Suwannapura vann eftir bráðabana Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2018 21:35 Suwannapura nældi í sinn fyrsta sigur í Ohio vísir/getty Hin tælenska Thidapa Suwannapura vann sitt fyrsta mót á LPGA mótaröðinni þegar hún hafði betur í bráðabana á Marathon Classic mótinu í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Suwannapura hafði aðeins tvisvar á ferlinum náð inn á topp 10 fyrir mótið um helgina en hún var nýliði á LPGA mótaröðinni árið 2012. Hún hafði betur í bráðabana við Brittany Lincicome í kvöld. Suwannapura byrjaði lokadag mótsins jöfn í fimmta sæti en hún spilaði frábærlega á lokahringnum og endaði á sex höggum undir pari í dag, samtals á 14 höggum undir pari í mótinu líkt og hin bandaríska Lincicome. Það þurfti aðeins eina holu í bráðabananum því Lincicome hitti fyrsta höggi sínu í glompu og það annað fór í vatn á meðan Suwannapura átti færi á erni rétt fyrir utan flötina. Hún hitti arnarpúttinu ekki en púttaði auðveldlega fyrir fugli á meðan Lincicome endaði holuna á pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði jöfn í 56. sæti mótsins. Næsta mót á mótaröðinni er opna skoska mótið sem fer fram dagana 26.- 29. júlí og er Ólafía á meðal keppenda á mótinu..@thidapa_jts becomes a Rolex First-Time Winner after winning in a playoff at @MarathonLPGA! pic.twitter.com/yUJZbNES2d — LPGA (@LPGA) July 15, 2018 Golf Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hin tælenska Thidapa Suwannapura vann sitt fyrsta mót á LPGA mótaröðinni þegar hún hafði betur í bráðabana á Marathon Classic mótinu í Ohio-fylki í Bandaríkjunum. Suwannapura hafði aðeins tvisvar á ferlinum náð inn á topp 10 fyrir mótið um helgina en hún var nýliði á LPGA mótaröðinni árið 2012. Hún hafði betur í bráðabana við Brittany Lincicome í kvöld. Suwannapura byrjaði lokadag mótsins jöfn í fimmta sæti en hún spilaði frábærlega á lokahringnum og endaði á sex höggum undir pari í dag, samtals á 14 höggum undir pari í mótinu líkt og hin bandaríska Lincicome. Það þurfti aðeins eina holu í bráðabananum því Lincicome hitti fyrsta höggi sínu í glompu og það annað fór í vatn á meðan Suwannapura átti færi á erni rétt fyrir utan flötina. Hún hitti arnarpúttinu ekki en púttaði auðveldlega fyrir fugli á meðan Lincicome endaði holuna á pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði jöfn í 56. sæti mótsins. Næsta mót á mótaröðinni er opna skoska mótið sem fer fram dagana 26.- 29. júlí og er Ólafía á meðal keppenda á mótinu..@thidapa_jts becomes a Rolex First-Time Winner after winning in a playoff at @MarathonLPGA! pic.twitter.com/yUJZbNES2d — LPGA (@LPGA) July 15, 2018
Golf Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira