Módelið Mara Martin olli fjaðrafoki þegar hún gaf fimm mánaða dóttur sinni brjóst á tískusýningu Sports Illustrated í Miami á sunnudaginn var. Martin gekk tískupallinn í gullnu bikiníi og gaf dóttur sinni brjóst á sama tíma. Dóttir hennar, Aria, var með eyrnahlífar til þess að hlífa henni fyrir hávaðanum.
Martin tjáði sig um málið á Instagram síðu sinni og sagði: „Ég trúi ekki að ég sé að vakna við fyrirsagnir um eitthvað sem að ég og dóttir mín gerum saman á hverjum degi.“
Margir hafa tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum og segja Martin vera hvetjandi en aðrir sökuðu hana um að vera að leitast eftir athygli með þessu.
Gaf brjóst á tískupallinum
Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
