Joe Jackson er látinn Atli Ísleifsson skrifar 27. júní 2018 17:43 Joe Jackson eignaðist alls ellefu börn. Vísir/Getty Joe Jackson, faðir tónlistarmannanna Michael og Janet Jackson, er látinn, 89 ára að aldri. Hann var umboðsmaður barna sinna sem flest lögðu tónlistina fyrir sig. Jackson andaðist snemma í morgun eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús um helgina. Hann glímdi við krabbamein í brisi. Jackson gegndi mikilvægi lykilhlutverki þegar kom að tónlistarferli bræðranna í The Jackson 5, sem og sólóferli þeirra Michael og Janet Jackson. Fimm synir Jackson – Jackie, Tito, Jermaine, Marlon og Michael – mynduðu sveitina Jackson 5 árið 1964, en yngri bróðir þeirra Randy bættist síðar meir af og til í hópinn. Dætur Jackson, þær LaToya, Rebbie og Janet, áttu sömuleiðis farsæla sólóferla og gegndi Joe Jackson hlutverki umboðsmanns þeirra allra. Í frétt BBC kemur fram að Jackson hafi átt stóran þátt í velgengni barna sinna á sviði tónlistar, en oft var rætt um að hann hafi reynst börnum sínum það strangur að það jaðraði við harðræði. Jackson fæddist í Fountain Hill í Arkansas árið 1928 og var hann elstur fimm systkina. Á sínum yngri árum gerði hann sér vonir um að gerast hnefaleikamaður og spilaði gítar í blússveitinni Falcons. Árið 1949 gekk hann að eiga Katherine Scruse og eignuðust þau alls tíu börn saman. Þá átti hann dóttur með Cheryl Terrell. Andlát Tónlist Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Joe Jackson, faðir tónlistarmannanna Michael og Janet Jackson, er látinn, 89 ára að aldri. Hann var umboðsmaður barna sinna sem flest lögðu tónlistina fyrir sig. Jackson andaðist snemma í morgun eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús um helgina. Hann glímdi við krabbamein í brisi. Jackson gegndi mikilvægi lykilhlutverki þegar kom að tónlistarferli bræðranna í The Jackson 5, sem og sólóferli þeirra Michael og Janet Jackson. Fimm synir Jackson – Jackie, Tito, Jermaine, Marlon og Michael – mynduðu sveitina Jackson 5 árið 1964, en yngri bróðir þeirra Randy bættist síðar meir af og til í hópinn. Dætur Jackson, þær LaToya, Rebbie og Janet, áttu sömuleiðis farsæla sólóferla og gegndi Joe Jackson hlutverki umboðsmanns þeirra allra. Í frétt BBC kemur fram að Jackson hafi átt stóran þátt í velgengni barna sinna á sviði tónlistar, en oft var rætt um að hann hafi reynst börnum sínum það strangur að það jaðraði við harðræði. Jackson fæddist í Fountain Hill í Arkansas árið 1928 og var hann elstur fimm systkina. Á sínum yngri árum gerði hann sér vonir um að gerast hnefaleikamaður og spilaði gítar í blússveitinni Falcons. Árið 1949 gekk hann að eiga Katherine Scruse og eignuðust þau alls tíu börn saman. Þá átti hann dóttur með Cheryl Terrell.
Andlát Tónlist Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira