Öryggissveitir Venesúela hafi myrt hundruð á síðustu árum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2018 18:02 Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. Vísir/Getty Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Í henni eru lýsingar af gerræðislegum aðgerðum öryggissveitarinnar frá síðustu þremur árum. Sveitarnir, sem oftast athafnað sig í fátækari hverfum landsins, hafi ráðist til atlögu gegn fólki af handahófi, að því er segir í skýrslu. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, um umfang og afleiðingar aðgerða öryggissveita Venesúela, kemur fram að enn hafi enginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir framgöngu lögreglunnar í fátækari hverfum sem gefi þá til kynna að lög og reglur séu virtar að vettugi í landinu. Að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins gefa ráðamenn í Venesúela lítið fyrir skýrsluna og segja staðhæfingar skýrslunnar vera lygar.Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Vísir/GettyÍ skýrslunni segir að liðsmenn öryggissveitarinnar, sem hafi myrt saklausa borgara, hafi tengst samtökum sem bera heitið „Aðgerðir til handa frelsunar fólksins“ sem er framtak til höfuðs glæpagengjum í Venesúela. Talið er að liðsmennirnir hafi myrt hátt í 500 manns síðan í júlí 2015 til þess að sýna að yfirvöldum hafi orðið ágengt í baráttunni gegn glæpum í landinu. Liðsmönnunum er gefið að sök að hafa hróflað við sönnungargögnum á vettvangi og látið líta svo út sem fórnarlömbin hafi dáið í skotbardaga við lögregluyfirvöld. Fulltrúum Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinaður aðgangur að Venesúela. Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Hann var manneskja, ekki hundurEin þeirra sem sagði frá reynslu sinni var amma manns sem var myrtur í lögreglurassíu í mars á þessu ári. Hún segir frá því að fimmtíu svartklæddir liðsmenn öryggissveitarinnar hafi ruðst inn á heimili þeirra og handtekið 23 ára sonarson sinn sem lá sofandi þegar liðsmenn báru að garði. Þeir teimdu manninn með sér út fyrir húsið og stuttu síðar heyrði fjölskyldan skothvelli. Eftir réttarmeinarrannsókn kom það í ljós að hann hefði fengið á sig tvö skot í bringuna og að hann hefði þá einnig hlotið alvarlegt höfuðhögg. „Í lögreglurannsókn er sagt að sonarsonur minn hefði borið skotvopn og að hann hafi skotið á öryggissveitina, sem er hrein hlygi. Ég krefst réttlætis. Hann var manneskja, ekki hundur,“ segir konan. Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Sautján ungmenni létust í troðningi á skemmtistað Upptök atviksins eru rakin til táragassprengju sem sprengd var í kjölfar ryskinga milli manna á staðnum. 16. júní 2018 18:21 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Í henni eru lýsingar af gerræðislegum aðgerðum öryggissveitarinnar frá síðustu þremur árum. Sveitarnir, sem oftast athafnað sig í fátækari hverfum landsins, hafi ráðist til atlögu gegn fólki af handahófi, að því er segir í skýrslu. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, um umfang og afleiðingar aðgerða öryggissveita Venesúela, kemur fram að enn hafi enginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir framgöngu lögreglunnar í fátækari hverfum sem gefi þá til kynna að lög og reglur séu virtar að vettugi í landinu. Að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins gefa ráðamenn í Venesúela lítið fyrir skýrsluna og segja staðhæfingar skýrslunnar vera lygar.Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Vísir/GettyÍ skýrslunni segir að liðsmenn öryggissveitarinnar, sem hafi myrt saklausa borgara, hafi tengst samtökum sem bera heitið „Aðgerðir til handa frelsunar fólksins“ sem er framtak til höfuðs glæpagengjum í Venesúela. Talið er að liðsmennirnir hafi myrt hátt í 500 manns síðan í júlí 2015 til þess að sýna að yfirvöldum hafi orðið ágengt í baráttunni gegn glæpum í landinu. Liðsmönnunum er gefið að sök að hafa hróflað við sönnungargögnum á vettvangi og látið líta svo út sem fórnarlömbin hafi dáið í skotbardaga við lögregluyfirvöld. Fulltrúum Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinaður aðgangur að Venesúela. Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Hann var manneskja, ekki hundurEin þeirra sem sagði frá reynslu sinni var amma manns sem var myrtur í lögreglurassíu í mars á þessu ári. Hún segir frá því að fimmtíu svartklæddir liðsmenn öryggissveitarinnar hafi ruðst inn á heimili þeirra og handtekið 23 ára sonarson sinn sem lá sofandi þegar liðsmenn báru að garði. Þeir teimdu manninn með sér út fyrir húsið og stuttu síðar heyrði fjölskyldan skothvelli. Eftir réttarmeinarrannsókn kom það í ljós að hann hefði fengið á sig tvö skot í bringuna og að hann hefði þá einnig hlotið alvarlegt höfuðhögg. „Í lögreglurannsókn er sagt að sonarsonur minn hefði borið skotvopn og að hann hafi skotið á öryggissveitina, sem er hrein hlygi. Ég krefst réttlætis. Hann var manneskja, ekki hundur,“ segir konan.
Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Sautján ungmenni létust í troðningi á skemmtistað Upptök atviksins eru rakin til táragassprengju sem sprengd var í kjölfar ryskinga milli manna á staðnum. 16. júní 2018 18:21 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Fleiri fréttir Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Kona lést í skotárás í Lundúnum Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Sjá meira
Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30
Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01
Sautján ungmenni létust í troðningi á skemmtistað Upptök atviksins eru rakin til táragassprengju sem sprengd var í kjölfar ryskinga milli manna á staðnum. 16. júní 2018 18:21