Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sig Birgir Olgeirsson skrifar 12. júlí 2018 10:30 Thomas í dómsal þegar hann bar vitni við aðalmeðferð málsins í ágúst í fyrra. vísir/eyþór Verjandi Thomasar Møller Olsen segir nýjan útreikning lögreglunnar á mögulegum akstri Olsen ekki virka mjög áreiðanlegan á sig. Olsen var í fyrra dæmdur til nítján ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar árið 2017. Dómur yfir Thomasi féll 29. september í fyrra.Fyrrverandi verjandi Thomasar hafði farið fram á að matsmaður yrði dómkvaddur til að meta hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó. Hún fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum eftir að hún hvarf aðfaranótt 14. janúar árið 2017.Taldi að útiloka mætti sekt með matinu Hélt verjandi Thomasar því fram að af gögnum málsins mætti ráða að Thomas hefði ekki geta ekið rauðu KIA Rio bifreiðinni nema um 130 kílómetra á milli klukkan sex og ellefu að morgni 14. janúar. Hafi líkama Birnu verið komið fyrir í sjó utan þeirrar vegalengdar megi útiloka sekt Thomasar. Taldi hann þetta mat eiga eftir að hafa mikið að segja um áfrýjun málsins til Landsréttar. Í fyrstu var talið að líkama Birnu hefði verið komið fyrir í Vogsósa í Selvogi. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að dómkvaddur haffræðingur hefði komist að þeirri niðurstöðu að honum hefði verið komið fyrir í Ölfusá við Óseyrarbrú.Frá réttarhöldum yfir Thomas Moller Olsen, skipverja Polar Nanoq, sem sakfelldur var fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur.Vísir/AntonVegna áfrýjunar fyrrverandi verjanda Thomasar ákvað embætti ríkissaksóknara að biðja embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að vinna skýrslu um akstur Thomasar. Skýrslan lá fyrir 8. nóvember í fyrra en í henni kom fram að Thomas hefði sannarlega ekið 129,8 kílómetra á bifreiðinni frá því hann tók hana á leigu 13. janúar 2017 til klukkan sjö að morgni 14. janúar og svo frá klukkan ellefu þann morgun þar til hann skilaði bifreiðinni sama dag. Heildarakstur bifreiðarinnar á leigutímanum hafi verið um 319 kílómetrar. Af því leiði að bifreiðinni hafi verið ekið um 189,2 kílómetra á tímabilinu frá klukkan sjö til ellefu, sem séu heldur fleiri kílómetrar en lögreglumaður hafi áætlað í skýrslu sinni fyrir dómi.Neitaði að upplýsa hvert hann ók bifreiðinni Í dómi Héraðsdóms Reykjaness er tekið fram að miðað við skýringar Thomasar á þeim akstursleiðum sem hann ók sé að lágmarki óútskýrður 140 kílómetra akstur. Samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar sem embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vann liggi hins vegar nú fyrir að óútskýrður akstur sé um 190 kílómetrar og að Thomas hafi neitað að upplýsa hvert hann hafi ekið bifreiðinni á umræddu tímabili. Er því haldið fram að samkvæmt þessum kílómetrafjölda þá hefði Thomas vel geta ekið bæði að Óseyrarbrú eða að Vogsósum.„Skakkar ekki litlu á þessum niðurstöðum“ Björgvin Jónsson hæstaréttarlögmaður hefur tekið við máli Thomasar. Hann segir í samtali við Vísi að fyrir liggi að þegar málið var til rannsóknar hjá lögreglu á sínum tíma hafi lögregla talið út frá rannsókn sinni að 140-150 kílómetrar væru óútskýrðir varðandi akstur Kia Rio bifreiðar þeirrar sem Thomas var með á leigu. „Sú vegalengd var fundin út með því að draga frá þeim heildarkílómetrafjölda sem bifreiðinni var ekið, meðan ákærði var með hana á leigu, þann akstur sem staðfestur var innan höfuðborgarsvæðisins