Fara fram á handtöku fyrrverandi forseta Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júlí 2018 08:03 Rafael Correa var forseti Ekvadors á árunum 2007-2017. Vísir/getty Dómstóll í Ekvador hefur gefið út handtökuskipun á hendur fyrrverandi forseta landsins, Rafael Correa. Hann er talinn hafa tengsl við rán á pólitískum andstæðingi hans árið 2012. Correa, sem býr ásamt konu sinni í heimalandi hennar Belgíu, neitar öllum ásökunum. Dómarinn sem gaf út handtökuskipunina sagði í samtali við þarlenda miðla að hann væri búinn að gera Interpol viðvart og að hann hafi farið fram á að forsetinn fyrrverandi yrði framseldur. Þingmanninum Fernando Balda var rænt í höfuðborg Kolumbíu, Bogotá, eftir að hafa flúið landið. Hafði hann þá átt í háværum og opinberum útistöðum við Correa, sem þá var forseti landsins. Lögreglan hafði hendur í hári ræningja hans aðeins örfáum klukkustundum eftir að tilkynning barst um ránið á Balda. Þingmaðurinn ásakaði síðar Correa um að hafa staðið á bakvið mannránið.Fernando Balda, hér fyrir miðju, segir Correa hafa staðið á bakvið mannránið árið 2012.Vísir/epaBalda hafði á þeim tíma verið ákærður fyrir að standa á bakvið misheppnað valdarán í landinu árið 2010, þegar hann reyndi að koma Correa frá völdum. Þingmaðurinn hlaut eins árs fangelsisdóm fyrir að stofna þjóðaröryggi í hættu. Fyrrnefndur dómari sagði að hann hafi gefið út handtökuskipunina því að Correa hafi skrópað í réttarsal. Þangað hafði hann verið boðaður til að liðsinna við rannsóknina á mannráninu. Þess í stað ákvað Correa að gefa sig fram við ekvadorska sendiráðið í Brussel - sem dómarinn sagði að honum hafi ekki verið heimilt að gera. Correa, sem var forseti Ekvadors frá árinu 2007-2017, hefur ætíð neitað að hafa haft nokkuð með málið að gera. Þess í stað segir hann ásakanirnar runnar undan rifjum núverandi forseta landsins, Lenín Moreno, en þeir voru áður bandamenn í stjórnmálum. Ekvador Kólumbía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Dómstóll í Ekvador hefur gefið út handtökuskipun á hendur fyrrverandi forseta landsins, Rafael Correa. Hann er talinn hafa tengsl við rán á pólitískum andstæðingi hans árið 2012. Correa, sem býr ásamt konu sinni í heimalandi hennar Belgíu, neitar öllum ásökunum. Dómarinn sem gaf út handtökuskipunina sagði í samtali við þarlenda miðla að hann væri búinn að gera Interpol viðvart og að hann hafi farið fram á að forsetinn fyrrverandi yrði framseldur. Þingmanninum Fernando Balda var rænt í höfuðborg Kolumbíu, Bogotá, eftir að hafa flúið landið. Hafði hann þá átt í háværum og opinberum útistöðum við Correa, sem þá var forseti landsins. Lögreglan hafði hendur í hári ræningja hans aðeins örfáum klukkustundum eftir að tilkynning barst um ránið á Balda. Þingmaðurinn ásakaði síðar Correa um að hafa staðið á bakvið mannránið.Fernando Balda, hér fyrir miðju, segir Correa hafa staðið á bakvið mannránið árið 2012.Vísir/epaBalda hafði á þeim tíma verið ákærður fyrir að standa á bakvið misheppnað valdarán í landinu árið 2010, þegar hann reyndi að koma Correa frá völdum. Þingmaðurinn hlaut eins árs fangelsisdóm fyrir að stofna þjóðaröryggi í hættu. Fyrrnefndur dómari sagði að hann hafi gefið út handtökuskipunina því að Correa hafi skrópað í réttarsal. Þangað hafði hann verið boðaður til að liðsinna við rannsóknina á mannráninu. Þess í stað ákvað Correa að gefa sig fram við ekvadorska sendiráðið í Brussel - sem dómarinn sagði að honum hafi ekki verið heimilt að gera. Correa, sem var forseti Ekvadors frá árinu 2007-2017, hefur ætíð neitað að hafa haft nokkuð með málið að gera. Þess í stað segir hann ásakanirnar runnar undan rifjum núverandi forseta landsins, Lenín Moreno, en þeir voru áður bandamenn í stjórnmálum.
Ekvador Kólumbía Suður-Ameríka Tengdar fréttir Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52
Assange "meira en óþægindi“ fyrir ríkisstjórn Ekvadors Ríkisstjórn Ekvador reynir að losna við stofnanda Wikileaks úr sendiráði sínu í London en án þess þó að hann verði handtekinn og framseldur til Bandaríkjanna. 22. janúar 2018 19:34