Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Hersir Aron Ólafsson skrifar 6. júlí 2018 21:00 Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli. Stöð 2 Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Í Fréttablaðinu í morgun var sagt frá því að Tollgæslan hefði undanfarið lagt hald á gríðarmikið magn ávana- og fíknilyfja í Leifsstöð.Sjá einnig: Ferðamenn leysa út fíknilyf á BenidormSamkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni er um að ræða um 19 þúsund töflur í ár, þar af 3.100 töflur af sterkustu gerð Oxycontins, ávanabindandi verkjalyfs sem telst til svonefndra ópíóða. Í þessari viku einni hafa komið upp þrjú mál, þar sem samtals hafa verið haldlagðar 1859 töflur. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, segir að nánast allt efnið komi frá Spáni.Greiða læknum fyrir lyfseðla „Það eru læknar þar staðsettir sem eru að ávísa þessum lyfjum í miklu magni og það sem við höfum líka verið að fá staðfest er að þeim er greitt fyrir að gera þessa lyfseðla, og þannig ná einstaklingarnir að fá þetta í gegn,“ segir Guðrún Sólveig. Þá skrifi læknarnir jafnan upp á sterkustu gerðir lyfjanna, sem að jafnaði væru aðeins notuð í alvarlegustu tilfellum. Skammtastærðirnar séu enn fremur út úr kortinu. „Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það kemur t.d. að þú þurfir að taka átta töflur við hausverk, fjórar töflur af öðru o.s.frv. Þú værir ekki gangandi um flugvöllinn í slíku ástandi ef þú ættir að taka það,“ segir Guðrún Sólveig. Fyrst og fremst er um að ræða lögleg lyfseðilsskyld lyf, en þó í langtum meira magni en eðlilegt er.Skipulagðar ferðir til að sækja lyfin „Þetta eru klárlega skipulagðar ferðir til að sækja þessi lyf. Við erum ekki að tala um sólarlandafarþegana sem eru að kippa þessu með sér, nema bara brot af málunum,“ segir Guðrún Sólveig. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, en enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna þess sem stendur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Það er erfitt að svara þessu, en auðvitað getur maður dregið ákveðnar ályktanir af magninu. Að þetta sé ekki til einkaneyslu eins eða tveggja manna,“ segir Ólafur Helgi. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00 Sackler fjölskyldan rakar inn milljörðum á sölu OxyContin Auður Sackler-fjölskyldunnar er að mestu leyti kominn til af sölu á verkjalyfinu OxyContin. Lyfinu sem hefur leitt marga notendur í Bandaríkjunum til neyslu á heróíni. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Í Fréttablaðinu í morgun var sagt frá því að Tollgæslan hefði undanfarið lagt hald á gríðarmikið magn ávana- og fíknilyfja í Leifsstöð.Sjá einnig: Ferðamenn leysa út fíknilyf á BenidormSamkvæmt upplýsingum frá Tollgæslunni er um að ræða um 19 þúsund töflur í ár, þar af 3.100 töflur af sterkustu gerð Oxycontins, ávanabindandi verkjalyfs sem telst til svonefndra ópíóða. Í þessari viku einni hafa komið upp þrjú mál, þar sem samtals hafa verið haldlagðar 1859 töflur. Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli, segir að nánast allt efnið komi frá Spáni.Greiða læknum fyrir lyfseðla „Það eru læknar þar staðsettir sem eru að ávísa þessum lyfjum í miklu magni og það sem við höfum líka verið að fá staðfest er að þeim er greitt fyrir að gera þessa lyfseðla, og þannig ná einstaklingarnir að fá þetta í gegn,“ segir Guðrún Sólveig. Þá skrifi læknarnir jafnan upp á sterkustu gerðir lyfjanna, sem að jafnaði væru aðeins notuð í alvarlegustu tilfellum. Skammtastærðirnar séu enn fremur út úr kortinu. „Þetta á ekki við nein rök að styðjast. Það kemur t.d. að þú þurfir að taka átta töflur við hausverk, fjórar töflur af öðru o.s.frv. Þú værir ekki gangandi um flugvöllinn í slíku ástandi ef þú ættir að taka það,“ segir Guðrún Sólveig. Fyrst og fremst er um að ræða lögleg lyfseðilsskyld lyf, en þó í langtum meira magni en eðlilegt er.Skipulagðar ferðir til að sækja lyfin „Þetta eru klárlega skipulagðar ferðir til að sækja þessi lyf. Við erum ekki að tala um sólarlandafarþegana sem eru að kippa þessu með sér, nema bara brot af málunum,“ segir Guðrún Sólveig. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu, en enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna þess sem stendur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. „Það er erfitt að svara þessu, en auðvitað getur maður dregið ákveðnar ályktanir af magninu. Að þetta sé ekki til einkaneyslu eins eða tveggja manna,“ segir Ólafur Helgi.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00 Sackler fjölskyldan rakar inn milljörðum á sölu OxyContin Auður Sackler-fjölskyldunnar er að mestu leyti kominn til af sölu á verkjalyfinu OxyContin. Lyfinu sem hefur leitt marga notendur í Bandaríkjunum til neyslu á heróíni. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Ferðamenn leysa út fíknilyf á Benidorm Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Hluta þeirra flytja íslenskir ferðamenn til landsins frá Spáni. Slóðin hefur verið rakin til fáeinna lækna á Benidorm sem skrifa út risastóra skammta ávana- og fíknilyfja eins og OxyContin og Xanax. 6. júlí 2018 07:00
Sackler fjölskyldan rakar inn milljörðum á sölu OxyContin Auður Sackler-fjölskyldunnar er að mestu leyti kominn til af sölu á verkjalyfinu OxyContin. Lyfinu sem hefur leitt marga notendur í Bandaríkjunum til neyslu á heróíni. 30. júní 2018 09:00