samkvæmt gögnum úr eftirlitsmyndavélum og fleiru. Í annan stað hafi verið lögð til grundvallar kenning frá rannsakendum um hvaða leið bifreiðin átti að hafa farið þangað sem stúlkan hefði verið sett í sjó eða vatn. Það séu til dæmis þannig engin gögn er staðfesti bifreiðina á Krísuvíkurvegi eða Suðurstrandavegi, kenningin byggi á vegalengdum og hversu mögulega langt bifreiðinni hefði getað verið ekið,“ segir Björgvin.Björgvin Jónsson hæstaréttarlögmaður.VísirÞessi kílómetrafjöldi sem eftir hafi staðið, þar sem óstaðfest var hvar bifreiðin hefði verið, hafi fallið að því að bifreiðin hefði getað komist þangað sem stúlkan hefði verið sett í sjó miðað við að það hefði verið við Vogsósa eða aftan við Selvogsvita, að sögn Björgvins. „Þegar síðan hjá vörninni við meðferð málsins í héraði er haldið fram að þessir staðir séu útilokaðir, sem síðan hefur verið staðfest með umræddri matsgerð, og vegalengdir til dæmis að Óseyrarbrú passa síður að rannsóknarniðurstöðum um það sem út af stóð í akstri bifreiðarinnar sem óstaðfestur akstur, þá er bara farið í að reikna þennan sama þekkta innanbæjarakstur bílsins upp á nýtt þó ekki þannig að eitthvað nýtt hefði komið fram varðandi hann, og komist að niðurstöðu um að hann hafi verið 40-50 kílómetrum skemmri. Það skakkar ekki litlu á þessum niðurstöðum, nærri 25 prósentum frá fyrri rannsóknarniðurstöðu, segir Björgvin og bætir við: „Þarna er bara verið að laga fyrri rannsóknarniðurstöður að þeirri útkomu sem þarf að fá út og slíkt getur nú varla talist mjög marktækt sönnunargagn.“Töldu matið hafa enga þýðingu við sönnunarmat Ákæruvaldið hefur fyrir dómi haldið því fram að mat á því hvar Birnu var komið fyrir í sjó hafi enga þýðingu við sönnunarmat í sakamálinu á hendur Thomasi. Taldi ákæruvaldið það liggja fyrir með óhrekjanlegum hætti að Thomas hafi banað Birnu, eins og kom fram í dómi í héraði. Lögreglan safnaði mörgum gögnum við rannsókn málsins en þar á meðal eru lífsýni sem tengja Thomas við Birnu. Þannig fundust fingraför Thomasar á ökuskírteini Birnu og voru þekjufrumur af bæði Birnu og Thomasi á skóreimum vinstri skós Birnu sem fannst við Hafnarfjarðarhöfn tveimur dögum eftir að hún hvarf.Sjá einnig: Helstu atriðin úr réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Við aðalmeðferð málsins kom fram að mikið magn blóðs úr Birnu fannst í rauða KIA Rio-bílnum sem Thomas var með á leigu. Thomas sagðist við aðalmeðferðina ekki hafa orðið var við neitt blóð í bílnum og hann hefði ekki gert tilraun til að þrífa það þó að gögn málsins sýni að einhver hafi reynt að þrífa það burt. Hins vegar sagði Thomas að stúlkan sem hann hefði tekið upp í bílinn hefði ælt og hann hefði þrifið æluna. Lögreglumaður sem rannsakaði bílinn hrakti þennan framburð Thomasar og sagði að engin æla eða ummerki um ælu hefðu fundist í bílnum. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Nýr verjandi Thomasar Møller segir málið líklega bíða til hausts Enn er beðið matsskýrslu sem óskað var eftir til að meta hvar líkama Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir í sjó. 17. apríl 2018 06:00 Líkami Birnu settur í Ölfusá við Óseyrarbrú Samkvæmt niðurstöðu matsskýrslu var líkama Birnu Brjánsdóttur komið fyrir lengra frá þeim stað en fyrr var talið. Verjandi Thomasar bað um matsgerðina vegna áfrýjunar. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Verjandi Thomasar Møller Olsen segir nýjan útreikning lögreglunnar á mögulegum akstri Olsen ekki virka mjög áreiðanlegan á sig. Olsen var í fyrra dæmdur til nítján ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar árið 2017. Dómur yfir Thomasi féll 29. september í fyrra.Fyrrverandi verjandi Thomasar hafði farið fram á að matsmaður yrði dómkvaddur til að meta hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó. Hún fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum eftir að hún hvarf aðfaranótt 14. janúar árið 2017.Taldi að útiloka mætti sekt með matinu Hélt verjandi Thomasar því fram að af gögnum málsins mætti ráða að Thomas hefði ekki geta ekið rauðu KIA Rio bifreiðinni nema um 130 kílómetra á milli klukkan sex og ellefu að morgni 14. janúar. Hafi líkama Birnu verið komið fyrir í sjó utan þeirrar vegalengdar megi útiloka sekt Thomasar. Taldi hann þetta mat eiga eftir að hafa mikið að segja um áfrýjun málsins til Landsréttar. Í fyrstu var talið að líkama Birnu hefði verið komið fyrir í Vogsósa í Selvogi. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að dómkvaddur haffræðingur hefði komist að þeirri niðurstöðu að honum hefði verið komið fyrir í Ölfusá við Óseyrarbrú.Frá réttarhöldum yfir Thomas Moller Olsen, skipverja Polar Nanoq, sem sakfelldur var fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur.Vísir/AntonVegna áfrýjunar fyrrverandi verjanda Thomasar ákvað embætti ríkissaksóknara að biðja embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að vinna skýrslu um akstur Thomasar. Skýrslan lá fyrir 8. nóvember í fyrra en í henni kom fram að Thomas hefði sannarlega ekið 129,8 kílómetra á bifreiðinni frá því hann tók hana á leigu 13. janúar 2017 til klukkan sjö að morgni 14. janúar og svo frá klukkan ellefu þann morgun þar til hann skilaði bifreiðinni sama dag. Heildarakstur bifreiðarinnar á leigutímanum hafi verið um 319 kílómetrar. Af því leiði að bifreiðinni hafi verið ekið um 189,2 kílómetra á tímabilinu frá klukkan sjö til ellefu, sem séu heldur fleiri kílómetrar en lögreglumaður hafi áætlað í skýrslu sinni fyrir dómi.Neitaði að upplýsa hvert hann ók bifreiðinni Í dómi Héraðsdóms Reykjaness er tekið fram að miðað við skýringar Thomasar á þeim akstursleiðum sem hann ók sé að lágmarki óútskýrður 140 kílómetra akstur. Samkvæmt niðurstöðu skýrslunnar sem embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vann liggi hins vegar nú fyrir að óútskýrður akstur sé um 190 kílómetrar og að Thomas hafi neitað að upplýsa hvert hann hafi ekið bifreiðinni á umræddu tímabili. Er því haldið fram að samkvæmt þessum kílómetrafjölda þá hefði Thomas vel geta ekið bæði að Óseyrarbrú eða að Vogsósum.„Skakkar ekki litlu á þessum niðurstöðum“ Björgvin Jónsson hæstaréttarlögmaður hefur tekið við máli Thomasar. Hann segir í samtali við Vísi að fyrir liggi að þegar málið var til rannsóknar hjá lögreglu á sínum tíma hafi lögregla talið út frá rannsókn sinni að 140-150 kílómetrar væru óútskýrðir varðandi akstur Kia Rio bifreiðar þeirrar sem Thomas var með á leigu. „Sú vegalengd var fundin út með því að draga frá þeim heildarkílómetrafjölda sem bifreiðinni var ekið, meðan ákærði var með hana á leigu, þann akstur sem staðfestur var innan höfuðborgarsvæðisins samkvæmt gögnum úr eftirlitsmyndavélum og fleiru. Í annan stað hafi verið lögð til grundvallar kenning frá rannsakendum um hvaða leið bifreiðin átti að hafa farið þangað sem stúlkan hefði verið sett í sjó eða vatn. Það séu til dæmis þannig engin gögn er staðfesti bifreiðina á Krísuvíkurvegi eða Suðurstrandavegi, kenningin byggi á vegalengdum og hversu mögulega langt bifreiðinni hefði getað verið ekið,“ segir Björgvin.Björgvin Jónsson hæstaréttarlögmaður.VísirÞessi kílómetrafjöldi sem eftir hafi staðið, þar sem óstaðfest var hvar bifreiðin hefði verið, hafi fallið að því að bifreiðin hefði getað komist þangað sem stúlkan hefði verið sett í sjó miðað við að það hefði verið við Vogsósa eða aftan við Selvogsvita, að sögn Björgvins. „Þegar síðan hjá vörninni við meðferð málsins í héraði er haldið fram að þessir staðir séu útilokaðir, sem síðan hefur verið staðfest með umræddri matsgerð, og vegalengdir til dæmis að Óseyrarbrú passa síður að rannsóknarniðurstöðum um það sem út af stóð í akstri bifreiðarinnar sem óstaðfestur akstur, þá er bara farið í að reikna þennan sama þekkta innanbæjarakstur bílsins upp á nýtt þó ekki þannig að eitthvað nýtt hefði komið fram varðandi hann, og komist að niðurstöðu um að hann hafi verið 40-50 kílómetrum skemmri. Það skakkar ekki litlu á þessum niðurstöðum, nærri 25 prósentum frá fyrri rannsóknarniðurstöðu, segir Björgvin og bætir við: „Þarna er bara verið að laga fyrri rannsóknarniðurstöður að þeirri útkomu sem þarf að fá út og slíkt getur nú varla talist mjög marktækt sönnunargagn.“Töldu matið hafa enga þýðingu við sönnunarmat Ákæruvaldið hefur fyrir dómi haldið því fram að mat á því hvar Birnu var komið fyrir í sjó hafi enga þýðingu við sönnunarmat í sakamálinu á hendur Thomasi. Taldi ákæruvaldið það liggja fyrir með óhrekjanlegum hætti að Thomas hafi banað Birnu, eins og kom fram í dómi í héraði. Lögreglan safnaði mörgum gögnum við rannsókn málsins en þar á meðal eru lífsýni sem tengja Thomas við Birnu. Þannig fundust fingraför Thomasar á ökuskírteini Birnu og voru þekjufrumur af bæði Birnu og Thomasi á skóreimum vinstri skós Birnu sem fannst við Hafnarfjarðarhöfn tveimur dögum eftir að hún hvarf.Sjá einnig: Helstu atriðin úr réttarhöldunum yfir Thomasi Möller Við aðalmeðferð málsins kom fram að mikið magn blóðs úr Birnu fannst í rauða KIA Rio-bílnum sem Thomas var með á leigu. Thomas sagðist við aðalmeðferðina ekki hafa orðið var við neitt blóð í bílnum og hann hefði ekki gert tilraun til að þrífa það þó að gögn málsins sýni að einhver hafi reynt að þrífa það burt. Hins vegar sagði Thomas að stúlkan sem hann hefði tekið upp í bílinn hefði ælt og hann hefði þrifið æluna. Lögreglumaður sem rannsakaði bílinn hrakti þennan framburð Thomasar og sagði að engin æla eða ummerki um ælu hefðu fundist í bílnum.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Nýr verjandi Thomasar Møller segir málið líklega bíða til hausts Enn er beðið matsskýrslu sem óskað var eftir til að meta hvar líkama Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir í sjó. 17. apríl 2018 06:00 Líkami Birnu settur í Ölfusá við Óseyrarbrú Samkvæmt niðurstöðu matsskýrslu var líkama Birnu Brjánsdóttur komið fyrir lengra frá þeim stað en fyrr var talið. Verjandi Thomasar bað um matsgerðina vegna áfrýjunar. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Nýr verjandi Thomasar Møller segir málið líklega bíða til hausts Enn er beðið matsskýrslu sem óskað var eftir til að meta hvar líkama Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir í sjó. 17. apríl 2018 06:00
Líkami Birnu settur í Ölfusá við Óseyrarbrú Samkvæmt niðurstöðu matsskýrslu var líkama Birnu Brjánsdóttur komið fyrir lengra frá þeim stað en fyrr var talið. Verjandi Thomasar bað um matsgerðina vegna áfrýjunar. 6. júlí 2018 06:00