Kostnaður sjúklinga við heilbrigðisþjónustu hefur lækkað mikið Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2018 20:30 Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega 300 þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. Heilbrigðisráðherra segir stefnt að því að lækka þennan kostnað enn frekar. Heildarkostnaður sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu gat áður farið upp í allt að 400 þúsund krónur á ári en nú á hann aldrei að verða hærri en 71 þúsund krónur á ári og um 47 þúsund hjá elli- og örorkulífeyrisþegum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga var tekið í notkun í maí í fyrra með það að markmiði að fjölga fyrstu komum fólks á heilsugæsluna og lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Þetta virðist hafa tekist samkvæmt nýrri skýrslu Sjúkratrygginga Íslands sem kynnt var í dag. Á sama tíma var tekið upp tilvísunarkerfi fyrir börn vegna sérfræðiþjónustu sem tryggir að þjónustan verði endurgjaldslaus. Um fimmtíu prósent barna sem koma til sérfræðinga nú hafa tilvísun og þá hefur komum á heilsugæsluna fjölgað um 19 prósent. Heildarútgjöld einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu hafa lækkað um tæpar 804 milljónir króna frá maí í fyrra til apríl í ár miðað við árið 2016 og munar þar mest um kostnað vegna þjálfunar ýmis konar eins og talþjálfun og sjúkraþjálfun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir enn meiri lækkun greiðsluþátttökunnar boðaða í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára þannig að hún verði svipuð og á hinum Norðurlöndunum. „Það útheimtir all marga milljarða á þessum tíma en þeim milljörðum er vel varið. Ég geri auðvitað ráð fyrir því að þar með séum við að nálgast þann part norræna velferðarkerfisins sem greiðsluþátttaka sjúklinga endurspeglar,” segir heilbrigðisráðherra.Grafík/guðmundurKostnaður ríkissjóðs vegna minni greiðsluþátttöku sjúklinga var áætlaður um 1,5 milljlarðar en varð 2,2 milljarðar. Þess vegna segir Svandís að skoða verði framkvæmdina betur meðal annars með nýjum samningum við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna sem síðasti heilbrigðisráðherra hafi sagt upp. Mikilvægast sé að ná markmiðum um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustunni. „Það er að segja að þeir sem eru veikastir borgi minna en þeir gerðu áður. Því markmiði hefur verið náð. Við erum að draga verulega úr greiðslum fyrir börn og það fer niður í núll í stórum og mikilvægum þáttum. Þannig að þessi markmið eru auðvitað þau mikilvægustu og þjónar í raun og veru þeirri meginsýn að við séum að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustunni óháð efnahag,” segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira
Hámarks greiðsluþátttaka sjúklinga í heilbrigðiskerfinu hefur minnkað um rúmlega 300 þúsund krónur á ári frá því nýtt greiðsluþátttökukerfi var tekið upp í maí í fyrra. Heilbrigðisráðherra segir stefnt að því að lækka þennan kostnað enn frekar. Heildarkostnaður sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu gat áður farið upp í allt að 400 þúsund krónur á ári en nú á hann aldrei að verða hærri en 71 þúsund krónur á ári og um 47 þúsund hjá elli- og örorkulífeyrisþegum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi sjúklinga var tekið í notkun í maí í fyrra með það að markmiði að fjölga fyrstu komum fólks á heilsugæsluna og lækka greiðsluþátttöku sjúklinga. Þetta virðist hafa tekist samkvæmt nýrri skýrslu Sjúkratrygginga Íslands sem kynnt var í dag. Á sama tíma var tekið upp tilvísunarkerfi fyrir börn vegna sérfræðiþjónustu sem tryggir að þjónustan verði endurgjaldslaus. Um fimmtíu prósent barna sem koma til sérfræðinga nú hafa tilvísun og þá hefur komum á heilsugæsluna fjölgað um 19 prósent. Heildarútgjöld einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu hafa lækkað um tæpar 804 milljónir króna frá maí í fyrra til apríl í ár miðað við árið 2016 og munar þar mest um kostnað vegna þjálfunar ýmis konar eins og talþjálfun og sjúkraþjálfun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir enn meiri lækkun greiðsluþátttökunnar boðaða í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára þannig að hún verði svipuð og á hinum Norðurlöndunum. „Það útheimtir all marga milljarða á þessum tíma en þeim milljörðum er vel varið. Ég geri auðvitað ráð fyrir því að þar með séum við að nálgast þann part norræna velferðarkerfisins sem greiðsluþátttaka sjúklinga endurspeglar,” segir heilbrigðisráðherra.Grafík/guðmundurKostnaður ríkissjóðs vegna minni greiðsluþátttöku sjúklinga var áætlaður um 1,5 milljlarðar en varð 2,2 milljarðar. Þess vegna segir Svandís að skoða verði framkvæmdina betur meðal annars með nýjum samningum við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna sem síðasti heilbrigðisráðherra hafi sagt upp. Mikilvægast sé að ná markmiðum um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustunni. „Það er að segja að þeir sem eru veikastir borgi minna en þeir gerðu áður. Því markmiði hefur verið náð. Við erum að draga verulega úr greiðslum fyrir börn og það fer niður í núll í stórum og mikilvægum þáttum. Þannig að þessi markmið eru auðvitað þau mikilvægustu og þjónar í raun og veru þeirri meginsýn að við séum að jafna aðgengi að heilbrigðisþjónustunni óháð efnahag,” segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Sjá meira