Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 11:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Mynd/Samsett Forsætisráðuneytinu hefur ekki borist bréf frá Donald Trump Bandaríkjaforseta varðandi aukningu útgjalda til varnarmála. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis sem send var fyrir helgi. Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta.Gremja innan Bandaríkastjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi leiðtogum nokkurra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, bréf í júní þar sem hann hvatti ríkin til aukinna útgjalda til varnarmála. Þá þykja bréfin nokkuð harðorð en í þeim gagnrýnir forsetinn bandamenn sína í NATO fyrir að verja ekki meira fé til varnarmála en raun ber vitni auk þess sem hann lýsir yfir gremju innan ríkisstjórnar sinnar vegna málsins. Á meðal þeirra sem hafa fengið bréf frá Bandaríkjaforseta eru Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, og Angela Merkel, kanslari Þýskaland. Í frétt bandaríska dagblaðsins New York Times segir að bréfið til hinnar síðastnefndu sé sérstaklega hvassyrt en talið er að ríkisstjórn Trumps íhugi nú að kalla herlið á vegum Bandaríkjanna heim frá Þýskalandi.Sjá einnig: Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Trump sendir bréfin í aðdraganda leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður í Brussel 11.og 12. júlí næstkomandi. Á leiðtogafundi bandalagsins í maí í fyrra var samþykkt að auka útgjöld aðildarríkja til varnarmála, að háværum kröfum stjórnvalda í Washington sem þá voru nýtekin við stjórnartaumunum. Ljóst er að Bandaríkin hafa ekki horfið frá þeirri stefnu.Frá leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í maí 2017. Á mynd sést Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra Íslands, ásamt öðrum leiðtogum, þ.á m. Donald Trump Bandaríkjaforseta, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.Vísir/EPAÍsland njóti sérstöðu innan NATO Um afstöðu íslenskra stjórnvalda til aukinna framlaga til varnarmála vísar ráðuneytið í þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt var á Alþingi árið 2016. Þá hafi áhersla verið lögð á jafnari skiptingu innan Atlantshafsbandalagsins í tengslum við framlög til varnarmála um nokkurt skeið en framlög Íslands í málaflokknum hafa farið heldur vaxandi á undanförnum árum. „Í því samhengi er hins vegar mikilvægt að halda því til haga að Ísland starfrækir ekki her og taka framlög Íslands ávallt mið af því í umfangi og eðli. Ísland er herlaus þjóð og nýtur ákveðinnar sérstöðu sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsins í því tilliti,“ segir jafnframt í svari forsætisráðuneytisins. Þessi sérstaða Íslands sé vel þekkt og viðurkennd frá stofnun Atlantshafsbandalagsins. Grundvallarforsenda þjóðaröryggisstefnunnar sé auk þess staða Íslands sem fámennrar eyþjóðar sem tryggir öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana. Framlög Íslands til varnarmála taki mið af þessu. Donald Trump NATO Ríkisstjórn Tengdar fréttir Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. 27. júní 2018 20:00 44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. 22. júní 2018 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Forsætisráðuneytinu hefur ekki borist bréf frá Donald Trump Bandaríkjaforseta varðandi aukningu útgjalda til varnarmála. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis sem send var fyrir helgi. Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta.Gremja innan Bandaríkastjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi leiðtogum nokkurra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, bréf í júní þar sem hann hvatti ríkin til aukinna útgjalda til varnarmála. Þá þykja bréfin nokkuð harðorð en í þeim gagnrýnir forsetinn bandamenn sína í NATO fyrir að verja ekki meira fé til varnarmála en raun ber vitni auk þess sem hann lýsir yfir gremju innan ríkisstjórnar sinnar vegna málsins. Á meðal þeirra sem hafa fengið bréf frá Bandaríkjaforseta eru Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, og Angela Merkel, kanslari Þýskaland. Í frétt bandaríska dagblaðsins New York Times segir að bréfið til hinnar síðastnefndu sé sérstaklega hvassyrt en talið er að ríkisstjórn Trumps íhugi nú að kalla herlið á vegum Bandaríkjanna heim frá Þýskalandi.Sjá einnig: Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Trump sendir bréfin í aðdraganda leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður í Brussel 11.og 12. júlí næstkomandi. Á leiðtogafundi bandalagsins í maí í fyrra var samþykkt að auka útgjöld aðildarríkja til varnarmála, að háværum kröfum stjórnvalda í Washington sem þá voru nýtekin við stjórnartaumunum. Ljóst er að Bandaríkin hafa ekki horfið frá þeirri stefnu.Frá leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í maí 2017. Á mynd sést Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra Íslands, ásamt öðrum leiðtogum, þ.á m. Donald Trump Bandaríkjaforseta, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.Vísir/EPAÍsland njóti sérstöðu innan NATO Um afstöðu íslenskra stjórnvalda til aukinna framlaga til varnarmála vísar ráðuneytið í þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt var á Alþingi árið 2016. Þá hafi áhersla verið lögð á jafnari skiptingu innan Atlantshafsbandalagsins í tengslum við framlög til varnarmála um nokkurt skeið en framlög Íslands í málaflokknum hafa farið heldur vaxandi á undanförnum árum. „Í því samhengi er hins vegar mikilvægt að halda því til haga að Ísland starfrækir ekki her og taka framlög Íslands ávallt mið af því í umfangi og eðli. Ísland er herlaus þjóð og nýtur ákveðinnar sérstöðu sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsins í því tilliti,“ segir jafnframt í svari forsætisráðuneytisins. Þessi sérstaða Íslands sé vel þekkt og viðurkennd frá stofnun Atlantshafsbandalagsins. Grundvallarforsenda þjóðaröryggisstefnunnar sé auk þess staða Íslands sem fámennrar eyþjóðar sem tryggir öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana. Framlög Íslands til varnarmála taki mið af þessu.
Donald Trump NATO Ríkisstjórn Tengdar fréttir Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. 27. júní 2018 20:00 44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. 22. júní 2018 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. 27. júní 2018 20:00
44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. 22. júní 2018 08:30