Ekki hægt að trufla Heimi því hann er ekki með kveikt á símanum Tómas Þór Þórðarson í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 15:30 Heimir Hallgrímsson virðist geta haldið uppi vestum með mættinum einum saman. vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segist hundrað prósent einbeittur að íslenska landsliðinu á HM eins og búast mátti við og utanaðkomandi áreiti vegna framtíðar hans er ekkert. Það er vegna þess að hann er eiginlega aldrei með kveikt á símanum. Heimir er samningslaus eftir HM og ætlar þá að íhuga framtíð sína en það var vitað fyrir mót. Hann hefur sagst vilja skoða hvort eitthvað spennandi verði í boði eftir að stýra íslenska landsliðinu í sjö ár, fyrst með Lars Lagerbäck og síðar einn. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi um daginn eftir stjörnuframmistöðuna á móti Argentínu að hann væri sömuleiðis einbeittur að HM og reyndi að vera sem minnst í símanum að skoða gylliboð umboðsmanna.Heimir mun hugsa málið eftir HM.vísir/vilhelmNóg að hugsa um „Það er ágætt að þú spyrð að þessu. Talaðu bara við starfsfólkið, ég er aldrei með símann á mér. Ég passa mig á því að hafa slökkt á honum. Það er nóg fyrir okkur að hugsa um. Við einbeitum okkur að þessu verkefni því það er svo stórt,“ segir Heimir ákveðinn. Eftir árangurinn og athyglina sem Heimir og íslenska liðið hefur fengið undanfarin ár og sérstaklega í aðdraganda HM má fullyrða að hann fái einhver tilboð en hvort þau verði jafnspennandi og framtíðin með íslenska liðið næstu tvö ár er aftur á móti spurningamerki. Og það veit Heimir. „Við erum ekki bara að undirbúa okkur ekki bara fyrir þennan leik á móti Króatíu heldur erum við búnir að hugsa langt fram í tímann. Ef örlögin verða þannig að við dettum út þá bíður okkar Þjóðadeildin sem byrjar í september. Það er önnur viðurkenning á þessa stráka og sýnir hversu vel þeir hafa staðið sig síðustu tvö ár,“ segir Heimir.Kossinn var fallegur eftir fyrsta leik en nú er það líf eða dauði á móti Króatíu.vísir/gettySpennandi framtíð „Við erum í Meistaradeild Evrópu landsliða og erum að fara í efstu deild Þjóðadeildarinnar. Svo kemur 2019 þar sem að við verðum aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þegar að dregið verður í riðla fyrir Evrópukeppnina.“ Það virðist alveg ljóst að það eina sem kemst að í huga Heimis er leikurinn á móti Króatíu annað kvöld. Hann segist allavega ekki eiga að vera þjálfari liðsins ef hann væri að hugsa um eitthvað annað. „Framtíðin næstu tvö ár er ofboðslega spennandi fyrir þetta landslið. Þetta sýnir bara hversu vel þessir strákar hafa spilað undanfarin tvö ár. Ef við erum að hugsa um eitthvað annað en leikinn á móti Króatíu eigum við ekkert að vera að stjórna þessu. Við erum 100 prósent einbeittir að því,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segist hundrað prósent einbeittur að íslenska landsliðinu á HM eins og búast mátti við og utanaðkomandi áreiti vegna framtíðar hans er ekkert. Það er vegna þess að hann er eiginlega aldrei með kveikt á símanum. Heimir er samningslaus eftir HM og ætlar þá að íhuga framtíð sína en það var vitað fyrir mót. Hann hefur sagst vilja skoða hvort eitthvað spennandi verði í boði eftir að stýra íslenska landsliðinu í sjö ár, fyrst með Lars Lagerbäck og síðar einn. Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi um daginn eftir stjörnuframmistöðuna á móti Argentínu að hann væri sömuleiðis einbeittur að HM og reyndi að vera sem minnst í símanum að skoða gylliboð umboðsmanna.Heimir mun hugsa málið eftir HM.vísir/vilhelmNóg að hugsa um „Það er ágætt að þú spyrð að þessu. Talaðu bara við starfsfólkið, ég er aldrei með símann á mér. Ég passa mig á því að hafa slökkt á honum. Það er nóg fyrir okkur að hugsa um. Við einbeitum okkur að þessu verkefni því það er svo stórt,“ segir Heimir ákveðinn. Eftir árangurinn og athyglina sem Heimir og íslenska liðið hefur fengið undanfarin ár og sérstaklega í aðdraganda HM má fullyrða að hann fái einhver tilboð en hvort þau verði jafnspennandi og framtíðin með íslenska liðið næstu tvö ár er aftur á móti spurningamerki. Og það veit Heimir. „Við erum ekki bara að undirbúa okkur ekki bara fyrir þennan leik á móti Króatíu heldur erum við búnir að hugsa langt fram í tímann. Ef örlögin verða þannig að við dettum út þá bíður okkar Þjóðadeildin sem byrjar í september. Það er önnur viðurkenning á þessa stráka og sýnir hversu vel þeir hafa staðið sig síðustu tvö ár,“ segir Heimir.Kossinn var fallegur eftir fyrsta leik en nú er það líf eða dauði á móti Króatíu.vísir/gettySpennandi framtíð „Við erum í Meistaradeild Evrópu landsliða og erum að fara í efstu deild Þjóðadeildarinnar. Svo kemur 2019 þar sem að við verðum aldrei neðar en í öðrum styrkleikaflokki þegar að dregið verður í riðla fyrir Evrópukeppnina.“ Það virðist alveg ljóst að það eina sem kemst að í huga Heimis er leikurinn á móti Króatíu annað kvöld. Hann segist allavega ekki eiga að vera þjálfari liðsins ef hann væri að hugsa um eitthvað annað. „Framtíðin næstu tvö ár er ofboðslega spennandi fyrir þetta landslið. Þetta sýnir bara hversu vel þessir strákar hafa spilað undanfarin tvö ár. Ef við erum að hugsa um eitthvað annað en leikinn á móti Króatíu eigum við ekkert að vera að stjórna þessu. Við erum 100 prósent einbeittir að því,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Sjá meira