Ólafía á góða möguleika á að komast áfram eftir stöðugan fyrsta hring Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júlí 2018 23:03 Ólafía Þórunn var mjög stöðug í dag víris/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði gríðarlega stöðugt golf á fyrsta hring Marathon Classic mótsins sem fram fer í Ohio. Ólafía er jöfn í 43. sæti á einu höggi undir pari. Ólafía byrjaði virkilega vel og fékk fugl á þriðju holu eftir að hafa náð góðum pörum á fyrstu tveimur holunum. Höggin fóru ekki alveg eftir bókinni á næstu holum en hún náði alltaf að landa pari og var að spila virkilega stöðugt og gott golf. Eftir 13 pör í röð var Ólafía komin á 17. holu í vænlegri stöðu, með langt pútt fyrir erni. Það fór aðeins of skarpt til vinstri. Erfiðlega gekk að koma kúlunni ofan í holuna og fyrsti og einni skollinn leit dagsins ljós. Ólafía svaraði skollanum hins vegar glæsilega, með fugli á lokaholunni og lauk leik á einu höggi undir pari í 43.-57. sæti. Ólafía var með þeim síðustu út á völlinn í kvöld og eru því nær allir kylfingar búnir með sinn fyrsta hring. Efstar eru Thidapa Suwannapur og Caroline Hedwall á sex höggum undir pari. Miðað við stöðu kylfinga eftir þennan fyrsta hring væri niðurskurðarlínan líklega við parið svo Ólafía er í ágætum málum, nái hún að vera undir parinu á morgun þá ætti hún að sleppa í gegn án mikilla vandræða. Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði gríðarlega stöðugt golf á fyrsta hring Marathon Classic mótsins sem fram fer í Ohio. Ólafía er jöfn í 43. sæti á einu höggi undir pari. Ólafía byrjaði virkilega vel og fékk fugl á þriðju holu eftir að hafa náð góðum pörum á fyrstu tveimur holunum. Höggin fóru ekki alveg eftir bókinni á næstu holum en hún náði alltaf að landa pari og var að spila virkilega stöðugt og gott golf. Eftir 13 pör í röð var Ólafía komin á 17. holu í vænlegri stöðu, með langt pútt fyrir erni. Það fór aðeins of skarpt til vinstri. Erfiðlega gekk að koma kúlunni ofan í holuna og fyrsti og einni skollinn leit dagsins ljós. Ólafía svaraði skollanum hins vegar glæsilega, með fugli á lokaholunni og lauk leik á einu höggi undir pari í 43.-57. sæti. Ólafía var með þeim síðustu út á völlinn í kvöld og eru því nær allir kylfingar búnir með sinn fyrsta hring. Efstar eru Thidapa Suwannapur og Caroline Hedwall á sex höggum undir pari. Miðað við stöðu kylfinga eftir þennan fyrsta hring væri niðurskurðarlínan líklega við parið svo Ólafía er í ágætum málum, nái hún að vera undir parinu á morgun þá ætti hún að sleppa í gegn án mikilla vandræða.
Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira