Cheyenne Woods elskar Ísland: Hvaleyrarvöllur er mjög töff Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júlí 2018 14:00 Cheyenne Woods er í 225. sæti heimslistans í golfi S2 Sport Bandaríski atvinnukylfingurinn Cheyenne Woods er stödd hér á landi þar sem hún tók þátt í góðgerðamóti Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og KPMG á Hvaleyrarvelli í gær. Woods á nokkuð frægan frænda sem keppir á Opna breska meistaramótinu um helgina. „Ég elska Ísland enn sem komið er. Ég hef heyrt svo mikið um það frá Ólafíu og það er gott að geta komið hingað. Ferðin hefur verið frábær til þessa,“ sagði Woods við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur á Hvaleyrarvelli í gær. „Völlurinn er mjög fallegur. Alveg við sjóinn og byggður á hrauninu sem er mjög töff. Ég er mjög spennt fyrir því að prófa völlinn og upplifa íslenskt golf,“ sagði Woods. Hún spilaði á Hvaleyrarvelli í gær ásamt Ólafíu Þórunni og þremur öðrum atvinnukylfingum af LPGA og fjölda íslenskra kylfinga. Samtals söfnuðust þrjár milljónir króna til styrktar Umhyggju á mótinu í gær. Woods spilaði sitt fyrsta ár á LPGA mótaröðinni árið 2015. Hún hefur enn ekki náð að sigra á mótaröðinni en tvisvar verið á meðal 10 efstu. Hún og Ólafía Þórunn hafa náð vel saman og er vel til vina. „Hún er frábær kylfingur, alveg síðan í háskólagolfinu. Það var mjög fallega gert af henni að bjóða okkur hingað til Íslands og hún er frábær gestgjafi,“ sagði Woods um Ólafíu. Faðir Cheyenne er hálfbróðir eins þekktasta og sigursælasta kylfings heims, Tiger Woods. Tiger er á meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu sem hófst á Carnoustie vellinum í Skotlandi í morgun. Tiger hefur unnið mótið þrisvar á sínum ferli.. Hann hefur leik á Opna breska klukkan 14:21 að íslenskum tíma. „Ég held hann eigi góðan möguleika á sigri. Hann er að spila mjög gott golf og mikið af fólki er spennt fyrir honum. Það er alltaf spennandi að fylgjast með Tiger á risamóti svo þetta verður spennandi vika,“ sagði Cheyenne Woods. Opna breska meistaramótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn: Þetta er svo gott fyrir hjartað Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, stóð í gær fyrir góðgerðamóti á Hvaleyrarvelli til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. 19. júlí 2018 10:30 Í beinni: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski atvinnukylfingurinn Cheyenne Woods er stödd hér á landi þar sem hún tók þátt í góðgerðamóti Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur og KPMG á Hvaleyrarvelli í gær. Woods á nokkuð frægan frænda sem keppir á Opna breska meistaramótinu um helgina. „Ég elska Ísland enn sem komið er. Ég hef heyrt svo mikið um það frá Ólafíu og það er gott að geta komið hingað. Ferðin hefur verið frábær til þessa,“ sagði Woods við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur á Hvaleyrarvelli í gær. „Völlurinn er mjög fallegur. Alveg við sjóinn og byggður á hrauninu sem er mjög töff. Ég er mjög spennt fyrir því að prófa völlinn og upplifa íslenskt golf,“ sagði Woods. Hún spilaði á Hvaleyrarvelli í gær ásamt Ólafíu Þórunni og þremur öðrum atvinnukylfingum af LPGA og fjölda íslenskra kylfinga. Samtals söfnuðust þrjár milljónir króna til styrktar Umhyggju á mótinu í gær. Woods spilaði sitt fyrsta ár á LPGA mótaröðinni árið 2015. Hún hefur enn ekki náð að sigra á mótaröðinni en tvisvar verið á meðal 10 efstu. Hún og Ólafía Þórunn hafa náð vel saman og er vel til vina. „Hún er frábær kylfingur, alveg síðan í háskólagolfinu. Það var mjög fallega gert af henni að bjóða okkur hingað til Íslands og hún er frábær gestgjafi,“ sagði Woods um Ólafíu. Faðir Cheyenne er hálfbróðir eins þekktasta og sigursælasta kylfings heims, Tiger Woods. Tiger er á meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu sem hófst á Carnoustie vellinum í Skotlandi í morgun. Tiger hefur unnið mótið þrisvar á sínum ferli.. Hann hefur leik á Opna breska klukkan 14:21 að íslenskum tíma. „Ég held hann eigi góðan möguleika á sigri. Hann er að spila mjög gott golf og mikið af fólki er spennt fyrir honum. Það er alltaf spennandi að fylgjast með Tiger á risamóti svo þetta verður spennandi vika,“ sagði Cheyenne Woods. Opna breska meistaramótið er í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla helgina.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn: Þetta er svo gott fyrir hjartað Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, stóð í gær fyrir góðgerðamóti á Hvaleyrarvelli til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. 19. júlí 2018 10:30 Í beinni: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn: Þetta er svo gott fyrir hjartað Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, stóð í gær fyrir góðgerðamóti á Hvaleyrarvelli til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. 19. júlí 2018 10:30
Í beinni: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00