkefnis sem Malta hefur verið með í sambandi við lýðheilsumál. Að auka hreyfingu, bæta næringu, vinna gegn offitu og svo framvegis. Þannig að það er fullt af hugmyndum sem við förum með heim og við vitum að þær virka í litlum samfélögum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega þrjúhundruð þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu segir áberandi meiri áherslu lagða á jafnrétti og málefni ungu kynslóðarinnar í smærri ríkjum álfunnar og almennt sé heilsufar þar gott. Stofnunin hvetur til þess að greiðsluþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en fimmtán prósent en íslensk stjórnvöld stefna að sextán prósentum. Samráðsfundur heilbrigðisyfirvalda í átta Evrópuríkjum sem eiga það sameiginlegt að íbúarnir eru undir milljón í hverju þeirra fór fram í Reykjavík í gær og í dag en ríkin vinna saman að ýmsum verkefnum til að bæta lýðheilsu. Zsuzanna Jakob, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, segir þessi ríki eigi það meðal annars sameiginlegt að þar sé almennt heilsufar gott. „Það vekur athygli mína að fólk í þessum ríkjum hefur meira fé milli handanna. Þar er meiri jöfnuður og meiri fjárfesting í ungu fólki og framtíðarkynslóðum og jafnrétti kynjanna en líklegt er að finna í stærri ríkjum,“ segir Jakob. Þetta sé mikilvægur hluti félagslegs jöfnuðar. Þá greiði þessi ríki yfirleitt hærra hlutfall af kostnaði sjúklinga við heilbrigðisþjónustu en stærri ríki. En WHO hvetur til þess að kostnaðarþátttaka sjúklinga verði aldrei meiri en 15 prósent en í flestum ríkjum ætti það hlutfall ekki að ýta fólki út í fátækt. „En viðhalda á sama tíma sjálfbærni heilbrigðiskerfisins. Vegna þess að kostnaður í heilbrigðiskerfinu hefur verið vaxandi og heldur áfram að vaxa. Þannig að fjárhagsleg sjálfbærni er lykilatriði fyrir allar ríkisstjórnir,“ segir Jakob. Þótt í hverju landi þurfi að horfa til þess að fyrir suma hópa séu fimmtán prósent jafnvel of mikið. Í síðustu viku var kynnt Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úttekt Sjúkratrygginga Íslands á greiðsluþátttökukerfi sem tekið var í notkun í maí í fyrra sem lækkað hefur hámarkskostnað sjúklinga úr um 400 þúsundum í 71 þúsund á ári. En stjórnvöld stefna að því að kostnaður sjúklinga lækki almennt úr 17 prósentum í sextán prósent á næstu árum og verði þá svipaður og á Norðurlöndunum. „Mitt pólitíska markmið fyrir mig persónulega og okkur í VG er náttúrlega engin kostnaðarþátttaka. Að heilbrigðisþjónusta kosti ekkert fyrir einstaklinga. Þannig að enginn þurfi að greiða úr eigin vasa,“ segir Svandís. Þrátt fyrir ólíka menningu eigi þessi átta smáríki margt sameiginlegt eins og stuttar boðleiðir. Samvinna þeirra komi öllum ríkjunum til góða. „Ég minnist sérstaklega átaksverkefnis sem Malta hefur verið með í sambandi við lýðheilsumál. Að auka hreyfingu, bæta næringu, vinna gegn offitu og svo framvegis. Þannig að það er fullt af hugmyndum sem við förum með heim og við vitum að þær virka í litlum samfélögum,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega þrjúhundruð þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. 20. júní 2018 20:30 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Sjá meira
Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega þrjúhundruð þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. 20. júní 2018 20:30