Mesti fautinn á HM er ennþá með í keppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2018 15:30 Marcus Berg toga í stuttbuxur Svisslendingsins Johan Djourou. Vísir/Getty John Stones, miðvörður enska landsliðsins, talaði um það eftir Kólumbíuleikinn að hann hefði aldrei spilað á móti óheiðarlegri leikmönnum en þeim sem voru í kólumbíska landsliðinu. Tony Cascarino, pistlahöfundur The Times og fyrrum atvinnumaður sjálfur, hefur nú varað Stones við í nýjasta HM-pistli sínum. Framundan er nefnilega leikur á móti Svíum í átta liða úrslitunum og þá sérstaklega hinum grófa Marcus Berg. Svíarnir tóku að sjálfsögðu eftir þessu og Expressen skrifaði um pistil þessa fyrrum leikmanns Aston Villa, Chelsea og írska landsliðsins. Tony Cascarino varar enska liðið við að það sé von á því sama og í leiknum á móti Kólumbíu þar sem allt ætlaði nokkrum sinnum um koll að keyra. Kólumbíumenn létu hvorki Englendinga né dómarann í friði. Cascarino leggur hinsvegar ofurkapp á að benda á þá staðreyn að af hans mati sé mesti fautinn á HM er ennþá með í keppninni. Sá er hinn 31 árs framherji Marcus Berg sem spilar nú sem atvinnumaður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Marcus Berg hefur brotið oftar af sér en allir aðrir leikmenn á HM en hann hefur samt enn ekki fengið að líta gula spjaldið frá dómurum. „Það kemur mér ekki á óvart að Berg sé efstur á þessum lista. Framherjar í liðum sem beita löngum og háum boltum eru oft duglegir að brjóta af sér. Ég ætti að vita það því ég braut oft af mér í leikjum með írska landsliðinu þegar við spiluðum samskonar bolta beint upp völlinn eins og Svíarnir gera,“ skrifaði Tony Cascarino „Vörnin byrjar hjá sóknarmönnunum og Berg er duglegur að láta finn fyrir sér í hápressunni. Ensku leikmennirnir geta þó ekki búist við því að það sé hægt að veiða hann útaf með spjöldum. Það væri tímaeyðsla enda fær hann ekki spjöld,“ skrifaði Cascarino. „Ensku leikmennirnir voru marðir og barðir í síðasta leiknum sínum á móti Kólumbíu en þeir verða búa sig undir samskonar leik á laugardaginn á móti Marcus Berg, Berg er grófasti leikmaðurinn á HM af þeim sem eru enn þá með í keppninni,“ skrifaði Cascarino. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
John Stones, miðvörður enska landsliðsins, talaði um það eftir Kólumbíuleikinn að hann hefði aldrei spilað á móti óheiðarlegri leikmönnum en þeim sem voru í kólumbíska landsliðinu. Tony Cascarino, pistlahöfundur The Times og fyrrum atvinnumaður sjálfur, hefur nú varað Stones við í nýjasta HM-pistli sínum. Framundan er nefnilega leikur á móti Svíum í átta liða úrslitunum og þá sérstaklega hinum grófa Marcus Berg. Svíarnir tóku að sjálfsögðu eftir þessu og Expressen skrifaði um pistil þessa fyrrum leikmanns Aston Villa, Chelsea og írska landsliðsins. Tony Cascarino varar enska liðið við að það sé von á því sama og í leiknum á móti Kólumbíu þar sem allt ætlaði nokkrum sinnum um koll að keyra. Kólumbíumenn létu hvorki Englendinga né dómarann í friði. Cascarino leggur hinsvegar ofurkapp á að benda á þá staðreyn að af hans mati sé mesti fautinn á HM er ennþá með í keppninni. Sá er hinn 31 árs framherji Marcus Berg sem spilar nú sem atvinnumaður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Marcus Berg hefur brotið oftar af sér en allir aðrir leikmenn á HM en hann hefur samt enn ekki fengið að líta gula spjaldið frá dómurum. „Það kemur mér ekki á óvart að Berg sé efstur á þessum lista. Framherjar í liðum sem beita löngum og háum boltum eru oft duglegir að brjóta af sér. Ég ætti að vita það því ég braut oft af mér í leikjum með írska landsliðinu þegar við spiluðum samskonar bolta beint upp völlinn eins og Svíarnir gera,“ skrifaði Tony Cascarino „Vörnin byrjar hjá sóknarmönnunum og Berg er duglegur að láta finn fyrir sér í hápressunni. Ensku leikmennirnir geta þó ekki búist við því að það sé hægt að veiða hann útaf með spjöldum. Það væri tímaeyðsla enda fær hann ekki spjöld,“ skrifaði Cascarino. „Ensku leikmennirnir voru marðir og barðir í síðasta leiknum sínum á móti Kólumbíu en þeir verða búa sig undir samskonar leik á laugardaginn á móti Marcus Berg, Berg er grófasti leikmaðurinn á HM af þeim sem eru enn þá með í keppninni,“ skrifaði Cascarino.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira