Listahjónin Baldur og Patty standa fyrir sýningunni Skemmtilegs Stefán Árni Pálsson skrifar 26. júlí 2018 12:30 Patty og Baldur við Þingvallavatn í vikunni. mynd/Harriet Selma Listahjónin Patty Spyrakos og Baldur Helgason standa í sameiningu að sýningunni Skemmtilegs en þar getur á að líta fjölbreytt úrval verka, bæði olíumálverk og teikningar Baldurs og keramikskúlptúra Pattyar. Sýningin er í Gallery Port og hefur hún göngu sína á laugardaginn og stendur yfir til 9. ágúst. Verkin byggjast á sjónrænni skynjun þeirra á hversdagslegum fyrirbrigðum og óhlutbundnum verum en þau Patty og Baldur sækja innblástur í kvikan skurðpunkt dægurmenningar, félags- og siðfræðistefna, þróunarsálfræði og dulhyggju. Baldur fæst í verkum sínum við mannveruna og túlkar hana stundum í nær óhlutbundinni naumhyggju en líka í villtri tjástefnu þrástefja. Verk hans vega salt á milli angistar og kímni en undir yfirborði viðfangsefnanna er að finna öflugan straum mennsku og mannúðar í skopmyndastíl. Handunnir skúlptúrar Pattyar sýna kvenleg form í skoplegum stíl og hráan raunveruleika þess að reyna að viðhalda öflugri sjálfsvitund, samtímis því að þurfa bæði að bjóða mjólk og huggun.Leitast ekki við gallalausa ímynd Öll verkin sýna konu okkar daga með brjóstin berskjölduð, þykkar varir og stífa handleggi en þannig er áhersla lögð á hlutverk hennar sem viðfangs. Patty leitast ekki við að móta gallalausa og tímalausa nakta ímynd heldur gætir þess að innsta togstreita endurspeglist í því sem við augum blasir. Yfirborðið er ýmist matt eða glansandi, ólgandi eða slétt og þetta, í bland við afmyndaða andlitsdrættina, dregur ekki dul á öngþveitið. Verurnar skarta oft slaufum og bólginni kvenlegri hárgreiðslu til þess að sýnast en það undirstrikar einungis að útilokað er að dæma fólk eftir útlitinu einu saman. Patty hefur einnig unnið röð samstæðra verka um vinsæl matvæli í því skyni að rannsaka íslenska umhverfið. Patty og Baldur unnu verkin á sýningunni í vinnustofu sinni í Chicago þar sem þau búa og starfa. Þetta er önnur sýning Baldurs í Gallery Port og fyrsta sýning Pattyar á Íslandi. Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Listahjónin Patty Spyrakos og Baldur Helgason standa í sameiningu að sýningunni Skemmtilegs en þar getur á að líta fjölbreytt úrval verka, bæði olíumálverk og teikningar Baldurs og keramikskúlptúra Pattyar. Sýningin er í Gallery Port og hefur hún göngu sína á laugardaginn og stendur yfir til 9. ágúst. Verkin byggjast á sjónrænni skynjun þeirra á hversdagslegum fyrirbrigðum og óhlutbundnum verum en þau Patty og Baldur sækja innblástur í kvikan skurðpunkt dægurmenningar, félags- og siðfræðistefna, þróunarsálfræði og dulhyggju. Baldur fæst í verkum sínum við mannveruna og túlkar hana stundum í nær óhlutbundinni naumhyggju en líka í villtri tjástefnu þrástefja. Verk hans vega salt á milli angistar og kímni en undir yfirborði viðfangsefnanna er að finna öflugan straum mennsku og mannúðar í skopmyndastíl. Handunnir skúlptúrar Pattyar sýna kvenleg form í skoplegum stíl og hráan raunveruleika þess að reyna að viðhalda öflugri sjálfsvitund, samtímis því að þurfa bæði að bjóða mjólk og huggun.Leitast ekki við gallalausa ímynd Öll verkin sýna konu okkar daga með brjóstin berskjölduð, þykkar varir og stífa handleggi en þannig er áhersla lögð á hlutverk hennar sem viðfangs. Patty leitast ekki við að móta gallalausa og tímalausa nakta ímynd heldur gætir þess að innsta togstreita endurspeglist í því sem við augum blasir. Yfirborðið er ýmist matt eða glansandi, ólgandi eða slétt og þetta, í bland við afmyndaða andlitsdrættina, dregur ekki dul á öngþveitið. Verurnar skarta oft slaufum og bólginni kvenlegri hárgreiðslu til þess að sýnast en það undirstrikar einungis að útilokað er að dæma fólk eftir útlitinu einu saman. Patty hefur einnig unnið röð samstæðra verka um vinsæl matvæli í því skyni að rannsaka íslenska umhverfið. Patty og Baldur unnu verkin á sýningunni í vinnustofu sinni í Chicago þar sem þau búa og starfa. Þetta er önnur sýning Baldurs í Gallery Port og fyrsta sýning Pattyar á Íslandi.
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira