Atli fær ekki lögmannsréttindi á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2018 15:24 Atli Helgason var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að myrða Einar Örn Birgisson fréttablaðið/heiða Landsréttur hafnaði í gær kröfu Atla Helgasonar um að fella niður sviptingu á málflutningsréttum hans. Dómurinn sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn, þar sem svipting á lögmannsréttindum Atla var felld niður. Verður Atli því áfram sviptur lögmannsréttindum sínum. Atli var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir að hafa orðið Einari Erni Birgissyni að bana og var þá einnig sviptur málflutningsréttindum. Fyrir rúmum tveimur árum hlaut Atli uppreist æru en óflekkað mannorð er meðal skilyrða þess að hafa málflutningsréttindi. Í niðurstöðu Landsréttar segir m.a. að brýnt sé að almenningur beri traust til lögmanna. Þótt 17 ár séu nú liðin frá því að dómur féll í manndrápsmálinu, sjö ár frá því að Atla var veitt reynslulausn og þrjú ár frá því að reynslutíma lauk sé enn varhugavert að slá því föstu að hann hafi áunnið sér það traust sem lögmenn verða að njóta. Þá er einnig litið til þess í niðurstöðu réttarins að bú Atla hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta árið 2001. Þannig uppfylli hann ekki almenn skilyrði um að bú hans hafi aldrei verið tekið til gjaldþrotaskipta. Lögmannafélag Íslands hafi jafnframt hafnað því að mæla með að Atla verði veitt undanþága frá áðurnefndu skilyrði. Ætli Atli sér að starfa sem lögmaður að nýju verði slík meðmæli að liggja fyrir. Þá sé synjun Lögmannafélags Íslands ítarlega rökstudd og þar vísað til þess að Atli hafi gerst sekur um manndráp, ekki gætt að reglum um fjárvörslu lögmanna, veitt ónógar upplýsingar um fjárhag sinn og kaup á tilteknum fasteignum. Að auki krefjist almannahagsmunir þess að Atli sé sviptur lögmannsréttindum enda byggist sviptingin á nauðsyn þess að almenningur beri fullt traust til þeirra sem starfinu gegna. Dómsmál Tengdar fréttir Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00 Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórfaldri vinnu en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Landsréttur hafnaði í gær kröfu Atla Helgasonar um að fella niður sviptingu á málflutningsréttum hans. Dómurinn sneri þar með við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 16. maí síðastliðinn, þar sem svipting á lögmannsréttindum Atla var felld niður. Verður Atli því áfram sviptur lögmannsréttindum sínum. Atli var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2001 fyrir að hafa orðið Einari Erni Birgissyni að bana og var þá einnig sviptur málflutningsréttindum. Fyrir rúmum tveimur árum hlaut Atli uppreist æru en óflekkað mannorð er meðal skilyrða þess að hafa málflutningsréttindi. Í niðurstöðu Landsréttar segir m.a. að brýnt sé að almenningur beri traust til lögmanna. Þótt 17 ár séu nú liðin frá því að dómur féll í manndrápsmálinu, sjö ár frá því að Atla var veitt reynslulausn og þrjú ár frá því að reynslutíma lauk sé enn varhugavert að slá því föstu að hann hafi áunnið sér það traust sem lögmenn verða að njóta. Þá er einnig litið til þess í niðurstöðu réttarins að bú Atla hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta árið 2001. Þannig uppfylli hann ekki almenn skilyrði um að bú hans hafi aldrei verið tekið til gjaldþrotaskipta. Lögmannafélag Íslands hafi jafnframt hafnað því að mæla með að Atla verði veitt undanþága frá áðurnefndu skilyrði. Ætli Atli sér að starfa sem lögmaður að nýju verði slík meðmæli að liggja fyrir. Þá sé synjun Lögmannafélags Íslands ítarlega rökstudd og þar vísað til þess að Atli hafi gerst sekur um manndráp, ekki gætt að reglum um fjárvörslu lögmanna, veitt ónógar upplýsingar um fjárhag sinn og kaup á tilteknum fasteignum. Að auki krefjist almannahagsmunir þess að Atli sé sviptur lögmannsréttindum enda byggist sviptingin á nauðsyn þess að almenningur beri fullt traust til þeirra sem starfinu gegna.
Dómsmál Tengdar fréttir Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00 Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Í fjórfaldri vinnu en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Atli Helga fær réttindi á ný Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfu Atla Helgasonar um endurheimt lögmannsréttinda hans. 17. maí 2018 05:00
Lögmenn áminntir vegna Atla Helgasonar Þrír lögmenn Versus lögmannsstofu hafa verið áminntir vegna máls sem Lögmannafélag Íslands (LMFÍ) höfðaði gegn þeim fyrir úrskurðarnefnd lögmanna og varðar eignarhald Atla Helgasonar að stofunni, 31. maí 2017 07:00