Trump ánægður með áherslur Katrínar í afvopnunarmálum Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2018 12:13 Katrín Jakobsdóttir á leiðtogafundi NATO í vikunni. Getty Images/Marlene Awaad Forsætisráðherra segir enga nýja ákvörðun um aukin framlög aðildarríkja til varnarmála hafa verið tekna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í gær. Í örstuttu samtali hennar við Trump Bandaríkjaforseta lýsti forsetinn yfir ánægju með áherslur forsætisráðherra í afvopnunarmálum. Tveggja daga leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins lauk í Brussel í gær þar sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna fullyrti að bandalagsþjóðirnar hafi farið að tilmælum hans um aukin framlög til varnarmála. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fundinn og segir að mikil átök hafi verið á síðara fundi leiðtoganna.Markmið miðast við 2024 „Það var í raun og veru engin ný ákvörðun tekin á þessum fundi. Það var samþykkt fyrir nokkrum árum að ríkin skyldu stefna að því að verja tveimur prósentum af vergri þjóðarframleiðslu til varnarmála, til Atlantshafsbandalagsins. Ég tek fram að það á ekki við um Ísland og okkar sérstaða sem herlausrar þjóðar hefur verið viðurkennd í þessu samhengi. Það er engin ný ákvörðun sem hefur verið tekin um þetta. Þetta markmið miðast við 2024,“ segir Katrín. Hins vegar hafi komið fram á fundinum að þjóðirnar hafi verið að auka framlög sín verulega undanfarið, þótt áfram sé byggt á markmiði NATO ríkjanna frá árinu 2014 um að framlög bandalagsríkjanna verði 2 prósent af landsframleiðslu. „Og það kann að vera að þetta markmið náist fyrr en sett var. Það hefur komið fram að það hafa verið misvísandi skilaboð frá fundinum. En þarna held ég að ég sé sammála meirihluta fundarmanna um hvað gerðist í raun og veru,“ segir Katrín.Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka.Vísir/APÁ fréttamannafundi Trump strax og leiðtogafundinum lauk í gær lýsti hann því þannig að hann hafi komið og hrist upp í liðinu og leiðtogarnir hafi að lokum fallist á tillögur hans.Óvæntur fundur inni í dagskrá „Það var auðvitað hrist upp í fundinum að því leytinu til að það var haldinn óvæntur fundur inni í miðri fundardagskrá. Það er að segja á síðara degi fundarins var skotið á óvæntum fundi um þessi framlaga mál þar sem var tekist á og það lá alveg fyrir að það var töluverð spenna í loftinu. Ekki síst milli Bandaríkjanna og Þýskalands þar sem kannski má segja að að verið hafi áþreifanlegasta spennan og það spilar auðvitað margt annað þar inn í,“ segir Katrín. Þar á meðal staðan í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í tollamálum og andstaða Trump við nýja gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands.Melania Trump, forsetafrú, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, eru mætt til Bretlands eftir NATO fundinn.vísir/apKatrín átti stutt spjall við Trump undir lok fundarins. Hún segir Bandaríkjaforseta hafa verið ánægðan með áherslur hennar í afvopnunarmálum en hún hvatti meðal annars til þess að kjarnorkuveldin tækju aftur upp viðræður um kjarnorkuafvopnun. „Við töluðum um hugðarefni mitt sem er kjarnorkuafvopnun. En hann náði líka að beina talinu að sjónvarpi. Þannig að hann ræddi aðeins afþreyingariðnaðinn og gerði hann að sérstöku umtalsefni.“Hvað sagði hann um það?„Hann sló svona á létta strengi með það. En ég hvatti mjög til kjarnorkuafvopnunar á þessum fundi og sagði að það væri mjög gott mál að það væri verið að hvetja til hennar á Kóreuskaga en það þyrfti að horfa víðar. Og þar þyrfti Atlantshafsbandalagið að gera mun betur,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Donald Trump NATO Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Forsætisráðherra segir enga nýja ákvörðun um aukin framlög aðildarríkja til varnarmála hafa verið tekna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í gær. Í örstuttu samtali hennar við Trump Bandaríkjaforseta lýsti forsetinn yfir ánægju með áherslur forsætisráðherra í afvopnunarmálum. Tveggja daga leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins lauk í Brussel í gær þar sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna fullyrti að bandalagsþjóðirnar hafi farið að tilmælum hans um aukin framlög til varnarmála. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sat fundinn og segir að mikil átök hafi verið á síðara fundi leiðtoganna.Markmið miðast við 2024 „Það var í raun og veru engin ný ákvörðun tekin á þessum fundi. Það var samþykkt fyrir nokkrum árum að ríkin skyldu stefna að því að verja tveimur prósentum af vergri þjóðarframleiðslu til varnarmála, til Atlantshafsbandalagsins. Ég tek fram að það á ekki við um Ísland og okkar sérstaða sem herlausrar þjóðar hefur verið viðurkennd í þessu samhengi. Það er engin ný ákvörðun sem hefur verið tekin um þetta. Þetta markmið miðast við 2024,“ segir Katrín. Hins vegar hafi komið fram á fundinum að þjóðirnar hafi verið að auka framlög sín verulega undanfarið, þótt áfram sé byggt á markmiði NATO ríkjanna frá árinu 2014 um að framlög bandalagsríkjanna verði 2 prósent af landsframleiðslu. „Og það kann að vera að þetta markmið náist fyrr en sett var. Það hefur komið fram að það hafa verið misvísandi skilaboð frá fundinum. En þarna held ég að ég sé sammála meirihluta fundarmanna um hvað gerðist í raun og veru,“ segir Katrín.Bandaríkjaforseti sakaði Þjóðverja um að vera undir hæl Rússa og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins minnti Bandaríkjamenn á að met bandamenn sína að verðleikum því þeir ættu ekki marga slíka.Vísir/APÁ fréttamannafundi Trump strax og leiðtogafundinum lauk í gær lýsti hann því þannig að hann hafi komið og hrist upp í liðinu og leiðtogarnir hafi að lokum fallist á tillögur hans.Óvæntur fundur inni í dagskrá „Það var auðvitað hrist upp í fundinum að því leytinu til að það var haldinn óvæntur fundur inni í miðri fundardagskrá. Það er að segja á síðara degi fundarins var skotið á óvæntum fundi um þessi framlaga mál þar sem var tekist á og það lá alveg fyrir að það var töluverð spenna í loftinu. Ekki síst milli Bandaríkjanna og Þýskalands þar sem kannski má segja að að verið hafi áþreifanlegasta spennan og það spilar auðvitað margt annað þar inn í,“ segir Katrín. Þar á meðal staðan í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í tollamálum og andstaða Trump við nýja gasleiðslu frá Rússlandi til Þýskalands.Melania Trump, forsetafrú, og Donald Trump, Bandaríkjaforseti, eru mætt til Bretlands eftir NATO fundinn.vísir/apKatrín átti stutt spjall við Trump undir lok fundarins. Hún segir Bandaríkjaforseta hafa verið ánægðan með áherslur hennar í afvopnunarmálum en hún hvatti meðal annars til þess að kjarnorkuveldin tækju aftur upp viðræður um kjarnorkuafvopnun. „Við töluðum um hugðarefni mitt sem er kjarnorkuafvopnun. En hann náði líka að beina talinu að sjónvarpi. Þannig að hann ræddi aðeins afþreyingariðnaðinn og gerði hann að sérstöku umtalsefni.“Hvað sagði hann um það?„Hann sló svona á létta strengi með það. En ég hvatti mjög til kjarnorkuafvopnunar á þessum fundi og sagði að það væri mjög gott mál að það væri verið að hvetja til hennar á Kóreuskaga en það þyrfti að horfa víðar. Og þar þyrfti Atlantshafsbandalagið að gera mun betur,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Donald Trump NATO Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira