Skipulögð brotastarfsemi með fíknilyf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. júlí 2018 07:00 Karl Steinar Valsson er yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Lögreglan hefur frá áramótum tekið til rannsóknar um fjörutíu mál er varða innflutning einstaklinga á fíknilyfjum til landsins. „Við erum með 25 svona mál í rannsókn núna og tæp 40 frá áramótum,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir meirihluta mála stofnast þegar tolleftirlit finnur efni í fórum fólks. Hluti málanna sé til rannsóknar hjá öðrum embættum lögreglu, til að mynda á Suðurnesjum. „Málin eru rannsökuð á svipaðan hátt og mál er varða ólögleg fíkniefni,“ segir Karl Steinar sem segir flókið fyrir lögreglu að takast á við sölu efnanna á svörtum markaði. „Það er mjög flókið og vandasamt fyrir okkur þar sem menn eru að nýta sér ýmis tæknileg atriði sem takmarka möguleika okkar,“ segir Karl Steinar og á helst við sölu lyfjanna á samfélagsmiðlum og í gegnum forrit á netinu. Karl Steinar segir skipulagða brotastarfsemi með fíknilyf færast í aukana á Íslandi.Mikill þrýstingur er á lækna að skrifa út lyfseðilsskyld lyf.Vísir/Valli„Þetta er vaxandi þáttur í okkar verkum sem er í takt við þróun í öðrum löndum. Markar þá breytingu sem er á brotastarfsemi þar sem ætlaður ávinningur og lítil refsing eru hvatar,“ segir Karl Steinar sem segir lögreglu vinna með öðrum löndum á öllum sviðum en sú samvinna muni aukast samhliða vaxandi brotastarfsemi með fíknilyf. Þeim, sem hafa fengið uppáskrifuð lyf frá læknum á Spáni og flutt þau til landsins, er í raun heimilt að flytja til landsins lyf til eigin nota ef þeir framvísa vottorði læknis eða lyfseðli, en þeir þurfa líka að sýna fram á að lyfin séu nauðsynleg í því magni sem flutt er inn. Í flokka ávana- og fíknilyfja er leyfilegt að flytja með sér magn sem svarar mest til 30 daga notkunar. Reglugerðir í Noregi voru svipaðar og hér á landi. Þær voru hertar árið 2016 vegna stóraukins flutnings á ávanabindandi fíknilyfjum til landsins sem síðan voru seld á svörtum markaði. Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni. Eftirlitsstofnun EFTA barst kvörtun vegna málsins á síðasta ári en lokaði málinu í gær og ákvarðaði að Noregur ætti að hafa víðar heimildir til að ákvarða úrræði til að takast á við misnotkun fíknilyfja. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00 Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00 Pillumyllan á Benidorm Íslendingar hafa keypt lyfjaávísanir upp á fíknilyf á Benidorm af lækninum Torres og flutt hingað til lands. Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Stór hluti þeirra er frá Spáni. Sama mynstur kom upp í Noregi fyrir fáeinum árum. 7. júlí 2018 10:21 Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00 Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota. 6. júlí 2018 12:00 Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Lögreglan hefur frá áramótum tekið til rannsóknar um fjörutíu mál er varða innflutning einstaklinga á fíknilyfjum til landsins. „Við erum með 25 svona mál í rannsókn núna og tæp 40 frá áramótum,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir meirihluta mála stofnast þegar tolleftirlit finnur efni í fórum fólks. Hluti málanna sé til rannsóknar hjá öðrum embættum lögreglu, til að mynda á Suðurnesjum. „Málin eru rannsökuð á svipaðan hátt og mál er varða ólögleg fíkniefni,“ segir Karl Steinar sem segir flókið fyrir lögreglu að takast á við sölu efnanna á svörtum markaði. „Það er mjög flókið og vandasamt fyrir okkur þar sem menn eru að nýta sér ýmis tæknileg atriði sem takmarka möguleika okkar,“ segir Karl Steinar og á helst við sölu lyfjanna á samfélagsmiðlum og í gegnum forrit á netinu. Karl Steinar segir skipulagða brotastarfsemi með fíknilyf færast í aukana á Íslandi.Mikill þrýstingur er á lækna að skrifa út lyfseðilsskyld lyf.Vísir/Valli„Þetta er vaxandi þáttur í okkar verkum sem er í takt við þróun í öðrum löndum. Markar þá breytingu sem er á brotastarfsemi þar sem ætlaður ávinningur og lítil refsing eru hvatar,“ segir Karl Steinar sem segir lögreglu vinna með öðrum löndum á öllum sviðum en sú samvinna muni aukast samhliða vaxandi brotastarfsemi með fíknilyf. Þeim, sem hafa fengið uppáskrifuð lyf frá læknum á Spáni og flutt þau til landsins, er í raun heimilt að flytja til landsins lyf til eigin nota ef þeir framvísa vottorði læknis eða lyfseðli, en þeir þurfa líka að sýna fram á að lyfin séu nauðsynleg í því magni sem flutt er inn. Í flokka ávana- og fíknilyfja er leyfilegt að flytja með sér magn sem svarar mest til 30 daga notkunar. Reglugerðir í Noregi voru svipaðar og hér á landi. Þær voru hertar árið 2016 vegna stóraukins flutnings á ávanabindandi fíknilyfjum til landsins sem síðan voru seld á svörtum markaði. Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni. Eftirlitsstofnun EFTA barst kvörtun vegna málsins á síðasta ári en lokaði málinu í gær og ákvarðaði að Noregur ætti að hafa víðar heimildir til að ákvarða úrræði til að takast á við misnotkun fíknilyfja.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00 Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00 Pillumyllan á Benidorm Íslendingar hafa keypt lyfjaávísanir upp á fíknilyf á Benidorm af lækninum Torres og flutt hingað til lands. Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Stór hluti þeirra er frá Spáni. Sama mynstur kom upp í Noregi fyrir fáeinum árum. 7. júlí 2018 10:21 Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00 Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota. 6. júlí 2018 12:00 Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00
Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00
Pillumyllan á Benidorm Íslendingar hafa keypt lyfjaávísanir upp á fíknilyf á Benidorm af lækninum Torres og flutt hingað til lands. Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Stór hluti þeirra er frá Spáni. Sama mynstur kom upp í Noregi fyrir fáeinum árum. 7. júlí 2018 10:21
Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00
Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota. 6. júlí 2018 12:00