Aron Einar: Ódýrt mark og þurfum að fara erfiðu leiðina Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júní 2018 18:16 Aron Einar gengur af velli vísir/vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. „Þetta er svekkelsi. Leiðinleg úrslit. Núna er þetta ekki lengur í okkar höndum, við þurfum að gera okkar og vona það besta en það er bara áfram gakk,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Kolbein Tuma Daðason í Volgograd að leik loknum. „Nú förum við bara í það að rýna í þennan leik, slæmt fyrir okkur að fá á okkur mark úr okkar föstu leikatriði. Mér fannst við vera með þá og okkur leið vel inn á vellinum. Leiðinleg úrslit og spilamennskan í seinni hálfleik ekki frábær en við horfum ótrauðir áfram og bætum það sem við þurfum að bæta.“ „Við ætluðum að keyra meira upp vængina þar sem okkar bestu færi komu þegar við vorum að skipta á köntunum og fengum bakverðina í leik. Við gerðum ekki alveg nóg af því, því miður, en samt sem áður gerðu þeir vel í því.“ „Ódýrt að fá á sig svona mark og þá vorum við komnir á afturhælana en reynum samt. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki lagt allt í sölurnar. Ég sá það að koma inn í klefa og taka í spaðann á mönnum að menn voru algjörlega búnir.“ Örlögin eru ekki lengur í okkar höndum. Ísland þarf að treysta á að Argentína vinni Nígeríu í lokaleik sínum á sama tíma og Ísland vinni Króatíu. „Við viljum hafa þetta í okkar höndum en við þurfum að fara erfiðu leiðina og verðum að vona að það gangi upp. Þurfum að leggja okkur fram og gefa allt í sölurnar.“ Aron Einar er að koma til baka úr meiðslum og var farið að hægjast töluvert á honum undir lokin. Hann sagði sig samt vera í góðu ástandi. „Ég er allt í lagi, kannski farið að hægjast aðeins á mér en mér leið ágætlega þegar ég fékk boltann, sem var ekkert of oft.“ „Nú fer ég bara í það að koma mér í gang og vonandi verð 100 prósent klár fyrir þann leik.“ Aroni var skipt út af fyrir Ara Frey Skúlason undir lok leiksins. Hann virtist ekki mjög sáttur með skiptinguna en viðurkenndi svo að þreytan var farin að segja til sín. „Ég fann að það var að hægjast á mér, sem er kannski eðlilegt miðað við allt. Ég vill aldrei fara út af en Heimir hefur séð að það var farið að hægjast á mér og vildi breyta til og fá aðeins meiri sóknarskiptingu.“ Heimir Hallgrímsson breytti uppstillingu liðsins fyrir leikinn, fór úr 4-5-1 í 4-4-2 og hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd aðeins á samfélagsmiðlum í ljósi úrslitanna. Aron taldi breytinguna ekki hafa ráðið úrslitunum í dag. „Það er hægt að rýna í allt. Við höfum spilað frábæran leik í 4-4-2 og í 4-5-1. Ég held að það hafi ekki gert útslagið. Við fengum mark á okkur og þurfum að vera með meira drápseðli, taka menn niður þó við fáum gult spjald.“ „Þeir voru fyrri til í þessum leik og voru að vinna allt of marga seinni bolta.“ Í fyrri hálfleik átti Nígería ekki eitt skot á markið. Þeir áttu sitt fyrsta skot aðeins tíu sekúndum eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á og skoruðu svo stuttu seinna. Hvað gerðist í hálfleiknum? „Við vissum alveg að þeir kæmu inn í seinni hálfleikinn af krafti. Þeir þurftu að sækja sigur. Þeir fá ódýrt mark sem kveikir vel í þeim og seinna markið er aftur klaufaskapur af okkar hálfu. Núna er bara Króatía, við dveljum ekki of lengi á þessu, upp með kassan og rífa þetta í gang,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var svekktur eftir tap Íslands gegn Nígeríu í Volgograd í öðrum leik Íslands á HM. „Þetta er svekkelsi. Leiðinleg úrslit. Núna er þetta ekki lengur í okkar höndum, við þurfum að gera okkar og vona það besta en það er bara áfram gakk,“ sagði Aron Einar Gunnarsson í viðtali við Kolbein Tuma Daðason í Volgograd að leik loknum. „Nú förum við bara í það að rýna í þennan leik, slæmt fyrir okkur að fá á okkur mark úr okkar föstu leikatriði. Mér fannst við vera með þá og okkur leið vel inn á vellinum. Leiðinleg úrslit og spilamennskan í seinni hálfleik ekki frábær en við horfum ótrauðir áfram og bætum það sem við þurfum að bæta.“ „Við ætluðum að keyra meira upp vængina þar sem okkar bestu færi komu þegar við vorum að skipta á köntunum og fengum bakverðina í leik. Við gerðum ekki alveg nóg af því, því miður, en samt sem áður gerðu þeir vel í því.“ „Ódýrt að fá á sig svona mark og þá vorum við komnir á afturhælana en reynum samt. Það er ekki hægt að segja að við höfum ekki lagt allt í sölurnar. Ég sá það að koma inn í klefa og taka í spaðann á mönnum að menn voru algjörlega búnir.“ Örlögin eru ekki lengur í okkar höndum. Ísland þarf að treysta á að Argentína vinni Nígeríu í lokaleik sínum á sama tíma og Ísland vinni Króatíu. „Við viljum hafa þetta í okkar höndum en við þurfum að fara erfiðu leiðina og verðum að vona að það gangi upp. Þurfum að leggja okkur fram og gefa allt í sölurnar.“ Aron Einar er að koma til baka úr meiðslum og var farið að hægjast töluvert á honum undir lokin. Hann sagði sig samt vera í góðu ástandi. „Ég er allt í lagi, kannski farið að hægjast aðeins á mér en mér leið ágætlega þegar ég fékk boltann, sem var ekkert of oft.“ „Nú fer ég bara í það að koma mér í gang og vonandi verð 100 prósent klár fyrir þann leik.“ Aroni var skipt út af fyrir Ara Frey Skúlason undir lok leiksins. Hann virtist ekki mjög sáttur með skiptinguna en viðurkenndi svo að þreytan var farin að segja til sín. „Ég fann að það var að hægjast á mér, sem er kannski eðlilegt miðað við allt. Ég vill aldrei fara út af en Heimir hefur séð að það var farið að hægjast á mér og vildi breyta til og fá aðeins meiri sóknarskiptingu.“ Heimir Hallgrímsson breytti uppstillingu liðsins fyrir leikinn, fór úr 4-5-1 í 4-4-2 og hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd aðeins á samfélagsmiðlum í ljósi úrslitanna. Aron taldi breytinguna ekki hafa ráðið úrslitunum í dag. „Það er hægt að rýna í allt. Við höfum spilað frábæran leik í 4-4-2 og í 4-5-1. Ég held að það hafi ekki gert útslagið. Við fengum mark á okkur og þurfum að vera með meira drápseðli, taka menn niður þó við fáum gult spjald.“ „Þeir voru fyrri til í þessum leik og voru að vinna allt of marga seinni bolta.“ Í fyrri hálfleik átti Nígería ekki eitt skot á markið. Þeir áttu sitt fyrsta skot aðeins tíu sekúndum eftir að seinni hálfleikurinn var flautaður á og skoruðu svo stuttu seinna. Hvað gerðist í hálfleiknum? „Við vissum alveg að þeir kæmu inn í seinni hálfleikinn af krafti. Þeir þurftu að sækja sigur. Þeir fá ódýrt mark sem kveikir vel í þeim og seinna markið er aftur klaufaskapur af okkar hálfu. Núna er bara Króatía, við dveljum ekki of lengi á þessu, upp með kassan og rífa þetta í gang,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira