Hannes vinsæll á kínverskum samfélagsmiðlum Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júní 2018 07:51 Hannes Þór Halldórsson grípur ekki bara bolta - heldur líka athygli. VÍSIR/VILHELM Þrátt fyrir grátlegt tap gegn Nígeríu á föstudag hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vakið mikla eftirtekt í Kína frá því að heimsmeistaramótið hófst í Rússlandi. Kínverjar, þrátt fyrir að vera ríflega 1,4 milljarðar talsins, eiga ekki landslið á mótinu í ár. Þeim þykir því harla merkilegt að smáþjóðin Íslendingar leiki nú á stærsta fótboltasviði heimsins. Jafntefli íslenska landsliðsins gegn Argentínu þótti mikið afrek á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. „Ísland er kannski lítið land á heimsmeistaramótinu, en það fangaði hug og hjörtu okkar,“ segir í færslu eins kínversks netverja sem deilt hefur verið mörgþúsund sinnum. Forvitnilegar greinar um íslenska landsliðið hafa að sama skapi farið á mikið flug á Weibo. Það að landsliðsþjálfarinn sé tannlæknir og markmaðurinn sé kvikmyndagerðarmaður þykir þannig gríðarlega merkilegt eystra, en rúmlega 100 þúsund kínverjar hafa deilt frétt um málið á samfélagsmiðlinum. Þá er Hannes Þór Halldórsson sagður hafa öðlast rúmlega 30 þúsund nýja fylgjendur á Weibo á tveimur sólarhringum eftir fræknar markvörslur hans gegn Argentínu. Næstum 50 þúsund Kínverjar fylgjast nú með færslum markmannsins á miðlinum.Á síðu Hannesar má sjá myndbandsskilaboð hans til fylgjenda sinna. Í þeim hvetur hann þá til að styðja íslenska landsliðið í blíðu og stríðu. Skilaboðunum hefur verið deilt næstum 7 þúsund sinnum og fengið rúmlega 50 þúsund kínversk „læk.“ Þessi mikla athygli í Kína er sögð hafa skilað sér í auknum áhuga á Íslandsferðum. Haft er eftir starfsmanni ferðaskrifstofu í Peking á vef ECNS að fyrirspurnum um Ísland hafi fjölgað mikið frá því að heimsmeistaramótið hófst. Sendiherra Íslands í Kína, Gunnar Snorri Gunnarsson, segir í samtali við sama miðil að Íslendingar taki Kínverjum fagnandi. Um 20 þúsund kínverskir ferðamenn hafi sótt landið heim á síðasta ári og unnið sé að því að einfalda vegabréfsáritunarferlið fyrir Kínverja. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að kínverskum ferðamönnum fjölgi á Íslandi á næstu árum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram í krafti einstakrar fegurðar Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. 23. júní 2018 22:19 „Hvað færðu út ef þú blandar saman Chris Hemsworth og Brad Pitt með dassi af Channing Tatum?“ Vinsældir Rúriks Gíslasonar leikmanns íslenska landsliðsins í fótbolta ætla engan enda að taka. Þann 16.júní síðastliðinn var Rúrik með um 40 þúsund fylgjendur á Instagram en þegar þetta er skrifað er hann komin með yfir 870 þúsund fylgjendur. 22. júní 2018 21:38 Stelpurnar sem sigruðu utanvallar Eftir mynd með ungri stelpu enduðu Hera og Gurrý í viðtölum við fjölmargar fréttastofur, fólk dreif að og bað um mynd. Fylgjendunum fjölgar á Instagram og eru þær í hópi flottustu áhorfenda HM að mati íþróttavefsíðu. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Þrátt fyrir grátlegt tap gegn Nígeríu á föstudag hefur íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vakið mikla eftirtekt í Kína frá því að heimsmeistaramótið hófst í Rússlandi. Kínverjar, þrátt fyrir að vera ríflega 1,4 milljarðar talsins, eiga ekki landslið á mótinu í ár. Þeim þykir því harla merkilegt að smáþjóðin Íslendingar leiki nú á stærsta fótboltasviði heimsins. Jafntefli íslenska landsliðsins gegn Argentínu þótti mikið afrek á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. „Ísland er kannski lítið land á heimsmeistaramótinu, en það fangaði hug og hjörtu okkar,“ segir í færslu eins kínversks netverja sem deilt hefur verið mörgþúsund sinnum. Forvitnilegar greinar um íslenska landsliðið hafa að sama skapi farið á mikið flug á Weibo. Það að landsliðsþjálfarinn sé tannlæknir og markmaðurinn sé kvikmyndagerðarmaður þykir þannig gríðarlega merkilegt eystra, en rúmlega 100 þúsund kínverjar hafa deilt frétt um málið á samfélagsmiðlinum. Þá er Hannes Þór Halldórsson sagður hafa öðlast rúmlega 30 þúsund nýja fylgjendur á Weibo á tveimur sólarhringum eftir fræknar markvörslur hans gegn Argentínu. Næstum 50 þúsund Kínverjar fylgjast nú með færslum markmannsins á miðlinum.Á síðu Hannesar má sjá myndbandsskilaboð hans til fylgjenda sinna. Í þeim hvetur hann þá til að styðja íslenska landsliðið í blíðu og stríðu. Skilaboðunum hefur verið deilt næstum 7 þúsund sinnum og fengið rúmlega 50 þúsund kínversk „læk.“ Þessi mikla athygli í Kína er sögð hafa skilað sér í auknum áhuga á Íslandsferðum. Haft er eftir starfsmanni ferðaskrifstofu í Peking á vef ECNS að fyrirspurnum um Ísland hafi fjölgað mikið frá því að heimsmeistaramótið hófst. Sendiherra Íslands í Kína, Gunnar Snorri Gunnarsson, segir í samtali við sama miðil að Íslendingar taki Kínverjum fagnandi. Um 20 þúsund kínverskir ferðamenn hafi sótt landið heim á síðasta ári og unnið sé að því að einfalda vegabréfsáritunarferlið fyrir Kínverja. Því sé ekkert því til fyrirstöðu að kínverskum ferðamönnum fjölgi á Íslandi á næstu árum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram í krafti einstakrar fegurðar Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. 23. júní 2018 22:19 „Hvað færðu út ef þú blandar saman Chris Hemsworth og Brad Pitt með dassi af Channing Tatum?“ Vinsældir Rúriks Gíslasonar leikmanns íslenska landsliðsins í fótbolta ætla engan enda að taka. Þann 16.júní síðastliðinn var Rúrik með um 40 þúsund fylgjendur á Instagram en þegar þetta er skrifað er hann komin með yfir 870 þúsund fylgjendur. 22. júní 2018 21:38 Stelpurnar sem sigruðu utanvallar Eftir mynd með ungri stelpu enduðu Hera og Gurrý í viðtölum við fjölmargar fréttastofur, fólk dreif að og bað um mynd. Fylgjendunum fjölgar á Instagram og eru þær í hópi flottustu áhorfenda HM að mati íþróttavefsíðu. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Rúrik kominn með milljón fylgjendur á Instagram í krafti einstakrar fegurðar Landsliðsmaðurinn snoppufríði Rúrik Gíslason er kominn með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. 23. júní 2018 22:19
„Hvað færðu út ef þú blandar saman Chris Hemsworth og Brad Pitt með dassi af Channing Tatum?“ Vinsældir Rúriks Gíslasonar leikmanns íslenska landsliðsins í fótbolta ætla engan enda að taka. Þann 16.júní síðastliðinn var Rúrik með um 40 þúsund fylgjendur á Instagram en þegar þetta er skrifað er hann komin með yfir 870 þúsund fylgjendur. 22. júní 2018 21:38
Stelpurnar sem sigruðu utanvallar Eftir mynd með ungri stelpu enduðu Hera og Gurrý í viðtölum við fjölmargar fréttastofur, fólk dreif að og bað um mynd. Fylgjendunum fjölgar á Instagram og eru þær í hópi flottustu áhorfenda HM að mati íþróttavefsíðu. 22. júní 2018 07:00