Ævistarf á fimm diskum Tómas G. skrifar 25. júní 2018 06:00 Stórstjarnan Ragnar Bjarnason er einn þeirra fjölmörgu sem túlkað hafa tónsmíðar Bjarna Hafþórs Helgasonar. „Ég gleymi aldrei þegar ég var í fyrsta skipti kallaður tónskáld. Það var 17. júní árið 1978 við útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri í Akureyrarkirkju. Tryggvi Gíslason skólameistari ávarpaði mig sem tónskáld þegar hann kallaði mig upp á svið,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem gaf út í síðasta mánuði stærsta útgáfuverkefni í sögu íslenskrar dægurtónlistar. Plötusafnið Fuglar hugans inniheldur nýjar upptökur og útsendingar á tónlist eftir hann. Samtals er um að ræða 75 lög á 5 diskum. Bjarni Hafþór segir að það hafi í raun verið eiginkona hans, Ingunn Wernersdóttir, sem stóð upp og sagði að nú þyrfti að gefa þetta út, að það yrði gert almennilega og með öllu tilheyrandi. Það varð síðan raunin. Mörg laga Bjarna Hafþórs eru þekkt en stór hluti laganna hefur ekki komið út áður. Lögin eru samin á heilu æviskeiði, tilefnin af ýmsum toga og þau því mjög ólík innbyrðis, popplög, ballöður, rokk, barnalög og allt þar á milli. Lögin eru frá árunum 1974-2016 og var 61 lag tekið upp í Lundgaard Studios í Danmörku í maí 2017, eftirvinnsla fór fram á Íslandi og tók eitt ár. Bjarni átti feikivinsæl lög með Skriðjöklunum og að sögn Bjarna lentu þau þar fyrir tilviljun. Annars hefur hann ekki mikið verið að auglýsa það sem hann hefur samið og oft verið spurður í gegnum tíðina hvar lögin séu. „Ég var alltaf í öðru og sinnti tónlist ekkert það mikið, en ég hef aldrei losnað við þörfina fyrir að semja lög og var bara að því fyrir sjálfan mig. Sjálfur hef eg aldrei farið fram sjálfur og spilað fyrir framan fólk.“ Gríðarleg vinna er á bak við plötuna og er tónlistarfólkið sem kemur að verkefninu samtals um 100 manns. Þar af eru söngvarar á plötunni 21.Útsetningar og stjórn voru í höndum Þóris Úlfarssonar. Bjarni gefur safnið út sjálfur og er það selt í Pennanum Eymundsson og á bensínstöðvum N1 um land allt. Einnig er allt safnið á Spotify og tonlist.is. Metnaðurinn á bak við útgáfu safnsins er mikill og skrifaðar voru út nótur fyrir öll lögin af Óskari Einarssyni sem fólk getur hlaðið niður endurgjaldslaust. Bjarni Hafþór segir að viðbrögðin við plötunni séu frábær enda sé um að ræða fjóra klukkutíma og tuttugu mínútur af tónlist. Svona verkefni er óhemju dýrt og mun ekki borga sig en Bjarni segir það vera forréttindi fyrir sig sem lagasmið að geta séð þetta allt saman á einum stað. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjá meira
„Ég gleymi aldrei þegar ég var í fyrsta skipti kallaður tónskáld. Það var 17. júní árið 1978 við útskrift úr Menntaskólanum á Akureyri í Akureyrarkirkju. Tryggvi Gíslason skólameistari ávarpaði mig sem tónskáld þegar hann kallaði mig upp á svið,“ segir Bjarni Hafþór Helgason sem gaf út í síðasta mánuði stærsta útgáfuverkefni í sögu íslenskrar dægurtónlistar. Plötusafnið Fuglar hugans inniheldur nýjar upptökur og útsendingar á tónlist eftir hann. Samtals er um að ræða 75 lög á 5 diskum. Bjarni Hafþór segir að það hafi í raun verið eiginkona hans, Ingunn Wernersdóttir, sem stóð upp og sagði að nú þyrfti að gefa þetta út, að það yrði gert almennilega og með öllu tilheyrandi. Það varð síðan raunin. Mörg laga Bjarna Hafþórs eru þekkt en stór hluti laganna hefur ekki komið út áður. Lögin eru samin á heilu æviskeiði, tilefnin af ýmsum toga og þau því mjög ólík innbyrðis, popplög, ballöður, rokk, barnalög og allt þar á milli. Lögin eru frá árunum 1974-2016 og var 61 lag tekið upp í Lundgaard Studios í Danmörku í maí 2017, eftirvinnsla fór fram á Íslandi og tók eitt ár. Bjarni átti feikivinsæl lög með Skriðjöklunum og að sögn Bjarna lentu þau þar fyrir tilviljun. Annars hefur hann ekki mikið verið að auglýsa það sem hann hefur samið og oft verið spurður í gegnum tíðina hvar lögin séu. „Ég var alltaf í öðru og sinnti tónlist ekkert það mikið, en ég hef aldrei losnað við þörfina fyrir að semja lög og var bara að því fyrir sjálfan mig. Sjálfur hef eg aldrei farið fram sjálfur og spilað fyrir framan fólk.“ Gríðarleg vinna er á bak við plötuna og er tónlistarfólkið sem kemur að verkefninu samtals um 100 manns. Þar af eru söngvarar á plötunni 21.Útsetningar og stjórn voru í höndum Þóris Úlfarssonar. Bjarni gefur safnið út sjálfur og er það selt í Pennanum Eymundsson og á bensínstöðvum N1 um land allt. Einnig er allt safnið á Spotify og tonlist.is. Metnaðurinn á bak við útgáfu safnsins er mikill og skrifaðar voru út nótur fyrir öll lögin af Óskari Einarssyni sem fólk getur hlaðið niður endurgjaldslaust. Bjarni Hafþór segir að viðbrögðin við plötunni séu frábær enda sé um að ræða fjóra klukkutíma og tuttugu mínútur af tónlist. Svona verkefni er óhemju dýrt og mun ekki borga sig en Bjarni segir það vera forréttindi fyrir sig sem lagasmið að geta séð þetta allt saman á einum stað.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjá meira