Alþingi áformar að birta launaupplýsingar fyrrverandi þingmanna Heimir Már Pétursson skrifar 4. júlí 2018 12:48 Alþingi áformar að birta upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þingmanna allt aftur til ársins 2007 líkt og gert er vegna launa og greiðslna til þeirra sem nú sitja á Alþingi. Fyrrverandi þingmönnum er veittur frestur til loka næstu viku til að skila inn athugasemdum. Alþingi uppfærir í dag reglulega upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þeirra sem nú sitja á þingi og hefur gert það frá byrjun þessa árs. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur sent öllum þeim sem setið hafa á Alþingi frá kosningunum 2007 bréf þar sem þeim er tilkynnt að forsætisnefnd þingsins hafi einnig ákveðið að birta sams konar upplýsingar um þá. Upplýsingarnar verða þó aðeins sundurliðaðar eftir árum en ekki mánuðum eins og hjá þeim sem nú sitja á þingi. Um er að ræða upplýsingar um launagreiðslur, þar með taldar álagsgreiðslur vegna formennsku í nefndum og svo framvegis sem og upplýsingar um kostnaðargreiðslur til dæmis vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar. Þá verða einnig birtar upplýsingar um hvað hver þingmaður hefur fengið endurgreitt fyrir útlagðan kostnað eins og feðakostnað innanlands. Gögnin geyma persónuupplýsingar og telst birting þeirra því til vinnslu upplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga samkvæmt bréfi forseta Alþingis til þingmannanna fyrrverandi. Hins vegar geti óskráðar meginreglur um upplýsingarétt almennings átt við um þessa starfsemi Alþingis. Þá hafi sú stefnumótun sem fram komi í gildandi upplýsingalögum um réttindi almennings til aðgangs að uppýsingum um heildarlaun stjórnenda og æðstu embættismanna þýðingu í þessum efnum sem og lög um kjararáð. Í bréfi forseta Alþingis er fyrrverandi alþingismönnum sem kjörnir voru til þings á árunum 2007 til 2016 gefinn frestur til föstudagsins í næstu viku til að koma á framfæri athugasemdum við þessa fyrirætlan þingsins. Steingrímur J. Sigfússon vildi ekki veita viðtal vegna þessa máls þegar eftir því var leitað og taldi rétt að bíða þar til frestur þingmannanna fyrrverandi rynni út hinn 13. júlí. Steingrímur tók hins vegar fram að birting þessarra upplýsinga myndi ekki ná til látinna þingmanna. Þá hafði verið ákveðið að fara ekki lengra aftur í tímann en til 2007 vegna þess að frá þeim tíma til dagsins í dag hefðu reglur um greiðslur til þingmanna ekki breyst mikið og því samanburðarhæfar. Alþingi Tengdar fréttir Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. 15. febrúar 2018 20:30 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Alþingi áformar að birta upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þingmanna allt aftur til ársins 2007 líkt og gert er vegna launa og greiðslna til þeirra sem nú sitja á Alþingi. Fyrrverandi þingmönnum er veittur frestur til loka næstu viku til að skila inn athugasemdum. Alþingi uppfærir í dag reglulega upplýsingar um laun og fastar kostnaðargreiðslur þeirra sem nú sitja á þingi og hefur gert það frá byrjun þessa árs. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis hefur sent öllum þeim sem setið hafa á Alþingi frá kosningunum 2007 bréf þar sem þeim er tilkynnt að forsætisnefnd þingsins hafi einnig ákveðið að birta sams konar upplýsingar um þá. Upplýsingarnar verða þó aðeins sundurliðaðar eftir árum en ekki mánuðum eins og hjá þeim sem nú sitja á þingi. Um er að ræða upplýsingar um launagreiðslur, þar með taldar álagsgreiðslur vegna formennsku í nefndum og svo framvegis sem og upplýsingar um kostnaðargreiðslur til dæmis vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar. Þá verða einnig birtar upplýsingar um hvað hver þingmaður hefur fengið endurgreitt fyrir útlagðan kostnað eins og feðakostnað innanlands. Gögnin geyma persónuupplýsingar og telst birting þeirra því til vinnslu upplýsinga samkvæmt lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga samkvæmt bréfi forseta Alþingis til þingmannanna fyrrverandi. Hins vegar geti óskráðar meginreglur um upplýsingarétt almennings átt við um þessa starfsemi Alþingis. Þá hafi sú stefnumótun sem fram komi í gildandi upplýsingalögum um réttindi almennings til aðgangs að uppýsingum um heildarlaun stjórnenda og æðstu embættismanna þýðingu í þessum efnum sem og lög um kjararáð. Í bréfi forseta Alþingis er fyrrverandi alþingismönnum sem kjörnir voru til þings á árunum 2007 til 2016 gefinn frestur til föstudagsins í næstu viku til að koma á framfæri athugasemdum við þessa fyrirætlan þingsins. Steingrímur J. Sigfússon vildi ekki veita viðtal vegna þessa máls þegar eftir því var leitað og taldi rétt að bíða þar til frestur þingmannanna fyrrverandi rynni út hinn 13. júlí. Steingrímur tók hins vegar fram að birting þessarra upplýsinga myndi ekki ná til látinna þingmanna. Þá hafði verið ákveðið að fara ekki lengra aftur í tímann en til 2007 vegna þess að frá þeim tíma til dagsins í dag hefðu reglur um greiðslur til þingmanna ekki breyst mikið og því samanburðarhæfar.
Alþingi Tengdar fréttir Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. 15. febrúar 2018 20:30 Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Innlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. 15. febrúar 2018 20:30
Launaupplýsingar þingmanna nú aðgengilegar almenningi Upplýsingar um laun þingmanna og kostnaðargreiðslur til þeirra hafa nú verið birtar á vef Alþingis. 27. febrúar 2018 11:24