Lífið

Strákarnir okkar og Jamie Foxx hittust á djamminu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fínasta mynd til að eiga í safninu.
Fínasta mynd til að eiga í safninu.
Leikmenn íslenska landsliðsins eru allir komnir í smá frí eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi en liðið komst ekki upp úr sínum riðli.

Liðið kom til landsins á miðvikudagskvöldið og fór góður hópur til Miami í Flórída. Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, Rúrik Gíslason, Sverrir Ingi Ingason, Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson eru saman í sólinni í Bandaríkjunum.

Strákarnir hittu stórleikarann Jamie Foxx á djamminu og fengu fína hópmynd sem Aron Einar birtir á Instagramsíðu sinni og má sjá myndina hér að neðan.

 
@iamjamiefoxx

A post shared by Aron Gunnarsson (@arongunnarsson) on Jul 2, 2018 at 6:49am PDT


Tengdar fréttir

Strákarnir okkar njóta lífsins eftir HM

Leikmenn íslenska landsliðsins hafa nú lokið leik á heimsmeistaramótinu í fótbolta og komu aftur heim til Íslands á miðvikudagskvöld. Ekki stoppuðu allir lengi hér heima, heldur skelltu sér aftur í sólina og flúðu rigninguna hér á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.