Mörgum finnst valið standa á milli Luka Modric og N'Golo Kante Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2018 06:00 Luka Modric og N'Golo Kante. Vísir/Samsett/Getty Úrslitin ráðast á heimsmeistaramótinu í fótbolta á sunnudaginn þegar Frakkar taka á móti Króötum á Luzhniki leikvanginum í Moskvu. Tveir leikmenn gætu möguleika að vera að spila um aðeins meira en heimsmeistaratitilinn í þessum leik. Margir knattspyrnuspekingar eru á því að baráttan um Gullboltann, verðlaunin sem besti leikmaður keppninnar, standi helst á milli þeirra Luka Modric hjá Króatíu og N’Golo Kante hjá Frakklandi. Það koma vissulega aðrir til greina, frönsku leikmennirnir Kylian Mbappe og Paul Pogba sem dæmi en líka menn eins og Harry Kane og Eden Hazard. Mestar líkur eru á því að valið standi á milli Modric og Kante. Það er samt ekki hægt að treysta á það að sigur í úrslitaleiknum tryggi mönnum Gullboltann á HM. Lionel Messi tapaði úrslitaleiknum fyrir fjórum árum en var kosinn og sömu sögu er að segja af Zinedine Zidane árið 2006 og þeim Ronaldo 1998 og Oliver Kahn 2002. Þá ætti Harry Kane, væntanlegur markakóngur, að eiga ágæta möguleika út frá sögunni alveg eins og það var Úrúgvæinn Diego Forlan sem fékk Gullboltann á HM 2010 þrátt fyrir að komast ekki í úrslitaleikinn. Belginn Eden Hazard er líka einn sem kemur til greina eftir flotta spilamennsku síns en líka og Kane þá spilar hann „bara“ um þriðja sætið um helgina. Luka Modric og N’Golo Kante hafa hinsvegar báðir átt frábært heimsmeistaramót. Modric hefur stjórnað miðjunni í sögulegri sigurgöngu króatíska liðsins og Kante hefur stoppað hverja sókn andstæðinga Frakka á fætur annarri. Luka Modric gerir allt á miðju króatíska liðsins og hefur einnig skorað tvö mörk á mótinu. Hann stýrir tempóinu, brýtur upp varnir mótherjanna með flugbeittum sendingum og hefur auk þess unnið ástríðufulla varnarvinnu í leikjunum sex. Það er ekki síst trú og drifkraftur Modric sem hefur hjálpað Króötum að koma til baka í öllum þremur leikjum sínum í útsláttarkeppninni. N’Golo Kante hefur einnig verið magnaður á miðju franska liðsins og frábærar varnarlína liðsins á honum mikið að þakka. Frakkar hafa aðeins fengið á sig 0,88 mörk í leik á mótinu enda er ekki auðvelt fyrir mótherja að hefja sóknir þegar Kante er alltaf nálægt. Yfirferðin hans er engu lík. Lýsendur tala oft um að það sé eins og það séu fleiri en Kante inn á vellinum og liðsfélagi hans Paul Pogba grínaðist með það að það væri eins og Kante væri með fimmtán lungu.Þessir hafa fengið Gullboltann í síðustu HM-keppnum:HM á Spáni 1982 Paolo Rossi frá Ítalíu (heimsmeistari)HM í Mexíkó 1986 Diego Maradona frá Argentínu (heimsmeistari)HM á Ítalíu 1990 Salvatore Schillaci frá Ítalíu (3. sæti og markakóngur)HM í Bandaríkjunum 1994 Romário frá Brasilíu (heimsmeistari)HM í Frakklandi 1998 Ronaldo frá Brasilíu (silfurverðlaun)HM í Japan og Suður-Kóreu 2002 Oliver Kahn frá Þýskalandi (silfurverðlaun)HM í Þýskalandi 2006 Zinedine Zidane frá Frakklandi (silfurverðlaun)HM í Suður-Afríku 2010 Diego Forlán (3. sæti og einn af markahæstu mönnunum)HM í Brasilíu 2014 Lionel Messi frá Argentínu (silfurverðlaun) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Úrslitin ráðast á heimsmeistaramótinu í fótbolta á sunnudaginn þegar Frakkar taka á móti Króötum á Luzhniki leikvanginum í Moskvu. Tveir leikmenn gætu möguleika að vera að spila um aðeins meira en heimsmeistaratitilinn í þessum leik. Margir knattspyrnuspekingar eru á því að baráttan um Gullboltann, verðlaunin sem besti leikmaður keppninnar, standi helst á milli þeirra Luka Modric hjá Króatíu og N’Golo Kante hjá Frakklandi. Það koma vissulega aðrir til greina, frönsku leikmennirnir Kylian Mbappe og Paul Pogba sem dæmi en líka menn eins og Harry Kane og Eden Hazard. Mestar líkur eru á því að valið standi á milli Modric og Kante. Það er samt ekki hægt að treysta á það að sigur í úrslitaleiknum tryggi mönnum Gullboltann á HM. Lionel Messi tapaði úrslitaleiknum fyrir fjórum árum en var kosinn og sömu sögu er að segja af Zinedine Zidane árið 2006 og þeim Ronaldo 1998 og Oliver Kahn 2002. Þá ætti Harry Kane, væntanlegur markakóngur, að eiga ágæta möguleika út frá sögunni alveg eins og það var Úrúgvæinn Diego Forlan sem fékk Gullboltann á HM 2010 þrátt fyrir að komast ekki í úrslitaleikinn. Belginn Eden Hazard er líka einn sem kemur til greina eftir flotta spilamennsku síns en líka og Kane þá spilar hann „bara“ um þriðja sætið um helgina. Luka Modric og N’Golo Kante hafa hinsvegar báðir átt frábært heimsmeistaramót. Modric hefur stjórnað miðjunni í sögulegri sigurgöngu króatíska liðsins og Kante hefur stoppað hverja sókn andstæðinga Frakka á fætur annarri. Luka Modric gerir allt á miðju króatíska liðsins og hefur einnig skorað tvö mörk á mótinu. Hann stýrir tempóinu, brýtur upp varnir mótherjanna með flugbeittum sendingum og hefur auk þess unnið ástríðufulla varnarvinnu í leikjunum sex. Það er ekki síst trú og drifkraftur Modric sem hefur hjálpað Króötum að koma til baka í öllum þremur leikjum sínum í útsláttarkeppninni. N’Golo Kante hefur einnig verið magnaður á miðju franska liðsins og frábærar varnarlína liðsins á honum mikið að þakka. Frakkar hafa aðeins fengið á sig 0,88 mörk í leik á mótinu enda er ekki auðvelt fyrir mótherja að hefja sóknir þegar Kante er alltaf nálægt. Yfirferðin hans er engu lík. Lýsendur tala oft um að það sé eins og það séu fleiri en Kante inn á vellinum og liðsfélagi hans Paul Pogba grínaðist með það að það væri eins og Kante væri með fimmtán lungu.Þessir hafa fengið Gullboltann í síðustu HM-keppnum:HM á Spáni 1982 Paolo Rossi frá Ítalíu (heimsmeistari)HM í Mexíkó 1986 Diego Maradona frá Argentínu (heimsmeistari)HM á Ítalíu 1990 Salvatore Schillaci frá Ítalíu (3. sæti og markakóngur)HM í Bandaríkjunum 1994 Romário frá Brasilíu (heimsmeistari)HM í Frakklandi 1998 Ronaldo frá Brasilíu (silfurverðlaun)HM í Japan og Suður-Kóreu 2002 Oliver Kahn frá Þýskalandi (silfurverðlaun)HM í Þýskalandi 2006 Zinedine Zidane frá Frakklandi (silfurverðlaun)HM í Suður-Afríku 2010 Diego Forlán (3. sæti og einn af markahæstu mönnunum)HM í Brasilíu 2014 Lionel Messi frá Argentínu (silfurverðlaun)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti