Gylfi: Lifum fyrir þessi stórmót og viljum skemmta fólkinu heima Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2018 20:18 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í kvöld. Getty Gylfi Þór Sigurðsson var upplitsdjarfur í viðtali við Rúv eftir tapið gegn Króatíu á HM í Rússlandi í kvöld. „Það er stutt á milli í þessu,“ sagði Gylfi og brosti. „En við gáfum allt í þetta. Við vissum að staðan var 1-1 hjá Argentínu og við vissum að Argentína myndi skora í lokin. Við reyndum líka að ná öðru marki hjá okkur og gáfum allt í það. Við vorum rosalega nálægt því en það kostaði okkur líka,“ sagði hann og vísaði til sigurmarks Króata seint í leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu en hann fékk líka víti gegn Nígeríu sem hann nýtti ekki, sem frægt er. „Nú var það bara að skjóta aðeins lægra. Skora,“ sagði hann spurður um hvað hann hefði hugsað þegar það kom að því að taka vítaspyrnuna. „Það hefði verið auðvelt að leyfa öðrum að taka þetta víti en ég tók þessa ákvörðun. Það var aðeins meira stress í mér áður en sem betur fer hreyfði markvörðurinn sig og hann fór inn.“ Gylfi Þór segir að það hafi verið mikið afrek að komast á HM og að baráttan í riðlinum hafi verið afar hörð. „Við erum með tveimur liðum sem vilja vinna keppnina og þá er Nígería mjög erfitt lið líka. Nú þurfum við bara að taka okkur saman í andlitinu og komast á næsta stórmót,“ sagði Gylfi enn fremur. „Við erum allir sammála um að þetta sé eitthvað það allra skemmtilegasta sem við höfum gert. Við lifum fyrir þetta. Það er frábært að geta skemmt fólkinu heima og að fá að upplifa þetta. Nú stefnum við á næsta Evrópumeistaramót.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter eftir leik: „Aldrei verið stoltari sem Íslendingur“ Ísland er úr leik á HM í fótbolta eftir 2-1 tap gegn Króatíu í lokaleiknum. Króatar skoruðu sigurmarkið á lokamínútunum þegar íslenskt mark hefði sent okkur áfram þar sem Argentína vann Nígeríu með einu marki. 26. júní 2018 20:01 Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. 26. júní 2018 20:07 Heimir: Sóknarlega sjaldan gert betur Ísland er úr leik á HM eftir 2-1 tap gegn Króatíu í lokaleiknum í riðlakeppni HM. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, gengur stoltur frá mótinu. 26. júní 2018 20:15 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var upplitsdjarfur í viðtali við Rúv eftir tapið gegn Króatíu á HM í Rússlandi í kvöld. „Það er stutt á milli í þessu,“ sagði Gylfi og brosti. „En við gáfum allt í þetta. Við vissum að staðan var 1-1 hjá Argentínu og við vissum að Argentína myndi skora í lokin. Við reyndum líka að ná öðru marki hjá okkur og gáfum allt í það. Við vorum rosalega nálægt því en það kostaði okkur líka,“ sagði hann og vísaði til sigurmarks Króata seint í leiknum. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Íslands úr vítaspyrnu en hann fékk líka víti gegn Nígeríu sem hann nýtti ekki, sem frægt er. „Nú var það bara að skjóta aðeins lægra. Skora,“ sagði hann spurður um hvað hann hefði hugsað þegar það kom að því að taka vítaspyrnuna. „Það hefði verið auðvelt að leyfa öðrum að taka þetta víti en ég tók þessa ákvörðun. Það var aðeins meira stress í mér áður en sem betur fer hreyfði markvörðurinn sig og hann fór inn.“ Gylfi Þór segir að það hafi verið mikið afrek að komast á HM og að baráttan í riðlinum hafi verið afar hörð. „Við erum með tveimur liðum sem vilja vinna keppnina og þá er Nígería mjög erfitt lið líka. Nú þurfum við bara að taka okkur saman í andlitinu og komast á næsta stórmót,“ sagði Gylfi enn fremur. „Við erum allir sammála um að þetta sé eitthvað það allra skemmtilegasta sem við höfum gert. Við lifum fyrir þetta. Það er frábært að geta skemmt fólkinu heima og að fá að upplifa þetta. Nú stefnum við á næsta Evrópumeistaramót.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter eftir leik: „Aldrei verið stoltari sem Íslendingur“ Ísland er úr leik á HM í fótbolta eftir 2-1 tap gegn Króatíu í lokaleiknum. Króatar skoruðu sigurmarkið á lokamínútunum þegar íslenskt mark hefði sent okkur áfram þar sem Argentína vann Nígeríu með einu marki. 26. júní 2018 20:01 Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. 26. júní 2018 20:07 Heimir: Sóknarlega sjaldan gert betur Ísland er úr leik á HM eftir 2-1 tap gegn Króatíu í lokaleiknum í riðlakeppni HM. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, gengur stoltur frá mótinu. 26. júní 2018 20:15 Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Twitter eftir leik: „Aldrei verið stoltari sem Íslendingur“ Ísland er úr leik á HM í fótbolta eftir 2-1 tap gegn Króatíu í lokaleiknum. Króatar skoruðu sigurmarkið á lokamínútunum þegar íslenskt mark hefði sent okkur áfram þar sem Argentína vann Nígeríu með einu marki. 26. júní 2018 20:01
Einkunnir Íslands: Emil bestur í kvöld Venju samkvæmt gefur Vísir leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína á HM. Það voru margir frábærir á vellinum í kvöld. 26. júní 2018 20:07
Heimir: Sóknarlega sjaldan gert betur Ísland er úr leik á HM eftir 2-1 tap gegn Króatíu í lokaleiknum í riðlakeppni HM. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, gengur stoltur frá mótinu. 26. júní 2018 20:15
Umfjöllun: Ísland - Króatía 1-2 | HM-draumurinn á enda eftir grátlegt tap Ísland er úr leik á HM í fótbolta þrátt fyrir hetjulega baráttu gegn Króatíu í kvöld. Króatía og Argentína komust áfram úr D-riðlinum á HM. 26. júní 2018 19:45