Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2018 12:46 Kjaranefnd ljósmæðra í húsakynnum ríkissáttasemjara við upphaf fundar í síðustu viku. vísir/einar árnason Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í máli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur verið samþykkt. Þetta kemur fram á vefsíðu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 247 voru á kjörskrá og greiddu 224 atkvæði, eða 91 prósent. Þá samþykkti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, miðlunartillöguna. Nýr kjarasamningur aðila hefur því komist á og mun hann gilda til 31. mars 2019. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins var löng og ströng. Ljósmæður höfðu verið samningslausar síðan í ágúst á síðasta ári eftir að úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Í febrúar á þessu ári var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara þar sem samninganefndir ljósmæðra og ríkisins funduðu fimmtán sinnum um lausn hennar.Gerðardómur skilar af sér eigi síðar en 1. september Samningar tókust í lok maí en ljósmæður felldu þann samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júní. Deiluaðilar þurftu því að setjast aftur að samningaborðinu og tókust samningar loks síðastliðinn laugardag þegar samninganefndirnar samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var síðan send til samþykktar hjá fjármálaráðherra sem og hjá félagsmönnum ljósmæðra og fór atkvæðagreiðslan þar eins og áður segir. Tillagan felur í grundvallaratriðum í sér sambærilegar hækkanir og samningurinn frá því í maí en jafnframt að gerðardómur skeri úr um það hvort og með hvaða hætti menntun, álag og inntak starfs ljósmæðra eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar, en um þetta ríkti djúpstæður ágreiningur á milli samningsaðila. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að hún muni á allra næstu dögum skipa gerðardóm en samkvæmt miðlunartillögunni hefur dómurinn til 1. september næstkomandi til að skila af sér. Er úrskurður gerðardóms endanlegur og fer ekki til samþykkis, hvorki hjá ljósmæðrum né ráðherra.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Fleiri fréttir Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Sjá meira
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í máli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur verið samþykkt. Þetta kemur fram á vefsíðu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 247 voru á kjörskrá og greiddu 224 atkvæði, eða 91 prósent. Þá samþykkti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, miðlunartillöguna. Nýr kjarasamningur aðila hefur því komist á og mun hann gilda til 31. mars 2019. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins var löng og ströng. Ljósmæður höfðu verið samningslausar síðan í ágúst á síðasta ári eftir að úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Í febrúar á þessu ári var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara þar sem samninganefndir ljósmæðra og ríkisins funduðu fimmtán sinnum um lausn hennar.Gerðardómur skilar af sér eigi síðar en 1. september Samningar tókust í lok maí en ljósmæður felldu þann samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júní. Deiluaðilar þurftu því að setjast aftur að samningaborðinu og tókust samningar loks síðastliðinn laugardag þegar samninganefndirnar samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var síðan send til samþykktar hjá fjármálaráðherra sem og hjá félagsmönnum ljósmæðra og fór atkvæðagreiðslan þar eins og áður segir. Tillagan felur í grundvallaratriðum í sér sambærilegar hækkanir og samningurinn frá því í maí en jafnframt að gerðardómur skeri úr um það hvort og með hvaða hætti menntun, álag og inntak starfs ljósmæðra eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar, en um þetta ríkti djúpstæður ágreiningur á milli samningsaðila. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að hún muni á allra næstu dögum skipa gerðardóm en samkvæmt miðlunartillögunni hefur dómurinn til 1. september næstkomandi til að skila af sér. Er úrskurður gerðardóms endanlegur og fer ekki til samþykkis, hvorki hjá ljósmæðrum né ráðherra.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Fleiri fréttir Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Sjá meira
Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00
Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20
Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35