Svandís segir brýnt að semja við sérgreinalækna Heimir Már Pétursson skrifar 21. júní 2018 13:00 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, vonast til að eiga samtal við sérfræðinga bæði innan opinbera heilbrigðiskerfisins og utan þess á faglegum nótum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Vísir//Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir ekki hægt að bíða lengi með að gera nýtt samkomulag við sérgreinalækna utan sjúkrahúsa. Hún vonist til að eiga samtal við sérfræðinga bæði innan opinbera heilbrigðiskerfisins og utan þess á faglegum nótum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Þá þurfi að skoða greiðsluþátttöku aldraðra og öryrkja betur. Margir sérfræðilæknar utan opinbera heilbrigðiskerfisins sem og Læknafélag Íslands hafa lýst óánægju með stöðu samninga við ríkisvaldið en undanfarið hafi nýir sérfræðilæknar ekki komist á samning við ríkið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt að hún vilji tryggja meiri viðveru sérfræðilækna á sjúkrahúsunum en þeir eru margir í hlutastarfi þar en vinna að öðru leyti á eigin stofum utan spítalanna. Það getur væntanlega ekki dregist úr hófi að endurskoða það kerfi vegna þess að fólk er að heimsækja þessa sérfræðinga upp á hvern einasta dag? „Já það er sannarlega þannig og það er hárrétt ábending að við getum ekki látið það hjá líða að endurskoða þessa stöðu sem upp er komin. Þessum rammasamningi við sérgreinalækna var í raun og veru lokað í tíð fyrri ráðherra á síðasta ári. Á árinu 2017. Það er ástand sem getur ekki varað inn í lengri framtíð,“ segir Svandís. Hún vænti þess að eiga samráð við sérfræðilækna, bæði þá sem vinni í einkageiranum og líka við þá sem vinni í opinbera kerfinu. „Til þess að við getum stillt saman strengi undir faglegu flaggi. Af því að ég held að það skipti máli að við reynum að setja fjárhagslega hagsmuni til hliðar um sinn og horfa til þess hverjar eru skyldur lækna eins og annarra heilbrigðisstétta við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar til framtíðar,“ segir heilbrigðisráðherra. Í gær var kynnt úttekt Sjúkratrygginga Íslands á framkvæmd á nýju greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem almennt hefur leitt til þess að kostnaður sjúklinga hefur lækkað mikið, eða úr að hámarki allt að 400 þúsund krónum á ári í 71 þúsund krónur. Í eldra kerfi gat kostnaðarþátttaka eldri borgara farið allt upp í 267 þúsund á ári og öryrkja upp í 285 þúsund en í nýja kerfinu verður kostnaður þessara hópa aldrei meiri en tæpar 47 þúsund krónur. Heilbrigðisráðherra vill engu að síður skoða greiðsluþátttöku þessara hópa betur. „Því að sumu leyti hefur kostnaður þeirra aukist. En þó ekki er varðar þjálfunina. Sem er kannski það almikilvægasta fyrir þá hópa, að njóta betra aðgengis að sjúkraþjálfun,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir ekki hægt að bíða lengi með að gera nýtt samkomulag við sérgreinalækna utan sjúkrahúsa. Hún vonist til að eiga samtal við sérfræðinga bæði innan opinbera heilbrigðiskerfisins og utan þess á faglegum nótum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til framtíðar. Þá þurfi að skoða greiðsluþátttöku aldraðra og öryrkja betur. Margir sérfræðilæknar utan opinbera heilbrigðiskerfisins sem og Læknafélag Íslands hafa lýst óánægju með stöðu samninga við ríkisvaldið en undanfarið hafi nýir sérfræðilæknar ekki komist á samning við ríkið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt að hún vilji tryggja meiri viðveru sérfræðilækna á sjúkrahúsunum en þeir eru margir í hlutastarfi þar en vinna að öðru leyti á eigin stofum utan spítalanna. Það getur væntanlega ekki dregist úr hófi að endurskoða það kerfi vegna þess að fólk er að heimsækja þessa sérfræðinga upp á hvern einasta dag? „Já það er sannarlega þannig og það er hárrétt ábending að við getum ekki látið það hjá líða að endurskoða þessa stöðu sem upp er komin. Þessum rammasamningi við sérgreinalækna var í raun og veru lokað í tíð fyrri ráðherra á síðasta ári. Á árinu 2017. Það er ástand sem getur ekki varað inn í lengri framtíð,“ segir Svandís. Hún vænti þess að eiga samráð við sérfræðilækna, bæði þá sem vinni í einkageiranum og líka við þá sem vinni í opinbera kerfinu. „Til þess að við getum stillt saman strengi undir faglegu flaggi. Af því að ég held að það skipti máli að við reynum að setja fjárhagslega hagsmuni til hliðar um sinn og horfa til þess hverjar eru skyldur lækna eins og annarra heilbrigðisstétta við uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar til framtíðar,“ segir heilbrigðisráðherra. Í gær var kynnt úttekt Sjúkratrygginga Íslands á framkvæmd á nýju greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem almennt hefur leitt til þess að kostnaður sjúklinga hefur lækkað mikið, eða úr að hámarki allt að 400 þúsund krónum á ári í 71 þúsund krónur. Í eldra kerfi gat kostnaðarþátttaka eldri borgara farið allt upp í 267 þúsund á ári og öryrkja upp í 285 þúsund en í nýja kerfinu verður kostnaður þessara hópa aldrei meiri en tæpar 47 þúsund krónur. Heilbrigðisráðherra vill engu að síður skoða greiðsluþátttöku þessara hópa betur. „Því að sumu leyti hefur kostnaður þeirra aukist. En þó ekki er varðar þjálfunina. Sem er kannski það almikilvægasta fyrir þá hópa, að njóta betra aðgengis að sjúkraþjálfun,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30