Rússi fékk miða og landsliðstreyju að gjöf frá íslenskum vinum Kolbeinn Tumi Daðason í Rostov við Don skrifar 26. júní 2018 09:15 Dmitry, lengst til hægri, ásamt íslensku vinum sínum Atla Birni, Ásdísi Jónu og Birni Víkingi. Karlalandslið Íslands mætir Króatíu í lokaumferð riðlakeppni HM í Rostov í kvöld. Á vellinum verður rússneskur heimamaður sem fór á Nígeríuleikinn þökk sé íslenskum stuðningsmönnum sem gáfu honum miða og landsliðstreyju. Hann ætlar að öskra úr sér lungun til að tryggja íslenskan sigur. Dmitry Shueyko selur BMW mini bíla í stærstu borgum Rússlands. Hann sá íslenska liðið sigra England á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum og tók ástfóstri við strákana okkar. Óvæntur miði „Íslenska liðið er frábært dæmi um hvernig á að spila með heiður og hugrekki að vopni, og hvernig á að vinna leiki án fagmennsku eins og Þjóðverjarnir hafa eða hæfileikanna sem Brasilía hefur,“ segir Dmitry. Dmitry er uppalinn hér í Rostov en býr í Moskvu. Hann átti miða á leikinn gegn Króatíu og vinur hans hjá McDonald’s, einum styrktaraðila keppninnar, útvegaði honum eftirsótta miða á leikinn gegn Argentínu. Ekki stóð til að fara á leik númer tvö, gegn Nígeríu í Volgograd, fyrr en hann hitti þrjá Íslendinga fyrir tilviljun í Moskvu. „Við áttum yndislega stund saman yfir kvöldverði og svo gáfu þau mér miða á Nígeríuleikinn, sem þau höfðu fengið að gjöf frá Mexíkóum,“ segir Dmitry. Gjöfin hafi komið honum í opna skjöldu Það verða læti Auðvitað stökk Dmitry á tilboðið, ók 1000 kílómetra til Volgograd, hitti íslensku vini sína aftur sem gáfu honum íslenska landsliðstreyju sem hann fer helst ekki úr. Og nú er Dmitry mættur til Rostov við Don og er vægast sagt bjartsýnn á íslenskan sigur. „Ég er handviss. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja íslenskan sigur,“ segir Dmitry sem ætlar að öskra, klappa og láta öllum illum látum. Öll hans orka muni fara í að skila þremur stigum.Rætt var við Dmitry í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Karlalandslið Íslands mætir Króatíu í lokaumferð riðlakeppni HM í Rostov í kvöld. Á vellinum verður rússneskur heimamaður sem fór á Nígeríuleikinn þökk sé íslenskum stuðningsmönnum sem gáfu honum miða og landsliðstreyju. Hann ætlar að öskra úr sér lungun til að tryggja íslenskan sigur. Dmitry Shueyko selur BMW mini bíla í stærstu borgum Rússlands. Hann sá íslenska liðið sigra England á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum og tók ástfóstri við strákana okkar. Óvæntur miði „Íslenska liðið er frábært dæmi um hvernig á að spila með heiður og hugrekki að vopni, og hvernig á að vinna leiki án fagmennsku eins og Þjóðverjarnir hafa eða hæfileikanna sem Brasilía hefur,“ segir Dmitry. Dmitry er uppalinn hér í Rostov en býr í Moskvu. Hann átti miða á leikinn gegn Króatíu og vinur hans hjá McDonald’s, einum styrktaraðila keppninnar, útvegaði honum eftirsótta miða á leikinn gegn Argentínu. Ekki stóð til að fara á leik númer tvö, gegn Nígeríu í Volgograd, fyrr en hann hitti þrjá Íslendinga fyrir tilviljun í Moskvu. „Við áttum yndislega stund saman yfir kvöldverði og svo gáfu þau mér miða á Nígeríuleikinn, sem þau höfðu fengið að gjöf frá Mexíkóum,“ segir Dmitry. Gjöfin hafi komið honum í opna skjöldu Það verða læti Auðvitað stökk Dmitry á tilboðið, ók 1000 kílómetra til Volgograd, hitti íslensku vini sína aftur sem gáfu honum íslenska landsliðstreyju sem hann fer helst ekki úr. Og nú er Dmitry mættur til Rostov við Don og er vægast sagt bjartsýnn á íslenskan sigur. „Ég er handviss. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja íslenskan sigur,“ segir Dmitry sem ætlar að öskra, klappa og láta öllum illum látum. Öll hans orka muni fara í að skila þremur stigum.Rætt var við Dmitry í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttina má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira