Ólafur skapar listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll NBA-meistaranna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2018 14:00 Golden State Warriors er á mikilli siglingu. Vísir/Getty Ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors hafa fengið listamanninn Ólaf Elíasson til þess að skapa „einkennandi“ listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll liðsins sem nú er í byggingu í San Francisco í Bandaríkjunum. Framkvæmdir hófust árið 2016 og standa vonir til þess að heimavöllurinn, sem nefnist Chase Arena, verði tekinn í notkun á næsta ári. Framkvæmdirnar eru umfangsmiklar og er verðmiðinn á þeim um einn milljarður dollara, um 100 milljarðar króna.Ólafur ElíassonFréttablaðið/Andri MarinóStaðarblaðið San Francisco Chronicle greinir frá því að sem hluti af samningum liðsins við borgaryfirvöld vegna framkvæmdanna þurfi eitt prósent af framkvæmdarkostnaði að renna til þess að koma upp listaverkum í almenningsrými í tengslum við byggingu hins nýja heimavallar. Sem hluti af því hafa forsvarsmenn félagsins nú staðfest að Ólafur Elíasson hafi verið fenginn til þess að hanna listaverk sem eigi að vera „einkennandi“ fyrir svæðið. Í tilkynningu frá NBA-liðinu er haft eftir Rick Welts, forseta liðsins, að liðið sé hæstánægt með það að hafa fengið Ólaf til verksins auk þess sem að kallað verði eftir tillögum og hugmyndum frá listamönnum í borginni sjálfri. Samkvæmt heimildum blaðsins stendur mikið til og þar segir að NBA-liðið ætli sér að eyða milljónum dollara til þess að gera svæðið fyrir utan heimavöllinn sem hið glæsilegasta og að litið sé til Ólafs til þess að búa til, líkt og áður sagði, einkennandi listaverk. Tengdar fréttir Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. 11. júní 2018 10:41 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ríkjandi NBA-meistarar Golden State Warriors hafa fengið listamanninn Ólaf Elíasson til þess að skapa „einkennandi“ listaverk fyrir nýjan og rándýran heimavöll liðsins sem nú er í byggingu í San Francisco í Bandaríkjunum. Framkvæmdir hófust árið 2016 og standa vonir til þess að heimavöllurinn, sem nefnist Chase Arena, verði tekinn í notkun á næsta ári. Framkvæmdirnar eru umfangsmiklar og er verðmiðinn á þeim um einn milljarður dollara, um 100 milljarðar króna.Ólafur ElíassonFréttablaðið/Andri MarinóStaðarblaðið San Francisco Chronicle greinir frá því að sem hluti af samningum liðsins við borgaryfirvöld vegna framkvæmdanna þurfi eitt prósent af framkvæmdarkostnaði að renna til þess að koma upp listaverkum í almenningsrými í tengslum við byggingu hins nýja heimavallar. Sem hluti af því hafa forsvarsmenn félagsins nú staðfest að Ólafur Elíasson hafi verið fenginn til þess að hanna listaverk sem eigi að vera „einkennandi“ fyrir svæðið. Í tilkynningu frá NBA-liðinu er haft eftir Rick Welts, forseta liðsins, að liðið sé hæstánægt með það að hafa fengið Ólaf til verksins auk þess sem að kallað verði eftir tillögum og hugmyndum frá listamönnum í borginni sjálfri. Samkvæmt heimildum blaðsins stendur mikið til og þar segir að NBA-liðið ætli sér að eyða milljónum dollara til þess að gera svæðið fyrir utan heimavöllinn sem hið glæsilegasta og að litið sé til Ólafs til þess að búa til, líkt og áður sagði, einkennandi listaverk.
Tengdar fréttir Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. 11. júní 2018 10:41 Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ikea og Ólafur Elíasson taka höndum saman Sænski verslunarrisinn Ikea og listamaðurinn Ólafur Elíasson hafa tekið höndum saman og munu vinna saman að þvi að framleiða ódýrar sólarknúnar vörur til heimilisnota. 11. júní 2018 10:41