Landsliðið beint í faðm fjölskyldu eftir heimkomu í kvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2018 15:00 Engin opin rútuferð verður að þessu sinni. Vísir/Hanna Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun halda beint í höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum eftir heimkomu til Íslands í kvöld þar sem haldin verður móttaka fyrir liðið með fjölskyldumeðlimum landsliðsmanna- og starfsmanna. Ekki er stefnt að formlegri móttöku beint eftir heimkomuna líkt og eftir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Þetta staðfestir Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, í samtali við Vísi en liðið er nú statt á flugvellinum í Kaliningrad í Rússlandi þar sem beðið er eftir fluginu heim til Íslands. Áætluð heimkoma var upphaflega klukkan sex í kvöld en ljóst er að einhverjar tafir verða á fluginu og er áætluð heimkoma nú rétt rúmlega sjö í kvöld. Íslenska landsliðið lauk sem kunnugt er leik á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær eftir frækna frammistöðu í riðlakeppninni þar sem liðið var í séns á að komast upp úr riðli sínum fram á lokamínútur leiksins gegn Króatíu í gær. Ljóst er því að heimkoma Strákanna okkar verður mun lágstemmdari en eftir þátttöku liðsins á EM í Frakklandi. Þá var liðinu ekið beint niður í miðbær Reykjavíkur eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Var liðinu ekið um miðbæinn í tveggja hæða rútu áður en staðnæmst var á Arnarhóli. Þar var hver og einn einasti leikmaður hylltur auk þess að landsliðsþjálfararnir, forsætisráðherra og formaður KSÍ héldu þar tölu. Þúsundir, eflaust hátt í tuttugu þúsund, voru mætt á Arnarhól til þess að fagna landsliðinu og var víkingaklappið fræga tekið á eftirminnilegan hátt, svo að eftir var tekið víða um heim. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir í opinni rútu frá Skólavörðuholti Tekið verður á móti karlalandsliðinu í knattspyrnu í miðborg Reykjavíkur klukkan 19 í kvöld. 4. júlí 2016 11:55 Allur Arnarhóllinn í tilfinningarússíbana í gær | Myndband Veraldarvefurinn hefur verið uppfullur af stórskemmtilegum myndböndum af viðbrögðum Íslendinga eftir sigurinn sögulega á Englendingum í Nice í gær. 28. júní 2016 16:15 „Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun halda beint í höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum eftir heimkomu til Íslands í kvöld þar sem haldin verður móttaka fyrir liðið með fjölskyldumeðlimum landsliðsmanna- og starfsmanna. Ekki er stefnt að formlegri móttöku beint eftir heimkomuna líkt og eftir EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Þetta staðfestir Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, í samtali við Vísi en liðið er nú statt á flugvellinum í Kaliningrad í Rússlandi þar sem beðið er eftir fluginu heim til Íslands. Áætluð heimkoma var upphaflega klukkan sex í kvöld en ljóst er að einhverjar tafir verða á fluginu og er áætluð heimkoma nú rétt rúmlega sjö í kvöld. Íslenska landsliðið lauk sem kunnugt er leik á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í gær eftir frækna frammistöðu í riðlakeppninni þar sem liðið var í séns á að komast upp úr riðli sínum fram á lokamínútur leiksins gegn Króatíu í gær. Ljóst er því að heimkoma Strákanna okkar verður mun lágstemmdari en eftir þátttöku liðsins á EM í Frakklandi. Þá var liðinu ekið beint niður í miðbær Reykjavíkur eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli. Var liðinu ekið um miðbæinn í tveggja hæða rútu áður en staðnæmst var á Arnarhóli. Þar var hver og einn einasti leikmaður hylltur auk þess að landsliðsþjálfararnir, forsætisráðherra og formaður KSÍ héldu þar tölu. Þúsundir, eflaust hátt í tuttugu þúsund, voru mætt á Arnarhól til þess að fagna landsliðinu og var víkingaklappið fræga tekið á eftirminnilegan hátt, svo að eftir var tekið víða um heim.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir í opinni rútu frá Skólavörðuholti Tekið verður á móti karlalandsliðinu í knattspyrnu í miðborg Reykjavíkur klukkan 19 í kvöld. 4. júlí 2016 11:55 Allur Arnarhóllinn í tilfinningarússíbana í gær | Myndband Veraldarvefurinn hefur verið uppfullur af stórskemmtilegum myndböndum af viðbrögðum Íslendinga eftir sigurinn sögulega á Englendingum í Nice í gær. 28. júní 2016 16:15 „Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sjá meira
Strákarnir í opinni rútu frá Skólavörðuholti Tekið verður á móti karlalandsliðinu í knattspyrnu í miðborg Reykjavíkur klukkan 19 í kvöld. 4. júlí 2016 11:55
Allur Arnarhóllinn í tilfinningarússíbana í gær | Myndband Veraldarvefurinn hefur verið uppfullur af stórskemmtilegum myndböndum af viðbrögðum Íslendinga eftir sigurinn sögulega á Englendingum í Nice í gær. 28. júní 2016 16:15
„Bestu stuðningsmönnum í heimi“ þakkað sérstaklega á Arnarhóli "Þessi stuðningur og sú samkennd sem honum fylgdi snart alla,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 4. júlí 2016 20:27