PewDiePie biðst afsökunar á „ónærgætnu“ gríni um Demi Lovato Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 18:00 Rúmlega 64,5 milljónir fylgjast með ævintýrum hins sænska á Youtube. Vísir/Getty Stærsta Youtube-stjarna heims, Svíinn Felix Kjellberg, hefur beðist afsökunar á gríni sem hann gerði á kostnað söngkonunnar Demi Lovato. Söngkonan var lögð inn á spítala á dögunum vegna ofneyslu fíkniefna og er nú á batavegi. Kjellberg, sem er hvað þekktastur sem PewDiePie, gantaðist með spítalainnlögnina á ljósmynd sem hann deildi með tugum milljóna fylgjenda sinna. Á myndinni mátti sjá söngkonuna biðja um peninga fyrir hamborgara - sem hún notaði svo til að kaupa fíkniefni. Fylgjendur PewDiePie brugðust ókvæða við myndbirtingunni og gagnrýndu hetjuna sína harðlega. Að endingu fjarlægði Svíinn myndina og baðst innilegrar afsökunar. „Eyddi myndinni. Ég meinti ekki neitt með henni og ég áttaði mig ekki fyllilega á aðstæðum,“ sagði PewDiePie. „Ég fatta núna að hún var ónærgætin, fyrirgefiði!“ Youtube-stjarnan ratar reglulega í fréttirnar fyrir óvarleg ummæli sín og umdeildar yfirlýsingar. Svíinn var til að mynda gagnrýndur harðlega í fyrra fyrir það sem talið var vera gyðinga- og kynþáttahatur. Hann hefur þó ætíð verið fljótur að biðjast afsökunar þegar netheimar snúast gegn honum. Alls fylgja rúmlega 64,5 milljónir manna með uppátækjum PewDiePie á Youtube - sem gerir hann að vinsælasta efnisframleiðandanum á myndbandaveitunni. Miðlar vestanhafs greina frá því að Demi Lovato hafi samþykkt að fara í meðferð við vímuefnafíkn sinni. Hætt hefur verið við alla tónleika hennar og tónleikaferðalagi hennar um Mið- og Suður-Ameríku verið skotið á frest. Tónlist Tengdar fréttir Fjölskyldan óttaðist að Lovato væri komin í vondan félagsskap Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur áður talað opinskátt um fíkn og geðsjúkdóma. 28. júlí 2018 09:55 Demi Lovato var í mikilli lífshættu og er á leiðinni í meðferð Söngkonan Demi Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles en þetta hefur CNN eftur áreiðanlegum heimildum. 27. júlí 2018 10:30 Stjörnurnar senda kveðjur til Lovato sem er komin til meðvitundar Bandaríska söngkonan Demi Lovato er komin til meðvitundar en hún var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í gær vegna gruns um að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. 25. júlí 2018 10:30 Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Sjá meira
Stærsta Youtube-stjarna heims, Svíinn Felix Kjellberg, hefur beðist afsökunar á gríni sem hann gerði á kostnað söngkonunnar Demi Lovato. Söngkonan var lögð inn á spítala á dögunum vegna ofneyslu fíkniefna og er nú á batavegi. Kjellberg, sem er hvað þekktastur sem PewDiePie, gantaðist með spítalainnlögnina á ljósmynd sem hann deildi með tugum milljóna fylgjenda sinna. Á myndinni mátti sjá söngkonuna biðja um peninga fyrir hamborgara - sem hún notaði svo til að kaupa fíkniefni. Fylgjendur PewDiePie brugðust ókvæða við myndbirtingunni og gagnrýndu hetjuna sína harðlega. Að endingu fjarlægði Svíinn myndina og baðst innilegrar afsökunar. „Eyddi myndinni. Ég meinti ekki neitt með henni og ég áttaði mig ekki fyllilega á aðstæðum,“ sagði PewDiePie. „Ég fatta núna að hún var ónærgætin, fyrirgefiði!“ Youtube-stjarnan ratar reglulega í fréttirnar fyrir óvarleg ummæli sín og umdeildar yfirlýsingar. Svíinn var til að mynda gagnrýndur harðlega í fyrra fyrir það sem talið var vera gyðinga- og kynþáttahatur. Hann hefur þó ætíð verið fljótur að biðjast afsökunar þegar netheimar snúast gegn honum. Alls fylgja rúmlega 64,5 milljónir manna með uppátækjum PewDiePie á Youtube - sem gerir hann að vinsælasta efnisframleiðandanum á myndbandaveitunni. Miðlar vestanhafs greina frá því að Demi Lovato hafi samþykkt að fara í meðferð við vímuefnafíkn sinni. Hætt hefur verið við alla tónleika hennar og tónleikaferðalagi hennar um Mið- og Suður-Ameríku verið skotið á frest.
Tónlist Tengdar fréttir Fjölskyldan óttaðist að Lovato væri komin í vondan félagsskap Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur áður talað opinskátt um fíkn og geðsjúkdóma. 28. júlí 2018 09:55 Demi Lovato var í mikilli lífshættu og er á leiðinni í meðferð Söngkonan Demi Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles en þetta hefur CNN eftur áreiðanlegum heimildum. 27. júlí 2018 10:30 Stjörnurnar senda kveðjur til Lovato sem er komin til meðvitundar Bandaríska söngkonan Demi Lovato er komin til meðvitundar en hún var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í gær vegna gruns um að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. 25. júlí 2018 10:30 Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Sjá meira
Fjölskyldan óttaðist að Lovato væri komin í vondan félagsskap Bandaríska söngkonan Demi Lovato hefur áður talað opinskátt um fíkn og geðsjúkdóma. 28. júlí 2018 09:55
Demi Lovato var í mikilli lífshættu og er á leiðinni í meðferð Söngkonan Demi Lovato fer í meðferð þegar hún verður útskrifuð af Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles en þetta hefur CNN eftur áreiðanlegum heimildum. 27. júlí 2018 10:30
Stjörnurnar senda kveðjur til Lovato sem er komin til meðvitundar Bandaríska söngkonan Demi Lovato er komin til meðvitundar en hún var flutt á sjúkrahús í Los Angeles í gær vegna gruns um að hafa tekið inn of stóran skammt af heróíni. 25. júlí 2018 10:30